Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Dómhildur Jónsdóttir var húsmæðrakennari þegar hún réðst til starfa við Kvennaskól- ann á Blönduósi, fyrst sem kennari en síðan forstöðukona. Vafalaust hefur hún verið vel til þeirra starfa fallin miðað við kynni okkar á síðari árum, enda heyrði ég aldrei annað en gott eitt úr þeim ranni. Starfslok hennar þar hafa þó orðið fyrr en ella þegar hún giftist sóknar- prestinum á Höskuldsstöðum, sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni. Þá reis gæfusól þeirra beggja og skein skært meðan bæði lifðu. En Dómhildur var ekki ein- ungis eiginkona og húsmóðir, hún var stoð og stytta manns síns utan sem innan heimilis. Hún starfaði að félagsmálum og beitti sér mjög við hlið eigin- mannsins að málefnum safnaðar og kirkju. Og það munaði um hana þar sem hún lagðist á árar. Störf hennar á þessum sviðum munu hafa verið einna öflugust eftir að aðsetur prests var fært frá Höskuldsstöðum til Skaga- strandar, enda aðstæður þar all- ar aðrar en í fámennum sókn- um. Sr. Pétur var sóknarprestur á Skagaströnd í fjölda ára og einnig prófastur í sínu umdæmi. Á heimili þeirra hjóna átti ég ávallt vinum að mæta. Húsbónd- Dómhildur Jónsdóttir ✝ DómhildurJónsdóttir fæddist 22. mars 1926 á Akureyri. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 18. októ- ber síðastliðinn. Útför Dómhildar var gerð frá Hóla- neskirkju á Skaga- strönd 5. nóvember 2012. inn var kunnur fræðaþulur og húmoristi, og hús- freyjan gjörvuleg, glaðvær og hiklaus í orðum og fram- göngu. Bæði voru þau samhent um rausnarlegar við- tökur, en innsæi húsmóðurinnar er mér minnisstætt. Hún virtist alltaf vita fyrirfram hvað mér kæmi best og hvað ég vildi helst í það og það skiptið og það síðan bor- ið á borð með gleði og alúð. Frá þessum stundum á ég margt að þakka. Við starfslok fluttu prófasts- hjónin til Reykjavíkur. Að sjálf- sögðu sat Dómhildur þar ekki auðum höndum. Hún hóf að starfa að málum aldraðra. Hún hélt m.a. samkomur í einum sal Hallgrímskirkju, sem hún fékk til afnota og þangað sótti margt fólk. Ég kom þar einu sinni og giskaði á að fast að 100 manns væri í salnum. Forystuhæfni hennar, dugnaður og hrein- skiptni dugði til að ná þessu fólki saman. Mannþekking hennar var auk þess næg til að vita að dagskráin mátti ekki vera einhæf. Hún skiptist í tvennt, kristilegt efni og verald- legt. Veraldlegi hluti hennar átti að vera til skemmtunar, fullur af kímni og gleði og helst að vekja glymjandi hlátur í salnum. Þarna var Dómhildur í essinu sínu. Við fráfall Dómhildar færi ég henni þakkir fyrir kynni okkar öll. Við Helga sendum sonum þeirra hjóna og skylduliði öllu einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning merkrar konu. Pálmi Jónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elsku- lega sambýlismanns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og mágs, HELGA BERG VIKTORSSONAR, sem var bráðkvaddur að heimili sínu 18. október. Sæunn Marinósdóttir, Lea Helgadóttir, Magni Freyr Magnússon, Viktor Berg Helgason, Stefanía Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Viktorsson, Díanna Þyri Einarsdóttir, Gunnar Berg Viktorsson, Dagný Skúladóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ LAXDAL JÓNSDÓTTIR, Skálagerði 6, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 10. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Jón Laxdal Halldórsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ólafur Halldórsson, Gígja Gunnarsdóttir, Halldór Halldórsson, Halldóra B. Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar og mágkona, ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 24, Reykjavík, lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13:00. Lilja Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Guðbjörg Elentínusardóttir, Kristinn Sigurðsson, Erna Gunnarsdóttir. ✝ Elsku dóttir mín, móðir, amma og systir okkar, UNNUR PÉTURSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu, Ottawa, sunnudaginn 28. október. Kveðjuathöfn verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13:00. F. h. dætra, barnabarna, tengdasonar og fjölskyldu okkar, Kristín B. Sveinsdóttir, Ljósheimum 18, Reykjavík. