Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 8
Eggert Jóhannesson
Svanurinn F.v. Dagbjört Fjóla yfirþjónn, Eyþór yfirmatreiðslumaður og
Guðríður María, framkvæmdastjóri og eigandi, tóku á móti Svansmerkinu.
Veitingahúsið Nauthóll í Nauthóls-
vík varð í gær fyrsta veitingahúsið á
Íslandi til að fá norrænu umhverfis-
vottunina Svaninn. Það var um-
hverfis- og auðlindaráðherra, Svan-
dís Svavarsdóttir, sem afhenti
Svansmerkið.
Í tilkynningu frá veitingahúsinu
kemur m.a. fram að starfsfólk Naut-
hóls flokki nú úrgang á fjóra vegu,
noti sérstök Svansvottuð hreinsiefni,
gæti að uppruna hráefnis og fylgist
með orkunotkun.
Guðríður María Jóhannesdóttir,
framkvæmdastjóri Nauthóls, segir
það lengi hafa verið markmið sitt að
fá Svansmerkið en hún líti svo á að
því fylgi mikil ábyrgð að reka fyrir-
tæki í einni helstu útivistarparadís
borgarinnar.
Nota sérstök vottuð hreinsiefni
Nauthóll fyrsta veitingahúsið til að
fá umhverfisvottunina Svaninn
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012
Forystumenn ríkisstjórnarinnarhafa haldið því æ oftar fram
sem nær líður kosningum að skatta-
hækkanir ríkisstjórnarinnar hafi í
raun verið skattalækkanir.
Þannig sagði Jó-hanna Sigurðar-
dóttir í þingræðu á
dögunum að dregið
hefði úr skattheimtu
í tíð núverandi rík-
isstjórnar.
Fullyrðingar afþessu tagi hafa
tvíþættan tilgang,
annars vegar að auð-
velda ríkisstjórninni
að halda áfram
skattahækkunum sínum sem hún
gerir af myndarskap ár eftir ár.
Hins vegar eiga slíkar fullyrð-ingar að rugla umræðuna og
þar með að auðvelda ríkisstjórninni
endurkjör.
Nýjar tölur frá OECD auðveldaríkisstjórninni þó ekki áróð-
urinn. Þær sýna að skattbyrði al-
mennings hefur farið vaxandi hér á
landi í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Sérstaka athygli vekur að sam-kvæmt tölum OECD einskorð-
ast aukin skattbyrði ekki við efna-
meiri, eins og talsmenn „velferðar-
stjórnarinnar“ hafa reynt að halda
fram. Hækkunin nær til allra tekju-
hópa, þar með talið til barnafjöl-
skyldna undir meðallaunum.
En hér verður að vísu að geraþann fyrirvara að Stefán Ólafs-
son samfylkingarprófessor á eftir að
fara yfir tölurnar og hjálpa Jóhönnu
að útskýra hvers vegna skattbyrðin
hefur í raun minnkað þó að hún hafi
aukist. Skattgreiðendur bíða spennt-
ir eftir þeim spuna.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Aukin skattbyrði
velferðarstjórnar
STAKSTEINAR
Stefán Ólafsson
Veður víða um heim 13.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 0 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Vestmannaeyjar 5 léttskýjað
Nuuk -1 skýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 10 skúrir
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Helsinki 2 léttskýjað
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 8 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 skúrir
London 13 léttskýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 11 þoka
Hamborg 8 skýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 10 skýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 18 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -11 skýjað
Montreal 5 skýjað
New York 7 alskýjað
Chicago -1 heiðskírt
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:55 16:30
ÍSAFJÖRÐUR 10:19 16:16
SIGLUFJÖRÐUR 10:03 15:58
DJÚPIVOGUR 9:29 15:55
Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is
Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs
Síldarvertíðinni
er formlega lokið
hjá HB Granda
þetta árið og
næsta verkefni
uppsjávar-
veiðiskipanna er
loðnuveiðar. Skv.
upplýsingum fyr-
irtækisins var
síðasti vinnslu-
dagurinn á Vopnafirði í fyrradag en
þá var lokið við að vinna rúmlega
1.000 tonna afla Faxa RE sem kom-
ið var með um helgina. Áður hafði
Lundey NS komið til hafnar með
um 1.100 tonn síld en þennan afla
fengu skipin á Breiðafjarðarsvæð-
inu í kjölfar sex daga stórviðriskafla
sem kom í veg fyrir allar veiðar,
segir í frétt á heimasíðu HB
Granda.
Í frétt HB Granda er haft eftir
Vilhjálms Vilhjálmssyni forstjóra að
veidd voru og unnin rúm 7.000 tonn
af íslenskri sumargotssíld að þessu
sinni en veiðar hófust ekki fyrr en í
byrjun októbermánaðar. Fram-
undan er loðnuvertíðin og segir Vil-
hjálmur að farið verði til loðnuveiða
um leið og veðurútlit gefi tilefni til.
Til loðnu-
veiða þeg-
ar gefur
Síldarvertíð lokið
Faxi RE á siglingu.