Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 11
Ýr Jóelsdóttir sem segist í léttum
dúr vera hægri hönd og vinstri fót-
ur leikstjórans Erlu Ruthar Harð-
ardóttur, stofnanda Sönglistar, sem
skrifar leikritið í ár.
Koma með merkta pakka
Sýningin er rétt undir klukku-
stund í flutningi og eftir hana er
áhorfendum boðið upp á pip-
arkökur og djús. Þá er jólagjafa-
söfnun Borgarbarna fyrir Mæðra-
styrksnefnd árleg hefð en
áhorfendur geta komið með pakka,
merktan aldri og kyni, á sýningar
og leikarar sjá um að skila til
Mæðrastyrksnefndar fyrir jól.
„Eftir síðustu sýninguna för-
um við með gjafirnar til Mæðra-
styrksnefndar og þetta hefur geng-
ið mjög vel. Það hafa margir komið
með gjafir,“ segir Karen Ýr. Hún
segir jólasýningu síðastliðinna ára
hafa verið vinsæla hjá skólum en
margir nemendur safna svoköll-
uðum gullmolum og er umbunað
fyrir ákveðinn fjölda. Sýningin hef-
ur þá verið umbunin þann mán-
uðinn.
Leiklistin ofarlega á blaði
Æfingar hófust í september og
eru nú á fullu fyrir frumsýninguna
hinn fyrsta desember næstkom-
andi. Karen Ýr segir að krakkarnir
séu alltaf jafn góðir og skemmtilegt
sé að koma að sýningunni. Hún var
sjálf í Borgarbörnum og lék í jóla-
sýningunni um nokkura ára skeið
en leiklistin er ofarlega á blaði hjá
henni sem framtíðararstarfið.
Hægt er að kaupa miða í Iðnó eða
senda tölvupóst á borgar-
born@gmail.com, einnig er hægt
að hringja í Iðnó og tala við Rósu
Maggý, framkvæmdastjóra fyrir
skólahópa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólaskemmtun Leikritið er fullt af boðskap og skemmtun í bland.
Hver er þar? Ýmsar þekktar persónur úr ævintýrum birtast óvænt.
Sýningin er rétt undir
klukkustund í flutningi
og eftir hana er áhorf-
endum boðið upp á pip-
arkökur og djús.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Fyrrverandi kórfélagar Skólakórs
Garðabæjar ætla að hittast og gera
sér glaðan dag, horfa og hlusta á
gamlar upptökur og rifja upp góðar
stundir á sunnudaginn næstkomandi.
Einnig er ætlunin að taka lagið og er
draumur aðstandenda kórsins sá að
hópurinn geti haldið tónleika saman
síðar meir.
Skólakór Garðabæjar var stofnaður
árið 1976 og starfaði óslitið til ársins
2000 við frábæran orðstír. Stjórnandi
kórsins var Guðfinna Dóra Ólafsdóttir
en hún var sæmd hinni íslensku fálka-
orðu fyrir starf sitt að menningar-
málum barna. Kórinn fór í margar ut-
anlandsferðir og gaf út hljómplötur og
geisladiska. Ótal margir kórmeðlimir
starfa í dag sem tónlistarmenn í hin-
um ýmsu geirum tónlistar, þar má
nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleik-
ara, Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur
söngkonu, Ragnheiði Gröndal djass-
söngkonu og Óskar Guðjónsson saxó-
fónleikara sem örfá dæmi. Allir fyrr-
verandi kórfélagar eru hvattir til að
mæta og taka með sér myndir og ann-
að sem gaman væri að skoða úr kór-
starfinu. Endurfundirnir verða haldnir
í Flataskóla í Garðabæ og standa frá
kl. 16.00 til 18.00.
Endurfundir Skólakórs Garðabæjar
Morgunblaðið/Ómar
Djasssöngkona Ragnheiður Gröndal
var meðal kórmeðlima.
Fyrrverandi kórfélagar geri
sér glaðan dag og taki lagið
Jóla- og tækifæriskort Skógræktar-
félags Íslands eru komin út og er
tré gróðursett fyrir hvert selt kort.
Kortið prýðir vatnslitamynd eftir
Sigurþór Jakobsson og er sérstök
hvatning á kortinu, þar sem kemur
fram að fyrir hvert selt kort gróð-
ursetur félagið eitt tré. Ekkert er
prentað inn í kortin, þannig að þau
nýtast áfram eftir jól sem afmæl-
iskort, boðsmiðar eða hvað sem
fólki dettur í hug.
Hægt er að nálgast kortin á skrif-
stofu Skógræktarfélags Íslands, í
Þórunnartúni (Skúlatúni) en einnig í
gegnum síma félagsins eða með
tölvupósti til skog@skog.is.
Endilega…
…gróðursetjið
tré með korti
Jólakort Vatnslitamynd Sigurþórs
Jakobssonar prýðir kortin.
er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
American Express
ValidThru Member Since
American Express
ValidThru Member Since
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Jólapottur American Express®
Þú gætir unnið ferð til USA og 100.000 Vildarpunkta!
Þú gætir unnið glæsilega vinninga ef þú notar Icelandair American Express til að versla fyrir jólin.
Allir meðlimir sem nota kortið fyrir 5.000 kr. eða meira fyrir 15. desember fara í jólapottinn
og því oftar sem þú notar kortið, því meiri möguleikar á vinningi!
Sex heppnir meðlimir verða dregnir úr jólapottinum
• 1x Flug fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair og 100.000 Vildarpunktar
• 1x Flug fyrir tvo með Flugfélagi Íslands + gisting á Icelandair hótels í eina nótt.
• 2x Yndislegt steinanudd fyrir tvo að verðmæti 30.000 kr.
• 2x Gjafabréf á veglega máltíð að verðmæti 25.000 kr.
American Express er skrásett vörumerki American Express.Kynntu þér málið nánar á www.americanexpress.is
Hér til hliðar má sjá mynd af
franska ostframleiðandanum Hervé
Mons. Hann er enginn venjulegur
ostagerðarmaður því hann ákvað að
breyta gömlum járnbrautarlest-
argöngum í ostageymslu. Þar liggja
nú ótal ostar á hillum, eldast þar í
rólegheitum og verða æ betri með
hverjum deginum sem líður. Mons-
ostagerðin er fjölskyldurekið fyr-
irtæki sem stofnað var árið 1964 af
Hubert Mons en sonurinn Hervé tók
við rekstrinum árið 1983. Í dag eru
Mons-ostarnir fluttir til 25 landa og
rekur fyrirtækið fimm ostabúðir í
Frakklandi.
Frönsk ostalest
AFP
Framkvæmdastjóri Hervé Mons.