Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Fjármál þjóðkirkjunnar voru með-
al þess sem var efst á baugi á 49.
kirkjuþingi þjóðkirkjunnar en hlé
var gert á störfum þess á fimmtu-
dagskvöld. Framundan eru við-
ræður við ríkisvaldið um framlög
þess til kirkjunnar, annars vegar
framlag til Biskupsstofu sem kveð-
ið er á um í svokölluðu kirkjujarða-
samkomulagi frá 1997 og hins veg-
ar sóknargjöld, sem ríkið
innheimtir í formi tekjuskatts.
Af þessum sökum var ákveðið að
fresta frekari umræðu um fjármál
kirkjunnar, þar á meðal tillögu um
viðaukasamning við kirkjujarða-
samkomulagið, sem veitir ríkinu
undanþágu til þess að skerða fram-
lagið sem grundvallast á sam-
komulaginu.
„Það sem við erum að ræða við
ríkisvaldið er að reyna að fá leið-
réttingu á sóknargjöldunum, því
við lítum á þau sem félagsgjöld
sem ríkið innheimtir fyrir okkur.
Síðan í framhaldinu ætlum við að
skoða kirkjujarðasamkomulagið og
yfirfara það, hvort það þurfi að
breyta einhverju í því,“ segir sr.
Gísli Gunnarsson, sem situr í
kirkjuráði þjóðkirkjunnar.
Gísli segir að það hafi verið af-
staða þeirra sem sátu þingið að
skrifa ekki undir viðaukasamning-
inn, og þar með skerðingu á fram-
lögum til kirkjunnar, í fjórða sinn
fyrr en niðurstaða hefði fengist um
upphæð sóknargjaldanna.
„Eftir hrun fannst okkur það
skylda okkar að taka þátt í við-
reisninni með því að taka á okkur
þessar skerðingar. Í sjálfu sér
gerðum við okkur ekki grein fyrir
því að það væri verið að skerða
meira hjá kirkjunni en hjá öðrum
stofnunum innan t.d. innanrík-
isráðuneytisins,“ segir Gísli.
Hann segir að farið sé að sverfa
að sóknum landsins.
„Sóknargjöldin renna beint til
sóknanna um landið, 270 sókna
alls, og það er komið að ákveðnum
þolmörkum þar eftir niðurskurð
síðastliðinna þriggja ára,“ segir
hann.
Gísli segir að kirkjan hafi þurft
að ráðast í ýmsar aðgerðir til að
mæta niðurskurði á framlögum til
hennar. Til dæmis hafi prestaköll
verið sameinuð og ráðningum í
lausar stöður, t.d. í Grafarvogi og
Hafnarfirði, verið frestað.
„Við höfum hreinlega bara ekki
efni á að ráða í þessar stöður og
við frestum því þangað til við
sjáum hvað verður,“ segir hann.
Hann segir of snemmt að segja
fyrir um hver verði niðurstaða við-
ræðnanna við stjórnvöld. „Mér
finnst nú bara það, að þessar við-
ræður skuli vera komnar í gang,
benda til þess að fólk, og ríkið, vilji
finna á þessu flöt sem hægt er að
semja um og komast niður á.“
Sverfur að sóknum landsins
Viðræðurnar við ríkið snúast fyrst og fremst um leiðréttingu sóknargjald-
anna Ríkisvaldið á að greiða fyrir 138 embætti en greiðir nú fyrir 110
Sóknargjöld*
Þróunsóknargjalda í þjóðkirkjunni 2008-2012
Breyting sóknargjalda í samræmi viðmeðaltal stofnana innanríkisráðuneytisins
* Miðað við mánaðargjald sem einstaklingar 16 ára og eldri sem eru í þjóðkirkjunni greiða í félagsgjöld.
** Fjárlagafrumvarp 2013. *** Áætlað 2013. Heimild: Biskupsstofa
1.000
950
900
850
800
750
700
650
Kr.
2008 2009 2010 2011 2012 2013
87
2
83
3
76
7
69
8
70
1
72
8*
*
87
2
99
3,
99
95
2,
57
90
6,
18
91
9,
44
95
8,
42
**
*
Kirkjujarðasamkomulagið frá
1997 fól m.a. í sér að ríkið
eignaðist flestar kirkjujarðir á
landinu en skuldbatt sig í
staðinn til að greiða árlega
fyrir 138 embætti innan þjóð-
kirkjunnar.
„Nú er svo komið að ef
þetta er reiknað í embætti,
það sem ríkið er að greiða, þá
eru þetta eitthvað um 110
embætti. Þannig að það er far-
ið að vanta töluvert upp á að
það sé staðið við upphaflega
samninginn,“ segir Gísli.
Hann segir að kirkjan hafi
samþykkt skerðingar á fram-
laginu í þrjú ár en nú sé ætl-
unin að bíða aðeins með und-
irritun þar til ljóst verður
hvernig fer með sóknargjöldin.
Gísli segir að viðræðurnar
við ríkið snúist fyrst og fremst
um það mál, þ.e. hvort ríkið sé
tilbúið til að leiðrétta sóknar-
gjöldin til samræmis við önnur
framlög til stofnana, og að
niðurstaða muni væntanlega
liggja fyrir þegar kirkjuþing
kemur aftur saman í desem-
ber.
