Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 30

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 ✝ RagnheiðurÁsbjörg Guð- jónsdóttir fæddist í Ólafsvík 28. nóv- ember 1923. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 4. nóvember 2012. Ragnheiður var dóttir hjónanna Guðjóns Ásbjörns- sonar vélstjóra, f. 6. október 1898, d. 9. nóvember 1940 og Theódóru Sigrúnar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 4. júlí 1899, d. 10. janúar 1936. Systkini Ragnheiðar voru Vilborg Eggerta Guðjóns- 1936, synir þeirra Kristján Björn Ríkharðsson, f. 28. júní 1955, kona hans Þórunn Björg Einarsdóttir f. 7. maí 1956, og Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson, f. 30. mars 1958. Ragnheiður ólst upp í Ólafs- vík fram að því er hún missti foreldra sína á unglingsárun- um. Þegar hún var á sextánda ári fluttist hún alfarin frá Ólafvík til Reykjavíkur. Á ævi sinni vann Ragnheiður marg- vísleg verkakvennastörf eins og við ræstingar hjá all- mörgum aðilum og einnig við þjónustustörf í veislum. Ragn- heiður var ein af upphaflegum íbúum í Sólheimum 23 sem var á þeim tíma með hæstu bygg- ingum á Íslandi. Þar hélt hún heimili allt til dánardags. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Langholtskirku í dag, 15. nóvember 2012 og hefst at- höfnin kl. 15. dóttir, f. 9. ágúst 1920, d. 22. mars 1941, Sigurberg Eggert Guð- jónsson, f. 28. júní 1925, d. 19. maí 1987, synir hans Lárus Berg Sig- urbergsson, f. 9. mars 1945 og Helgi Páll Sig- urbergsson f. 13. september 1947, Pétur Reynar Guðjónsson, f. 29. október 1932, d. 17. apríl 1932, Ríkharður Guðjónsson, f. 2. apríl 1934, d. 5. nóvember 1993, kona hans Vilborg Inga Kristjánsdóttir, f. 13. maí Hún var amma mín. Þegar ég hafði vit til komst ég að því að hún var ekki amma mín heldur frænka mín. En það skipti bara engu máli. Hún var samt amma mín og ég var svo lánsöm í lífinu að eiga þrjár ömmur. Amma Ranka var fædd í Ólafsvík. Hún fæddist á tímum þegar lífsbar- áttan gat verið hörð og óvægin. Sem lítil stelpa missti hún báða foreldra sína og tvö systkini. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Ásbjörnshúsi og eftir að gömlu hjónin fluttu suður bjó hún hjá þeim. Hjá þeim var pabbi minn líka alinn upp og er saga þeirra tveggja samtvinnuð. Hún var ekki bara uppeldissyst- ir pabba míns heldur líka fóstra hans. Þegar afa þeirra og ömmu naut ekki lengur við átti pabbi minn húsaskjól hjá henni, síðast á tólftu hæðinni í Sólheimum 23 þar sem ævintýri gátu gerst. Hún var dugnaðarforkur, verka- kona sem skúraði gólf á skrif- stofum og bar fram veitingar í fínustu veislum borgarinnar oft- ar en ekki klædd upphlutnum sínum fína. Amma með hvíta hárið sitt og mjúka faðminn. Amma Ranka hefði orðið 89 ára nú í lok mánaðarins. Hún var af þeirri kynslóð sem nú er ört að hverfa. Kynslóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu. Í þá daga var ekki gefið að matur væri á diskum eða að börn kæmust til manns. Að heyra sögur úr Ásbjörnshúsi og Ólafs- vík var spennandi. Sögur um gleði, sorgir og samheldni. Seinna gerðust sögurnar á Skólavörðustígnum og sögðu frá hjartahlýju fólki með útbreiddan faðm handa hverjum þeim sem á þurfti að halda. Lítilli stúlku fannst þetta fallegar sögur. Minningarnar eru óteljandi. Minningar um væntumþykju og góða nærveru, öryggi og hlýju, góðvild og gleði og virðingu fyr- ir hinu liðna. Gömul albúm til að grúska í, fínir skór til að máta, stórar svalir og heimurinn agn- arlítill langt fyrir neðan. Minn- ingar um spennandi jólapakka, litlu vatnsglösin í eldhússkápn- um og bláu flísarnar á baðinu. Allt var svo hreint og fínt og lyktaði svo vel. Ótal ferðir