Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 9

Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er þjóðsaga að Íslendingar séu upp til hópa vel menntaðir, því hlut- fall þeirra sem hafa einungis lokið grunnmenntun er talsvert hærra hér en í öðrum Evrópulöndum. Vinna þarf tímasetta áætlun um efl- ingu verk- og tæknináms, því skort- ur á tæknimenntuðu fólki hamlar endurreisn efnahagsins. Þá er námstími í grunn- og framhalds- skólum óvenjulangur hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi starfshóps um samþættingu mennta- og at- vinnumála, sem settur var á stofn af forsætisráðuneytinu. Á fundinum, sem var í gær, voru kynntar breytt- ar áherslur í menntamálum, sam- þætting mennta- og atvinnustefnu og efling verk- og tæknináms. Ari Kristinn Jónsson, rektor Há- skólans í Reykjavík og einn nefnd- armanna, sagði að virk tengsl menntunar og atvinnu hlytu að vera mikið hagsmunamál í hverju sam- félagi. Misræmi væri á milli þarfa atvinnulífsins og þess vinnuafls sem menntakerfið á Íslandi útskrifaði. Mikill skortur væri á vinnuafli með verk- og tæknimenntun. „Þessi skortur er þröskuldur á þeirri leið að komast upp úr kreppunni,“ sagði Ari. Lagt til að stytta nám um 1-2 ár Í skýrslunni segir að námstími sé „óvenjulangur“ á Íslandi. Óvíða í ríkjum OECD sé að finna jafn- langan námstíma. Í skýrslu hópsins er lagt til að námstími í grunn- og framhaldsskólum verði styttur um eitt ár og hugað verði að frekari styttingu. Í máli hópsins kom fram að ekki lægi fyrir hversu mikill kostnaður hlytist af yrðu tillögurnar að veru- leika. Þær hafa ekki verið útfærðar nákvæmlega, en voru kynntar á rík- isstjórnarfundi í gær og þar var samþykkt að fela mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og velferð- arráðuneytinu að fara nánar yfir til- lögurnar. Morgunblaðið/Golli Nám Skúli Helgason, Ari Kristinn Jónsson, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Tómasdóttir og Sindri Snær Einarsson á fundinum. Eyrún Valsdóttir, Halldór Árnason og Jón B. Stefánsson eru líka í hópnum. Of langur námstími og Evrópumet í brotthvarfi Brotthvarf er viðvarandi vandamál í íslenskum framhaldsskólum, en það hlutfall nýnema sem lýkur námi á réttum tíma á framhalds- skólastigi er mun lægra hér en í flestum öðrum OECD-löndum. 44% íslenskra framhalds- skólanema ljúka námi sínu á rétt- um tíma og er það langlægsta hlutfallið á Norðurlöndunum, t.d. er sambærilegt hlutfall í Finnlandi 72%. Dæmi um þetta er að 4.000 ný- nemar skráðu sig til framhalds- skólanáms haustið 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% lokið námi og árið 2009, sjö árum eftir upp- haf náms, hafði 61% útskrifast. „Innan við helmingur nemenda sem hefja nám á framhalds- skólastigi lýkur því á réttum tíma. Við höfum ekki fundið dæmi um að brotthvarf sé meira í neinu Evr- ópulandi. Okkur hefur ekki tekist að koma unga fólkinu okkar í gegnum menntakerfið þannig að það hafi þær bjargir sem þarf,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður og formaður starfshópsins, á fundinum í gær. Vafasamt Evrópumet BROTTHVARF ÚR FRAMHALDSSKÓLUM ER MIKIÐ HÉR Á LANDI Starfshópur vill stytta nám í grunn- og fram- haldsskóla Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook -20% af jökkum Leður–, jersey-, bolero-, pallíettu-, silki- og sparijakkar. St. 36-52 Aðhaldsföt Sundbolir Undirföt Sloppar Tankini Náttföt Bikini Mjóddin s. 774-7377 Frú Sigurlaug Erum flutt í stærr a húsnæði í Mjódd Laugavegi 63 • S: 551 4422 ULLAR – STUTTKÁPUR ULL OG CASHMERE DÚNÚLPUR M/EKTA SKINNII Skoðið sýnishornin á laxdal.is/yfirhafnir Vertu vinur á Skólavörðustíg 7, Rvk, sími 551 5814, www.th.is FERÐATÖSKU DAGAR 20% Afsláttur af öllum handfarangurs- töskum á hjólum Vikuna 14. - 21. nóvember LEIÐRÉTT Nafn misritaðist Í fréttaskýringu á bls. 22 í blaðinu í gær misritaðist nafn fyrirtækisins Iceland Excursion – Allrahanda. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.