Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 42

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kuðungasafnið er nýjasta ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar, sú tólfta, en einnig hefur hann sent frá sér sex prósaverk og tíu þýddar bækur, með- al annars ljóð eftir japönsk hæku- skáld og smásögur bandarískra meistara 20. aldar. Kuðungasafnið er safn prósaljóða sem hefjast öll á sama hátt, „Í þorpinu …,“ og síðan eru þorpin nefnd: Mörk, Síki, Grýta, Hraun, og greint frá atburðum, stemningum, ástandi, eða hverju öðru sem skáldið vill segja okkur les- endum frá. „Sjálft Kuðungasafnið er í þorpinu Tjörn. Þar hafa íbúarnir fengið nóg af raunveruleikanum, rausi, kvabbi og áreiti hversdagsins, og reist sér kuð- ungasafn. Og þar hafast þeir við alla daga „meðan raunveruleikinn hangir, grár og myglulegur eins og gömul netadræsa fyrir utan glerhjúp safns- ins“ eins og segir í ljóðinu,“ segir Óskar Árni þegar hann er spurður út í þetta nýja verk. En þótt ekkert í ljóðinu sé fjær raunveruleikanum en safnið, þá er þetta raunveruleg bók sem við erum að lesa. „Já, hún er hér,“ segir hann. „Ein- hvern tímann í fyrrasumar datt eitt þorpið niður í kollinn á mér og síðan spruttu þau fram eitt af öðru á frekar skömmum tíma. Að lokum urðu þau 54, enda er undirtitillinn „54 ljóð um undarleg pláss“. Húmorinn mikilvægur Þetta eru ímynduð þorp þar sem hvert og eitt hefur sín sérkenni. Í einu þorpinu syngur fólk í svefni, í öðru dreymir íbúana alltaf sama drauminn, og í enn öðru er þögnin í svefnherbergjunum svo þrúgandi að brunalúðurinn á elliheimilinu fer af stað í hvert sinn sem einhver and- varpar eða leysir vind undir sæng- inni.“ Óskar Árni hugsar sig um og bætir svo við: „Það er töluverður húmor í textanum en vonandi er þetta ekki hreinn galskapur.“ Húmorinn er vissulega sínálægur og mikilvægur þáttur í Kuðunga- safninu, þótt oft sé stutt í tregann, en svo er þetta líka einskonar fanta- síuheimur sem Óskar hefur skapað. „Ljóðin í bókinni eru í anda furðu- sagna og ævintýra en það bókmennt- form hef ég oft unnið með áður,“ seg- ir hann. Og þá hafa undur hversdagsleik- ans líka verið sem rauður þráður gegnum verk hans. „Já, ég hef sótt í að lyfta hvers- dagsleikanum svolítið upp og finna ljóðið í hinum virku dögum. Annars benti einhver mér á að það væri nærri lagi að það væru 54 þorp á Íslandi, en ég hafði ekkert hugsað út í það. Þetta er hinsvegar ekki lýsing á raunverulegum þorpum kringum landið, þessi eru uppdiktuð þó það sé einhver íslensk tenging. Raunveruleikinn getur verið svo fáránlegur og ótrúlegur að það er sama hvaða vitleysu maður skrifar, það er eiginlega alltaf einhver fótur fyrir henni.“ Mikilvægi listarinnar Óskar Árni hefur oft skipst á að fást við frumsamin ljóð og texta og svo þýðingar, hvað fæst hann við nú? „Eftir að ég kláraði Kuðungasafnið fór ég að þýða smásagnasafn Ray- monds Carvers, Það sem við tölum um þegar við tölum um ást. Ég hef áður þýtt smásagnasafnið Sendiferð- ina eftir Carver, en hann er heillandi höfundur og var einn af meisturum smásögunnar í Bandaríkjunum á síð- ustu öld. Hann hefur haft mikil áhrif, meðal annars hefur rithöfundurinn Murakami þýtt hann yfir á japönsku. Carver sótti sín yrkisefni í hráan amerískan hversdagsleika, líf