í lyft- unni upp og niður og einstaka sinnum skoppað niður stigana. Minningar um frásagnir af henni og pabba nýfluttum inn á tólftu hæð og engin lyfta komin í húsið. Spennandi sögur af því þegar örninn tók ömmuna Ragnheiði Eyjólfsdóttur og reyndi að koma henni í hreiðrið sitt en tókst ekki og lítil stúlka fékk gæsahúð af spennu og ánægju yfir að heita sama nafni og þessi heppna langamma. Minningar um bíltúra þar sem amma er farþegi og minningar um hana í afmælisveislum barnanna minna. Minningar um óteljandi sundferðir og röndótta pottinn. Minningar um ömmu Rönku og ömmu Boggu. Vinkon- ur í gegnum súrt og sætt ára- tugum saman. Minningar um jólaboð, afmælisveislur og stúd- entsveislu í Sólheimum. Minn- ingar um brúðkaupið mitt á af- mælisdeginum hennar fyrir bráðum tuttugu árum. Minning- ar um góðar stundir. Ég kveð með sorg í hjarta en jafnframt með gleði og stolti yfir að hafa þekkt hana og átt. Megi amma Ranka hvíla í friði. Ragnheiður María Adólfsdóttir. Ragnheiður Guðjónsdóttir eða Ranka frænka eins og hún var kölluð á heimili okkar skipaði þar stóran sess en þangað kom hún nær daglega í rúma fjóra áratugi. Það voru forréttindi að hafa hana í kringum sig því hún var ekki aðeins litrík persóna heldur hjartahlý og ávallt hvetj- andi. Hún lét sér annt um það sem við börnin tókum okkur fyr- ir hendur hvort sem var í leik eða starfi. Á hverjum virkum morgni fór hún í sund með móður okkar Rósu en á milli þeirra ríkti mikil vinátta. Að loknu sundi var farið í kaffi og þá fyllti hláturinn eld- húsið á Laugarásveginum. Ómissandi þáttur í jólaundir- búningnum var þegar þær frænkur gerðu jóladeserinn saman á Þorláksmessu en Ranka borðaði yfirleitt með fjöl- skyldunni á gamlaárskvöld. Ranka hafði mikinn húmor og dillandi hlátur hennar var smit- andi. Hún kunnu ógrynni af sög- um, meðal annars úr fæðing- arstað sínum Ólafsvík og af mannlífinu þar; litríkum per- sónum sem settu svip á bæinn. Hún bar hlýjar tilfinningar til æskustöðvanna. Í stofunni hjá henni var málverk af heima- byggðinni. Eitt sem einkenndi Rönku voru skemmtilegar lýsingar og orðatiltæki sem duttu upp úr henni á borð við: „Jesús Pétur, í hæstu hæðum“, „Hún var eins og rolla í garði“. Ranka hafði ímugust á slúðri og sagði gjarn- an: „Það er betra að borða yfir sig en að tala yfir sig“. Rönku varð aldrei svaravant. Eins hafði hún þá sérgáfu að geta hnýtt saman blótsyrðum án þess að þau yrðu á nokkurn hátt meið- andi. Ranka fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana, hafði skoðanir á hlutum og fór ekki í grafgötur með þær. Snyrtimennska var henni í blóð borin. Hún var fallega klædd með vel lagt hárið og ók um á gljáfægðum fólksvagen. Ranka frænka var boðin og búin að hjálpa og leggja öðrum lið. Ósérhlífin var hún svo eftir var tekið en vildi aldrei láta aðra hafa fyrir sér. Líf hennar var oft á tíðum erfitt. Ung að árum missti hún báða foreldra og systur. Hún mætti einstökum mótbyr en með dugnaði og elju tókst hún á við þau verkefni sem að höndum bar. Hún var trúuð kona og talaði gjarnan um lífið handan við þessa tilveru. Við munum sakna þessarar yndislegu frænku. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Guðmundur, Oddný, Gunn- ar Steinn og Einar Örn. Föðursystir mín Ragnheiður Guðjónsdóttir andaðist að morgni 4. nóvember sl. Hún hefði orðið 89 ára núna í nóv- ember. Ranka eins og hún var ávallt kölluð hafði verið fastur hluti af lífi mínu frá því ég fæddist. Því er tilfinningin að hún sé ekki lengur hjá okkur sár og óskiljanleg. Síðustu árin höfðu verið Rönku erfið. Heilsuleysi hafði hrjáð hana síðustu árin. Undir það síðasta naut hún aðhlynn- ingar á Hjúkrunarheimilinu Eir og eru því góða fólki sem þar starfar færðar kærleiksríkar þakkir. Ranka frænka var ung er hún missti móður sína Theódóru Guðmundsdóttur úr veikindum og var það henni mikið áfall. Nokkrum árum seinna drukkn- aði faðir hennar Guðjón Ás- björnsson í sjóslysi. Voru því Ranka, Vilborg, Sigurberg og Ríkharður, faðir minn, móður- og föðurlaus. Vilborg lést stuttu seinna. Eftir þetta flutti Ranka til föðurforeldra sinna en Sig- urberg fór til sjós og Ríkharður var settur í fóstur til hjónanna Steingríms Árnasonar og Grétu Maríu Þorsteinsdóttur. Sjálfstæði var ætíð Rönku mikilvægt, lagði hún mikið á sig til að eignast íbúð í Sólheimum 23 og þar bjó hún sér gott og fallegt heimili. Íbúðin var á tólftu hæð og talað um að fara inn á tólftu ef ferðinni var heitið í heimsókn til Rönku. Í gegnum árin hafði hún þann góða sið að bjóða fólkinu sínu til sín á jóla- dag. Þessir jóladagar eru okkur sem teljumst eldri í dag í minn- ingunni fallegir dagar um gest- risni og hlýju. Ekkert var til sparað svo öllum liði vel. Hún lagði alla tíð mikla rækt við fólk- ið sitt og vildi því á allan hátt vel. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum í fjölskyldunni þá var hún fyrst til að koma í heim- sókn og aðstoða. Ég minnist þess þegar ég var í sumarvinnu nálægt heimili hennar, þá hafði hún samband og bauð mér að borða hjá sér í hádeginu. Voru þetta góðar stundir sem við áttum saman. Mikið var rætt um fjölskylduna, hvort allir væru frískir og svo landsmálin. Vorum við aldrei sammála í landsmálunum enda var hún alþýðuflokksmanneskja og mátti ekki heyra neitt óvið- urkvæmilegt um þann flokk. Ranka var verkakona hún vann fyrir sér með ræstingum og við þjónustu í veislum. Hún vann lengi á Hótel Sögu og í Þjóðleikshúskjallaranum. Ásamt því að vera kölluð oft til þegar þjóðhöfðingjar komu til landsins að þjóna í þeim samsætum og oftast treyst fyrir að þjóna við- komandi þjóðhöfðingja til borðs. Vakti það ávallt hrifningu mína. Ranka var trúuð kona. Barnatrúin sem ég fékk í æsku var styrkt af henni. Trú hennar var einlæg og fullvissa um að eftir stríðið hérna megin tæki faðmur Guðs við. Eftir rúmlega hálfrar aldar samfylgd þá kveð ég fænku mína með söknuði og þakka all- ar góðu minningarnar sem ég geymi hjá mér og bið góðan Guð að taka á móti henni. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn frændi, Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson. Ragnheiður Ás- björg Guðjónsdóttir ✝ Harpa Sif Sig-urjónsdóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 4. apríl 1983. Hún lést á heimili sínu að Björtusölum 23 í Kópavogi 20. október 2012. Foreldrar henn- ar eru Steinunn Bjarney Hilm- arsdóttir, f. 3.1. 1959 og Sigurjón Hörður Geirsson, f. 9.3. 1954. Stjúpfað- ir Hörpu er Sigurður Guð- mundsson, f. 13.3. 1948. Syst- kini Hörpu eru Birgir Rafn Kristinsson, f. 9.3. 1975, Bryn- dís Rut Jónsdóttir, f. 26.10. 1976, maki Bryndísar er Jón Brynjar Birgisson, f. 26.3. 1974. Börn Bryndísar og Jóns eru Árni Jökull og Heiðrún Lóa, Þórey Sigurjónsdóttir, f. 16.12. 1987, maki Þóreyjar er Sigurður Guð- brandsson, f. 21.5. 1983, sonur Þór- eyjar er Ívar Örn Þrastarson og dóttir Þóreyjar og Sigurðar, Heiðdís Erla. Harpa vann lengst af við versl- unar- og þjón- ustustörf. Hún út- skrifaðist sem matartæknir frá Mennta- skólanum í Kópavogi og vann lengst af í mötuneyti hjá Reykjavíkurborg og síðustu fjögur til fimm árin í mötu- neyti ISAL. Harpa Sif var ógift og barnlaus en fyrrverandi sambýlismaður hennar til fimm ára var Hlynur Örn Sigurð- arson. Útför Hörpu fór fram í kyrr- þey í Reynivallakirkju í Kjós 3. nóvember 2012. Lífið er eilífðar skólaganga. Stundum gengur okkur