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR GUÐNADÓTTUR, Skálholtsbraut 11, Þorlákshöfn. Ingveldur Pétursdóttir, Andrés Kristjánsson, Sesselja Sólveig Pétursdóttir, Guðni Helgi Pétursson, Hrönn Sverrisdóttir, Friðrik Pétursson, Steinunn Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU STEINSDÓTTUR frá Hrauni á Skaga, Fróðengi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við Brynjari Viðarssyni og starfsfólki 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Benedikt Andrésson, Guðrún H. Benediktsdóttir, Halldór Jónsson, Vilborg Benediktsdóttir, Árni Hjaltason, Auður Benediktsdóttir, Guðni Karl Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elsku mamma. Veistu, ég hugsaði aldrei um hvernig það væri að eiga ekki mömmu. Fyrir mér var það bara svo sjálfsagt. Minn aldur skipti engu máli. Ég átti mömmu sem var alltaf bara ná- kvæmlega það. Þótt svo við værum ekki alltaf sammála um hvað „ég“ gerði og væri því ekki sátt við að þú viðhefðir þína móðurlegu umhyggju eftir að ég var orðin fullorðin, þá hlustaði ég samt alltaf á það sem þú hafðir að segja. Stund- um hafðir þú rétt fyrir þér, stundum ég. Eina manneskjan í heiminum sem gat látið mig hugsa tvisvar um hvort ég væri að gera rétt eða ekki – varst þú. Þú hafðir svo sterk ítök í mér að fram um miðjan aldur þá hikaði ég ef þú varst ósam- mála. Síðar lærði ég að taka mínar eigin ákvarðanir og átta mig á því að ég væri ég og þú værir þú. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig í orði um hvað ég elskaði þig mikið. Hver gæti skilið það? Eins og þú gast far- ið í taugarnar á mér stundum. Verið pirrandi. Bara vegna þess að ég sjálf hafði ekki þroska þá til að átta mig á því að þú varst þú. Nákvæmlega eins og þú varst. Ekki full- komin frekar en ég. En lengi vel gerði ég þá kröfu að mamma mín væri fullkomin. Fyrir mig. Eins og ég sá kannski fullkomnun. Svo með auknum þroska vissi ég að full- komnun er ekki til og þú varst einasta og besta mamman mín. Falleg, klár og skemmtileg. Stórskrýtin á köflum rétt eins og ég. Börnin mín dýrkuðu þig og ég líka, þó svo að ég við- urkenndi það ekki alltaf. En það var ómetanlegt að hugsa til þess að ég ætti nú mömmu til að spjalla við. Það varst alltaf þú sem ég hringdi í ef mig vantaði stuðning. Í mömmu. Þegar pabbi dó var það áfall. Maðurinn sem ég og börnin mín dýrkaðu og dáðu. Yndis- legasti maður allra tíma að mínu mati. Hann var búinn að vera okkur svo ótrúlega mikið og missirinn var svo sár. En fyrir þig, mamma mín, var hann sárastur – því þú varðst aldrei heil eftir það. Í eigin- girni minni og sársauka gat ég varla skilið þinn sem var svo mikill. Já, mér fannst sjálfsagt að þú héldir áfram lífi þínu þó að ekki væri nema fyrir mig og kannski barnabörnin. Án þess þó að við værum hjá þér dag- lega og þú værir ein megnið af tímanum. Eitthvað sem þú hafðir aldrei upplifað áður. Þú og pabbi voruð alltaf eitt. Rannveig G. Lúðvíksdóttir ✝ Rannveig G.Lúðvíks- dóttir fæddist 13. júlí 1938. Rann- veig lést á Land- spítalanum í Fossvogi aðfara- nótt 29. október 2012. Jarðarför Rannveigar fór fram í kyrrþey. Börnin mín upplifðu sína æsku með ykk- ur, sem er þeim ógleymanleg. Allt það góða sem þið voruð þeim. Ást ykkar og umhyggja. En svo fór pabbi og eftir varst þú mamma mín, eins og tóm skel, sem heyrðir sjávarniðinn í fjarska en varst samt ekki þar, en þráðir að komast heim. Núna, eftir tvö og hálft ár ertu loksins komin heim. Þangað sem þú vildir fara. Til pabba, sem var þér allt. Ég mun alltaf sakna þín, elsku mamma mín. En ég veit að þú ert komin á