lág- stéttarinnar í Bandaríkjunum. Það má kannski segja að ég þýði á daginn og yrki á kvöldin, ekki síst eft- ir að ég er sofnaður. Ég geri lítið af því að grilla,“ segir Óskar Árni og kímir. Talið berst að lokum að um- ræðum í þjóðfélaginu og Óskar Árni leynir því ekki að honum þykir sitt- hvað misgáfulega sagt. „Það er til dæmis stundum verið að kvarta yfir því að það kosti mikla pen- inga að halda uppi menningar- starfsemi, en ég held að listin sé jafn mikilvæg manninum og matur og kynlíf. Það væri ansi aumt líf og lit- laust að hafa ekki skáldskap, tónlist og myndlist, leikhús og allt það sem listin gefur okkur,“ segir hann, stend- ur upp og opnar þakgluggann á vinnustofu sinni, horfir út og spyr: „Er nokkuð þarna úti?“ Morgunblaðið/Einar Falur Að finna ljóðið í hinum virku dögum  Í Kuðungasafni Óskars Árna Óskarssonar segir af 54 þorpum með ólík sérkenni  „Ljóðin í bók- inni eru í anda furðusagna og ævintýra“  „Væri ansi aumt líf og litlaust að hafa ekki skáldskap“ Óskar Árni „Raunveru- leikinn getur verið svo fáránlegur og ótrúlegur að það er sama hvaða vitleysu maður skrifar, það er eiginlega alltaf einhver fótur fyrir henni,“ segir skáldið. Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á morgun, á fæðingardegi Jónasar Hallgríms- sonar, með ýmsum uppákomum. Hér verða nokkrar nefndar. Í Ársafni, bókasafninu í Árbæ, verður boðið upp á maraþonlestur milli kl. 11 og 16 og munu starfs- menn klæðast þjóðbúningum og bjóða gestum ástarpunga. Öllum er frjálst að taka þátt í maraþoninu. Félag stúdenta í íslenskum fræð- um, Mímir, býður upp á hátíðar- dagskrá með málþingi í Árnagarði, stofu 301 og hefst það kl. 17. Flutt verða ýmis erindi og m.a. fjallað um málvernd innan fjölmiðla, ný- yrðasmíði, tökusagnir, íslenska tungu á stafrænni öld og mál- notkun í dægurlagatextum. Einar Kárason og Dagur Hjartarson lesa upp úr verkum sínum og söngva- skáldið Svavar Knútur leikur fyrir gesti. Í Þjóðmenningarhúsinu verð- ur haldin Jónasarvaka sem hefst kl. 17.15 en á henni er Jónasar Hallgrímssonar minnst með ýmsum hætti. Dr. Guðrún Kvaran, stofu- stjóri orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindið Málblíðar mæður, hnjúkafjöllin himinblá og tunglmyrkvar Júpíters og Björg Þórhallsdóttir sópran syngur lög við ljóð Jónasar og Hilmar Örn Agnarsson leikur á píanó. Í Háskól- anum á Akureyri verður haldið málþingið Yndislestur - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri og í Víkurskóla í Vík í Mýrdal mun Þórarinn Eldjárn lesa upp úr verkum sínum á kaffi- húsakvöldi kl. 19.30. Upplýsingar um viðburði má finna á vef mennta- og menningar- málaráðuneytisins og á Facebook með því að slá inn í leitarglugga „dagur íslenskrar tungu“. Morgunblaðið/Ómar Verðlaun Rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á degi íslenskrar tungu í fyrra og hljómsveitin Stuðmenn sérstaka viðurkenningu. Degi íslenskrar tungu fagnað á morgun Diesel.is | Klettháls 15 | 110 Reykjavík | Sími 578 5252 | diesel@diesel.is www.fiat500.is SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR G R A F IK E R .IS 2.670 ÞÚS. KR.* NÝR FIAT 500 LOUNGE 2013 VERÐ KR. Eyðir aðeins 4.8L á hundraði í blönduðum akstri. *Miðað við gengi á euro 159 KYNNA&

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.