Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Atli Gíslason spurði Ögmund Jón-asson innanríkisráðherra að því hvaða áhrif hugsanleg innganga í Evrópusambandið hefði á dóms- og löggjafarvald hér á landi.    Í svari sínu til þing-mannsins sagði innanríkisráðherra: „Samstarf innan Evr- ópusamstarfsins gengur lengra en hefðbundið ríkja- samstarf. Þannig eru ýmsum stofnunum Evrópusambandsins, svo sem Evrópuþing- inu og dómstól Evr- ópusambandsins, veittar heimildir til að taka ákvarðanir á sviði löggjafarvalds og dómsvalds sem eru bindandi fyrir aðildarríkin sem og einstaklinga og lögaðila í ríkjum sambandsins. Slíkt framsal ríkisvalds krefst skoðunar á ákvæðum stjórnarskrárinnar er varða framsal ríkisvalds.“    Þetta er afar skýrt og afgerandien hefur furðu litla umræðu fengið hér á landi, þar með talið þetta sem snýr að stjórnarskránni. Hér halda stuðningsmenn aðildar Ís- lands að ESB því jafnvel fram að að- ild muni „styrkja fullveldi Íslands“.    Og þegar á það er bent að ESB sésennilega að færast enn lengra í átt frá hefðbundnu ríkjasamstarfi og að sambandsríki, þá svara stuðn- ingsmenn aðildar líka út í hött. Þeir áköfustu halda því jafnvel fram að þróunin sé einmitt í hina áttina.    Aðrir fullyrða að yfirvofandi fjár-mála- og bankasamruni á evru- svæðinu sé allur af hinu góða fyrir fullveldi Íslands gerist það aðili. Fullveldi landsins mun samkvæmt því styrkjast í hvert sinn sem ákvörðunarvald er flutt héðan til Brussel. Atli Gíslason Dóms- og löggjaf- arvald til Brussel? STAKSTEINAR Ögmundur Jónasson Veður víða um heim 16.11., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. -3 alskýjað Vestmannaeyjar -2 alskýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 6 skýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 5 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 7 þoka París 3 alskýjað Amsterdam 5 alskýjað Hamborg -1 skýjað Berlín 1 alskýjað Vín 8 léttskýjað Moskva 2 skýjað Algarve 18 skúrir Madríd 16 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -3 skýjað Montreal 2 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 5 heiðskírt Orlando 19 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:05 16:22 ÍSAFJÖRÐUR 10:31 16:06 SIGLUFJÖRÐUR 10:14 15:48 DJÚPIVOGUR 9:40 15:46 Guðrún Anna Kristins- dóttir píanóleikari lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 10. nóv- ember, tæplega 82 ára gömul. Hún fæddist á Akureyri 23. nóvember 1930, dóttir Kristins Þorsteinssonar, deild- arstjóra hjá KEA, og Lovísu Pálsdóttur hús- freyju. Guðrún hóf píanó- nám hjá móður sinni í barnæsku en reglulegt nám hóf hún tíu ára hjá Jórunni Norðmann á Akureyri. Hún fór í Tónlistarskól- ann í Reykjavík og var nemandi Árna Kristjánssonar í tvo vetur. Eft- ir það fór hún í Det kgl. Musikkons- ervatorium í Kaupmannahöfn og brautskráðist með diplómagráðu. Jafnframt fór hún í einkatíma til Haraldar Sigurðssonar prófessors. Guðrún var árin 1955-1957 í Vínar- borg í einkatímum hjá prófessor Bruno Seidlhofer. Á Íslandi lék hún tvisvar einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Guðrún hélt tón- leika víða um land og einnig víða í Danmörku. Veturinn 1962 var hún í London í undirleikaranámi. Guðrún kenndi við Tónlistarskólana í Reykjavík og Kópa- vogi og Söngskólann í Reykjavík. Hún var pí- anóleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands um árabil og eins hjá Ríkisútvarpinu þar sem hún spilaði með öðrum og lék undir hjá einsöngvurum. Guðrún starfaði sem undirleikari með mörgum einsöngvurum, hljóðfæra- leikurum, kammersveitum og kór- um, bæði blönduðum og karlakórum, lengst af með Karlakór Reykjavík- ur. Hún var undirleikari Sigurðar Björnssonar óperusöngvara til fjölda ára og einnig Guðrúnar Á. Símonar óperusöngkonu. Guðrún flutti til Akureyrar árið 1987 og réðst þá til söngdeildar Tón- listarskólans á Akureyri. Einnig var hún undirleikari karlakóra þar. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju 20. nóvember. Andlát Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari Skúli Hansen skulih@mbl.is „Steingrímur kom með yfirlýs- ingar í febrúar 2010 um að hann ætl- aði að lækka launin [hjá skilanefnd- unum]. Það var síðan upplýst á fundi, fyrir nokkru, að ríkisstjórnin hefði ekkert gert í þessu, það hefðu ekki komið nein tilmæli eða beiðni til FME frá Seðlabankanum, en bæði ríkissjóður og Seðlabankinn eru kröfuhafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann gagnrýnir að ekkert hafi verið gert varðandi ofurlaun skilanefndarmanna. Fengu aukafjárveitingu Guðlaugur bendir einnig á að Fjár- málaeftirlitið hafi fengið sérstaklega lagaheimild og um 600 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að fram- kvæma eftirlit með slitastjórnum bankanna. Þá nefnir hann að gömlu bankarnir hafi haft starfsleyfi sem bankar allt fram til loka árs 2011. „FME á að hafa eftirlit með til dæmis bankaráðs- mönnum og fylgj- ast með við- skiptum þeirra við aðra, eins og t.d. hvort þeir séu að versla við eigin félög og svo fram- vegis,“ segir Guð- laugur Þór og bætir við að slita- stjórnarfólk hafi sömu stöðu og bankaráðsmenn. „Burtséð frá öllu þá átti FME að fylgjast með viðskiptum þeirra við sínar eigin lögfræðistofur en þeir hafa ekki gert það. Steingrímur sló sig til riddara og sagði að það þyrfti að lækka þessi laun og að hann ætlaði að sjá til þess, hann gerði ekkert í því. Í þriðja lagi er það þannig að það er ekki ennþá búið að upplýsa um laun slitastjórna Landsbankans og Kaup- þings, heldur einungis hjá Glitni,“ segir Guðlaugur Þór og bendir á að í ráðherratíð Steingríms hafi tímakaup slitastjórnanna hækkað úr 16 þúsund krónum í 35 þúsund krónur. Gagnrýnir aðgerðaleysi  Guðlaugur Þór segir ríkisstjórnina ekkert hafa gert varðandi ofurlaun Guðlaugur Þór Þórðarson Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.