réttan stað. Fjarri sorg, fjarri kvölum og til pabba. Ég ætla að leyfa mér að gráta vegna þess að ég elska þig og ég sakna þín – á minn eigin eigingjarna hátt sem ég ræð ekki við. En ekki misskilja mig. Ég er sátt við að þú sért komin á áfangastað. Það bara tekur tíma að átta sig á því að eiga ekki lengur mömmu – hérna. Sofðu rótt, mamma mín. Ég elska þig. Lísa Björk Ingólfsdóttir. Eitt sinn sló ég því fram við vinkonu mína að sú okkar sem færi á undan mundi skrifa kveðjuorð um hina. Auðvitað vonaði ég að ég færi fyrst enda vorum við oft búnar að fullvissa hvor aðra um að hvorug mætti deyja á undan hinni en hvernig það hefði mátt verða fylgdi ekki þessum ummælum sem voru kannski meira í gamni en alvöru en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það er nefnilega grafalvar- legt mál að missa vinkonu sem maður hefur þekkt í 64 ár og verið í stöðugu sambandi við, tómið sem hún skilur eftir sig er stórt. Og nú sit ég eftir með æskuminningar í þoku því að Ranný sem hafði minni eins og sagt er að fílar hafi, var sú sem alltaf kunni skil á óljósum minningum mínum og gat leitt þær út úr þokunni og oft rifjað upp ýmis atvik sem voru mér gleymd. En þar sem lífið var orðið þessari vinkonu minni óbæri- legt þá er ekki um annað að ræða en gleðjast yfir að hún skuli vera búin að fá hvíld og frið frá sínum raunum, en eftir að hún missti manninn sinn fyr- ir tveimur og hálfu ári þá gat hún ekki séð ljósið lengur og þráði það eitt að fylgja honum til annars lífs sem hún trúði einlæglega á. Því segi ég bara; vertu sæl kæra vinkona og þakka þér fyr- ir samfylgdina og trygga og trúa vináttu frá því að við kynntumst 10 ára gamlar. Dætrunum Lindu, Írisi og Lísu og barnabörnunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrst og fremst Lindu fyrir hvað hún leyfði mér að fylgjast úr fjarlægð vel með síðustu stundum móður sinnar. Ása Vilhjálmsdóttir. Kveðja frá Mýrum 2. nóvember sl. fór fram í Mýrakirkju útför Guðbjartar Magnfríðar Sigmundsdóttur frá Læk í Mýrasókn í Dýrafirði. Hún kom sem kaupakona frá Bíldudal að Læk upp úr 1950, giftist bóndasyninum Þorvaldi Zófoní- assyni og átti þar heima síðan, eða í ríflega 60 ár. Allan þennan tíma hafa heimilin á Læk og Mýr- um tengst vináttuböndum og samgangur og samvinna milli bæjanna verið á ýmsum sviðum. Má þar nefna samvinnu um gæslu æðarvarpa, dúnhreinsun og geymslu garðávaxta. Mest um verð þykir okkur þó vináttan við fólkið á Læk og fjölmargar glað- værar samverustundir. Dvöl Guðbjartar í sveitinni hefur auðgað mannlíf, m.a. með því að leggja sveit og þjóð til marga dugandi afkomendur. Guðbjört var greind kona, vel les- in og fróð um marga hluti. Hún hafði góða frásagnargáfu, var skemmtileg í samræðum og kunni fjölda vísna og sagna, eink- um af fólki á Bíldudal þar sem hún ólst upp. Það var gott að Guðbjört M. Sigmundsdóttir ✝ Guðbjört M.Sigmunds- dóttir fæddist á Bíldudal 12. febr- úar 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 24. október 2012. Guðbjört var jarðsungin frá Mýrakirkju 2. nóv- ember 2012. koma að Læk, njóta þar gestrisni hús- freyju og glaðværra frásagna. Þá hafði Guðbjört gaman af að spila á spil og var í spilaklúbbi með nokkrum konum í Dýrafirði um 20 ára skeið. Þær sakna nú vinar í stað. Guðbjört var á áttugasta og fjórða aldursári þegar hún lést. Þó ald- urinn væri þetta hár kom fráfall hennar á óvart. Hún hafði nýlega gengist undir stóra læknisaðgerð sem gekk vel og bætti líðan henn- ar umtalsvert. Við fögnuðum því þegar hún kom heim eftir aðgerð- ina og vonuðumst til að fá að njóta samskipta við hana næstu árin. En það sannaðist enn og aft- ur að ein nótt er ei til enda trygg. Mýrasystkinin og makar þeirra þakka samfylgdina með Guðbjörtu og senda afkomendum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Valdimar H. Gíslason, Edda Arnholtz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.