Vantar tölu-
vert upp á
NIÐURSKURÐUR
Hannabirna.isSími 499 1261
Kosningaskrifstofa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er
opin alla daga kl. 10–22 í einu af bláu húsunum við
Fákafen, Suðurlandsbraut 48. Komdu í kaffi og ræddu
við frambjóðandann um stjórnmálin og framtíðina
eða taktu þátt í kosningastarfinu.
Stuðningsmenn
1. sæti » Reykjavík
Hanna Birna
„Það er alveg klárt að þetta verður
kært,“ segir Sigurbjörn Ársæll Þor-
bergsson, lögmaður Þorsteins
Hjaltested, eiganda Vatnsendajarð-
arinnar, og systkina hans. Í gær-
morgun féll dómur Héraðsdóms
Reykjaness á þann veg að jörðin
teldist til eigna dánarbús Sigurðar
K. Lárussonar Hjaltested sem lést
árið 1966. Eignarrétturinn hefði
aldrei verið fluttur til niðja Sigurðar
á löglegan hátt. „Ég get ekki tjáð
mig um þetta að öðru leyti en að
þetta fer upp í Hæstarétt,“ segir Sig-
urbjörn í samtali við mbl.is.
Deilt hefur verið um eignarhald á
jörðinni lengi og margir dómar fallið.
Í málinu nú er það niðurstaða hér-
aðsdóms að eignarrétturinn að jörð-
inni hafi aldrei verið með löglegum
hætti fluttur frá Sigurði, sem fékk
jörðina í arf eftir föðurbróður sinn.
Hafi eignarrétturinn aldrei flust til
niðja Sigurðar, heldur eingöngu af-
nota- og umráðarétturinn, eins og
tekið hafi verið fram í erfðaskrá frá
árinu 1938 að skyldi gera.
Þegar Sigurður lést voru Magnúsi
syni hans afhent yfirráð yfir jörð-
inni. Magnús lést árið 1999 og árið
2000 tók elsti sonur hans, Þorsteinn
Hjaltested, við jörðinni.
Deilur milli erfingja
Aðrir erfingjar Sigurðar kröfðust
þess að bú hans yrði tekið til opin-
berra skipta. Kvað Hæstiréttur upp
dóm í því máli á síðasta ári og tók
undir með erfingjunum, að ekki hefði
verið sýnt fram á, að skiptum á dán-
arbúinu, sem hófust í skiptarétti
Kópavogs 1967, hefði verið lokið með
formlegum hætti svo sem skylt væri
að lögum. Hins vegar var tekið fram,
að jörðin Vatnsendi væri ekki lengur
meðal eigna búsins.
Kópavogsbær hefur tekið hluta af
Vatnsenda eignarnámi, síðast 864
hektara árið 2007 og greiddi þá fyrir
það land 2,5 milljarða króna eða um
3,5 milljarða að núvirði. Fram kemur
í úrskurði héraðsdóms að erfingjar
Sigurðar Hjaltested telji að
greiðslur fyrir einstaka hluta jarð-
arinnar hafi átt að renna til dánar-
búsins en ekki Magnúsar og Þor-
steins en þeir hafi eftir sem áður
tekið við greiðslum frá Kópavogsbæ
vegna eignarnámsins. Þorsteinn
Hjaltested hefur undanfarin tvö ár
verið skattahæsti einstaklingur
landsins.
Vatnsendi sé
hluti af eignum
dánarbúsins
Hyggst kæra úrskurð héraðsdóms
Morgunblaðið/RAX
Byggð Lóðirnar í Vatnsendahverfi í
Kópavogi eru margar dýrar.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hvorki var gengið frá samkomulagi
um veiðar úr norsk-íslenska síld-
arstofninum né kolmunna á ársfundi
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar (NEAFC) í höfuð-
stöðvum nefndarinnar í London í
vikunni. Meginástæða þessa munu
vera kröfur Færeyinga um aukinn
hlut úr stofni norsk-íslenskrar síld-
ar. Þessi mál eru því í ákveðinni
óvissu, en fundur verður haldinn um
fyrrnefnda fiskstofna í desember.
Ekki var að vænta samkomulags
um makrílveiðar á þessum fundi og
fundur um stjórnun makrílveiða hef-
ur ekki verið boðaður.
Í frétt frá atvinnuvegaráðuneyt-
inu um fund NEAFC segir meðal
annars: „Venja er að á ársfundinum
séu staðfestir samningar strandríkja
um stjórnun veiða úr deilistofnum.
Þar sem samningum strandríkja um
stjórnun veiða úr norsk-íslenska
síldarstofninum og kolmunnastofn-
inum, sem og makrílstofninum, hef-
ur ekki verið lokið var á fundinum
ekki tekin afstaða til stjórnunar
veiða úr þeim stofnum á árinu 2013.“
Talið er að hrygningarstofn
norsk-íslenska síldarstofnsins muni
minnka á næstu árum. Samkvæmt
nýjasta mati er hrygningarstofninn í
ár rúmar sex milljónir tonna, sem er
tæpri milljón tonnum lægra en mat-
ið í fyrra. Aflamark 2013 verður 619
þúsund tonn, skv. aflareglu, sem
beitt hefur verið á undanförnum ár-
um. Til samanburðar var aflamarkið
833 þúsund tonn í ár og hlutdeild Ís-
lands 120 þúsund tonn.
Ekki sam-
komulag
um síldina