Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Horfðu björtum augum fram á veginn Sameinaði lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á gagnsæi og öfluga upplýsingagjöf sem tryggir þér auðvelda og skýra yfirsýn yfir öll þín lífeyrismál. Kynntu þér málin á lifeyrir.is eða fáðu upplýsingar hjá starfsfólki í síma 510 5000. Sameinaði lífeyrissjóðurinn Borgartúni 30 105 Reykjavík www.lifeyrir.is Á lifeyrir.is • sérðu stöðu lífeyrisréttinda og séreignar • finnur þú ítarlegar upplýsingar um rekstur sjóðsins • geturðu kynnt þér fjárfestingarstefnu og eignir sjóðsins • geta launagreiðendur skilað iðgjaldaskilagreinum á einfaldan og öruggan hátt og myndað kröfu í netbanka sínum Vefurinn okkar, lifeyrir.is, er aðgengilegur og notendavænn bæði fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur. Afmælistónleikar Karlakórs Akur- eyrar-Geysis fara fram í Hofi á Ak- ureyri í kvöld í tilefni af 90 ára sögu kórsins. Karlakórinn Geysir var stofn- aður 1922 og Karlakór Akureyrar 1929. Kórarnir voru síðan samein- aðir í október 1990. Saga kóranna verður sögð í tón- um og tali í Hofi í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Á tónleik- unum syngur afmælisbarnið sjálft; Karlakór Akureyrar-Geysir og fé- lagar úr kórnum, einsöngvarar og kvartett. Sérstakir gestir eru ten- órarnir Kristján Jóhannsson og Örn Viðar Birgisson, sem báðir hafa tekið þátt söngstarfi kóranna. Karlakór Akureyrar-Geysir á 90 ára afmæli. Afmælistónleikar á Akureyri í kvöld Á hádegisverðarfundi Churchill- klúbbsins sem verður haldinn á Nauthól í dag, mun Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor fjalla um Churchill sem stjórnmálaskör- ung. Í erindi sínu mun Hannes sér- staklega ræða fjögur efni: rithöf- undinn og ræðusnillinginn Churc- hill, afstöðu hans til uppgangs nasista fyrir stríð, afstöðu hans til breska heimsveldisins, sérstaklega Indlands, og hugmyndir hans um Bretland eftir stríð, þar á meðal andstöðu hans við víðtækan áætl- unarbúskap. Allir eru velkomnir á fundinn á Nauthól sem hefst kl. 12 á hádegi en skrá þarf þátttöku fyrirfram á slóðinni www.aha.is/churchill4. Hádegisverður er innifalinn í fund- argjaldi. Erindi um Churchill Boðað er til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 á sunnudaginn þar sem minnst verður fórnar- lamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Öllum er velkomið að taka þátt í athöfninni í Fossvogi. Farið hefur verið þess á leit við trúfélög og söfnuði að þeir minnist fórnar- lamba umferðarslysa í hugleiðslu og predikunum dagsins. Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa Samtökin Ís- lenskt þjóðráð – IceWise – efna til málþings á veit- ingastaðnum Rú- bín í Öskjuhlíð við hliðina á Keiluhöllinni mánudaginn 19. nóvember kl. 17:15. Sérstakur gestur verður breska þingkonan Kate Hoey, þingmaður Verka- mannaflokksins í Vauxhall í Lund- únum. Fram kemur í tilkynningu að Hoey sé skeleggur málssvari þess, að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu í Bretlandi um aðild að Evrópusambandinu. Einnig flytja Hallur Hallsson, formaður Þjóðráðs, og Jón Kristinn Snæhólm, varaformaður, erindi. Evrópuþingmaður flytur erindi um ESB Kate Hoey. STUTT Viggó E. Maack skipaverkfræðingur er eini eftir- lifandi stofnfélagi Lionsklúbbsins Fjölnis, sem var stofnaður 4. maí 1955. Í tilefni af níræðis- afmæli Viggós ákváðu félagar klúbbsins að veita honum æðsta heiðursmerki Lions sem er Melvin Jones-merki með demanti. Áður hafði Viggó fengið Melvin Jones-skjöldinn sem Lionsklúbbar veita félögum fyrir afburðastarf fyrir klúbbinn og Lionshreyfinguna. Með veitingu Melvin Jones-skjaldar leggur klúbburinn 1.000 dollara í alþjóðahjálparsjóð Lions, LCIF, Lions Clubs International Fo- undation. Æðsta viðurkenningin er svo Melvin Jones-merki með demanti þar sem klúbburinn leggur fram sömu upphæð í hjálparsjóð Lions. LCIF hefur með fjárframlögum komið að hjálparstarfi á Ísland, svo sem í Vestmanna- eyjagosinu 1973, snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri og ýmsum öðrum verkefnum. Sjá nán- ari upplýsingar á www.lions.is Viggó fékk æðsta heið- ursmerki Lionsmanna Lions Viggó E. Maack og Ásta Maack, kona hans, í neðri röð. Stjórn Fjölnis í efri röð, f.v. Þórhallur M. Ein- arsson, Jón H. Magnússon formaður og Ottó Schopka.  Níræður og eini eftirlifandi stofnfélagi Fjölnis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.