vel og við upplifum dásamlegar ham- ingjustundir en stundum er námið erfitt og við ráðum illa við námsefnið og finnst jafnvel lífið miskunnarlaust og erfitt. Þessa dagana er námið sérstaklega erf- itt. Fallin er frá dásamleg ung kona sem í senn var dóttir, vinur og sálufélagi. Harpa Sif var glæsilegur fulltrúi sinnar kyn- slóðar með öllum sínum góðu kostum. Óvanalegt er að finna svo marga góða kosti saman komna í einni og sömu mann- eskjunni. Sannarlega bar hún af okkur öllum, um það er fjöl- skyldan sammála. Við dáðumst að því hversu vel Harpa hélt ut- an um öll sín mál og umhverfi. Bíllinn hennar var sá hreinasti, heimili hennar alltaf snyrtileg- ast, allir reikningar greiddir á og fyrir gjalddaga, nýtin fram í fingurgóma og ekkert keypt nema það gamla væri orðið úr sér gengið. Engin flík í fata- skápnum sem ekki var notuð og á heimilinu var enginn hlutur sem ekki átti þar heima. Þá eru ótaldir aðrir ómetanlegir eigin- leikar Hörpu sem voru einlægni, trúmennska, heiðarleiki og um- hyggjusemi fyrir fjölskyldu og vinum, hún mátti ekkert aumt sjá. Harpa hafði á yngri skóla- árum sínum orðið fyrir því að óvandaðri einstaklingum tókst að telja þessari fallegu, við- kvæmu og góðu stúlku trú um að hún væri ekki nógu frambærileg, af þeim sökum sá hún oft á tíð- um ekki hversu vel hún var af Guði gerð. Aldrei heyrðum við í fjölskyldunni Hörpu segja meið- andi orð við nokkurn mann. Þeg- ar lífið var Hörpu erfitt átti hún það til að draga sig í hlé og reyndi af öllum mætti að láta vanlíðan sína ekki íþyngja öðr- um. Harpa var skemmtilegur fé- lagi og hafði einstaklega góðan húmor til að bera. Áhugamál hennar voru sum ólík annarra í fjölskyldunni, draumurinn var fallhlífarstökk, sjósport og allt sem gat komið henni hátt upp í loft og helst á miklum hraða. Harpa var útskrifuð sem mat- artæknir frá MK og var hún góður kokkur, bakkelsið hennar og matur var afskaplega vinsælt hjá fjölskyldunni. Elsku Harpa mín, allt þetta sem hér er ritað höfum við svo oft sagt þér en góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Við erum enn að reyna að átta okkur á því að þú ert horfin lifandi úr lífi okkar og við sem elskuðum þig svo óendanlega mikið stöndum berskjölduð eftir. Allt minnir á þig, allt sem áætlað var að gera í framtíðinni var með nærveru þína í huga og nú er allt breytt og erfitt að sjá tilganginn með framtíðarplönum. Minningarnar um dásamlega dóttur og félaga munu þó ætíð lifa og er ég óend- anlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. (Jóna Rúna Kvaran) Hvíl í friði, hjartkæra dóttir, ég vil trúa því að þú sért komin í draumafríið með fallhlífarstökki og ferðalögum á dagskrá. Þín mamma, Steinunn. Harpa Sif Sigurjónsdóttir ✝ KARL MARÍUS JENSEN, Carlo, áður til heimilis í íbúðum aldraðra, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 9. nóvember. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Vinir og vandamenn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EYJÓLFSSON verkfræðingur, Lundi 88, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. nóvember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Margrét Petersen, Eyjólfur Sigurðsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Inga Lára Sigurðardóttir, Arnfinnur Jónasson, Ævar Páll Sigurðsson, Jenny Hansen og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, ÁRMANN J. LÁRUSSON, andaðist að morgni 14. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björg R. Árnadóttir. ✝ Ástkær bróðir minn, SIGURGEIR RAGNARSSON, Grund, Hornafirði, lést miðvikudaginn 7. nóvember. Útför fer fram frá Bjarnaneskirkju í Nesjum laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.