Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 4
Glæpir og refsing » Í Svíþjóð er unnið að því að uppfæra lögsöguheimild- irnar en það var gert í Noregi fyrir nokkrum árum. » Hópmorð, eða þjóðar- morð, eru hvergi skilgreind í ís- lenskum hegningarlögum né hafa Íslendingar lögsögu til að saksækja fyrir brot á Genfar- samningunum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í febrúar næstkomandi mun nefnd, skipuð af dóms- og kirkjumálaráð- herra árið 2008, skila af sér laga- frumvarpi um innleiðingu al- þjóðasáttmála sem taka á stríðsglæpum í íslenskan rétt. Þeir samningar sem um ræðir eru sátt- máli um ráðstafanir gegn og refs- ingar fyrir hópmorð frá 1948, Genf- arsamningarnir frá 1949 og viðaukar við þá, og Rómarsamþykktin um Al- þjóðlega sakamáladómstólinn. Nefndin var sett á laggirnar í kjölfar þess að Þórdís Ingadótt- ir, dósent við HR og formaður nefndarinnar, rit- aði og birti fræði- grein þar sem hún vakti athygli á því að samning- arnir hefðu aldrei verið innleiddir í landslög svo viðunandi væri. Þórdís segir að t.d. sé hvergi að finna ákvæði í hegningarlögum um þjóðarmorð né lögsögu til að sak- sækja menn á grundvelli Genf- arsamninganna en samkvæmt þeim beri Íslandi þó að saksækja stríðs- glæpamenn, finnist þeir hér á landi. „Það er að gerast á allra síðustu árum, með frjálsri för fólks, að landsréttir allra landa eru í þessari aðstöðu. Þótt það sé ekki stríð í við- komandi landi þá finnast þar menn sem hafa gerst brotlegir við þessa sáttmála og samkvæmt þessum sátt- málum þá ber löndunum skylda til að saksækja ef þau framselja þá ekki,“ segir Þórdís. Hún bendir á að stríðsglæpa- dómstóll SÞ um Rúanda hafi komist að þeirri niðurstöðu, þegar Noregur ætlaði að rétta yfir einstaklingi vegna þjóðarmorðanna, að ekki væri tækt að beita almennum ákvæðum um þessa sértæku glæpi, þar sem morð, í þessu tilviki, væri ekki það sama og þjóðarmorð. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera er að breyta lögsöguregl- unum þannig að við fáum lögsögu vegna glæpa sem framdir eru er- lendis, af erlendum aðilum gegn er- lendum borgurum,“ segir Þórdís. „En svo þarf líka að taka inn efnis- ákvæðin í hegningarlögin og skil- greina t.d. þjóðarmorð og gera það refsivert.“ Getum ekki ákært fyrir þjóðarmorð  Alþjóðasamningar sem taka á stríðsglæpum aldrei innleiddir með réttmætum hætti  Höfum ekki lögsögu til að saksækja á grundvelli Genfarsamninganna  Nefnd skilar frumvarpi í febrúar Þórdís Ingadóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu (SHS) telur að ekki verði annað séð eftir fund með velferðar- ráðherra á fimmtudag en að allt stefni í að sjúkraflutningar verði færðir frá slökkviliðinu. Þetta kemur fram í fundargerð SHS en þar segir jafnframt að stjórnin telji að velferð- arráðuneytið taki ekki mark á nið- urstöðu skýrslu KPMG þrátt fyrir undirskrifaða viljayfirlýsingu þar um. Samningar ríkisins við SHS um sjúkraflutninga runnu út um síðustu áramót en deilt hefur verið um fram- lög ríkisins síðan og samningar ekki náðst. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir að skýrsla KPMG sýni að samrekstur slökkviliðs og sjúkraflutninga sé hagkvæmur. Að honum vitandi hafa áhrif aðskilnaðar verkþáttanna á öryggisþætti ekki verið skoðuð. „En eflaust hefur vel- ferðarráðuneytið rýnt í það,“ segir Jón Viðar. Hann treystir sér ekki til að meta áhrif aðskilnaðar verk- þáttanna á hina ýmsu öryggis- þætti að svo komnu máli. „Við vitum ekki alveg hvaða hugmyndir ráðuneytið er með, við erum að bíða eftir skýrari línum frá ráðherra,“ segir Jón Viðar. Hagur af samrekstri Hann segir ljóst að með núverandi skipulagi sé ákveðinn samrekstur sem styrki báða verkþætti. Því fleiri sem menn eru á vakt hverju sinni því betur sé hægt að sinna beiðnum. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson við vinnslu fréttarinnar. Segja viljayfir- lýsingu hundsaða  Sjúkraflutningar á leið frá slökkviliðinu Jón Viðar Matthíasson Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent í gær á degi íslenskrar tungu. 63 grunnskólanemar voru verð- launaðir í Hörpu þar sem mikið var um dýrðir. Mörg hver mættu í sínu fínasta pússi, tóku við verðlaunagrip- um og hlýddu á Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og verndara verðlaunanna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslensk æska í sínu fínasta pússi Grunnskólabörn í Hörpu á degi íslenskrar tungu Halldór Laxness var sex ára þegar meðfylgjandi heilræðavísur birtust fyrst í blaðinu Frækornum og ljóst að þær eru ekki eftir hann eins og sagt var í umfjöllun í Morg- unblaðinu 21. september 2008. Þetta kemur fram í samantekt Jónasar Ragnarssonar í Stuðla- bergi, nýju tímariti sem helgað er hagyrðingum og hinu hefðbundna ljóðformi, en fyrsta tölublaðið kom út í gær. Jónas rifjar upp frásögn Morgun- blaðsins fyrir um fjórum árum en þar var haft eftir Halldóri Guð- mundssyni, sem hafði skrifað ævi- sögu nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness, að honum fyndist flest benda til þess að „hér sé kominn elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness, nema einhver kannist við þær sem eldra höfundarverk eða þjóðvísur“. Jónas segir að blaðið hafi borið vísurnar undir marga sérfræðinga í kveðskap og þjóð- háttum og allt hafi bent til þess að Halldór væri höfundur þeirra. Dag- inn eftir hafi Morgunblaðið reynd- ar sagt frá því að í vísnasafni Hér- aðsskjalasafns Skagfirðinga hafi seinni vísan, að vísu breytt, verið eignuð Þorleifi Jónssyni frá Vatns- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Þrír koma helst til greina Í grein Jónasar kemur fram að stökurnar hafi birst orðréttar í jóla- blaði Frækorna 1908 og undir þeim hafi aðeins staðið „J“. Ekki sé hægt að fullyrða hver sé höfundurinn en þrír komi helst til greina. Jón Jóns- son, prentari frá Hvoli í Ölfusi, hafi unnið í prentsmiðju Davíðs Östl- unds, útgefanda Frækorna, og í fyrrnefndu tölublaði sé þýddur sálmur eftir J.J. og einnig tvö söng- lög eftir Jónas Jónasson þing- húsvörð, sem orti m.a. „Fljúga hvítu fiðrildin“ og þýddi leikritin Ævintýri á fjalli og Jeppi á Fjalli. Hendingin „guðs og manna hylli“ komi m.a. fyrir í ljóðabók eftir Jens Sæmundsson, trésmið og alþýðu- skáld, en tvö kvæði eftir hann hafi birst undir fullu nafni í Frækornum 1905. Höfundur vísnanna sé ókunn- ur en ljóst sé „að hvorug þeirra er eftir nóbelsskáldið“. Áætlað er að gefa Stuðlaberg út tvisvar á ári, en útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. steinthor@mbl.is Heilræðavísurnar eru ekki eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness Jón Jónsson  Halldór var sex ára þegar þær birtust í Frækornum Stökur Úr jólablaði Frækorna 1908.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.