Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vindrafstöðvarnar tvær sem Lands- virkjun hyggst koma upp í nágrenni Búrfellsvirkjunar byrja væntanlega að framleiða orku í byrjun nýs árs. Búið er að steypa undirstöður beggja myllanna og er stefnt að því að reisa möstrin um miðjan næsta mánuð. Vindrafstöðvarnar eru liður í rannsókna- og þróunarverkefni Landsvirkjunar sem gengur út á að athuga hagkvæmni slíkra stöðva hér á landi. Landsvirkjun hefur látið mæla vindstyrk á nokkrum stöðum á landinu og tekur einnig þátt í nor- rænu verkefni, Ísvindum, með nokkrum íslenskum stofnunum. Ef þessar tvær stöðvar reynast vel er hugmyndin að koma upp fleiri vind- myllum við Búrfell og hugsanlega einnig við Blönduvirkjun. Mastrið er 55 metra stálrör Vindmyllurnar sem nú er verið að koma upp eru á stað sem kallað er Hafið sem er við Bjarnalón, ofan Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps samþykkti uppsetningu vindrafstöðva í tilraunaskyni og leyfi hafa fengist hjá þeim opinberu stofnunum sem hafa með málið að gera. Landsvirkjun hefur viðrað hugmyndir um byggingu vindmyllu- garðs á þessu svæði með allt að 15 ennþá stærri myllum. Vindmyllurnar eru keyptar frá Enecon í Þýskalandi. Mastur vind- myllanna er ólíkt því sem hér hefur áður sést, til dæmis í Belgsholti í Melasveit. Það er stálrör sem er 3,5 metrar í þvermál við jörð en mjókk- ar upp í tæpa tvo metra við topp. Mastrið er 55 metrar að hæð og hver spaði um 22 metrar að lengd. Þegar spaðinn er í efstu stöðu verður heild- arhæð vindmyllunnar því 77 metrar. Afl hvorrar stöðvar er 0,9 kíló- wött og áætlað er að þær geti fram- leitt samtals um 5,4 gígawattstundir af rafmagni á ári. 15 metrar á sekúndu Myllurnar hefja framleiðslu þegar vindhraði nær þremur metr- um á sekúndu og ná fullu afli þegar vindhraði er 15 metrar á sekúndu. Til að draga úr hættu á skemmdum á myllan að minnka framleiðslu þeg- ar vindur fer upp fyrir 28 metra á sekúndu og stöðvast alveg ef vindur fer upp fyrir 34 metra. Vindmyllurnar verða tengdar inn á jarðstreng sem liggur samhliða Þjórsárdalsvegi. Strengur og ljós- leiðari verða lagðir meðfram veg- slóða sem liggur að mannvirkjunum. Undirstöður vind- myllanna steyptar Ljósmynd/Landsvirkjun Undirstöður Vindmyllurnar eru mikil mannvirki eins og voldugar undirstöður mastranna gefa til kynna.  Tilraunamyllur Landsvirkjunar við Búrfell verða gang- settar í byrjun nýs árs  Spaðarnir ná upp í 77 metra hæð Raforka Vindmyllurnar verða skammt frá Þjórsárdalsvegi. Jóhanna María Sigmundsdóttir býður sig fram í 4.-5. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvestur- kjördæmi í komandi kosningum. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram þar sem ég tel að reynsla mín af búsetu í bæði dreifbýli og þétt- býli komi sér vel við að finna lausn- ir á mörgum málum. Þar má nefna mín helstu hugðarefni, samgöngu- mál, byggðastefnumál, atvinnumál og einna helst landbúnaðarmál og menntamál,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Jóhönnu Maríu. Jóhanna María er fædd árið 1991 á Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðar- djúp. Hún er með diplomu í búfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands, og starfar m.a. í stjórn Samtaka ungra bænda og stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum. Framboð í 4.-5. sæti holabok.is/holar@holabok.is Bráðskemmtileg gátubók Páls Jónassonar hentar jafnt ungum sem eldri og það hvar og hvenær sem er. Hjálmar Freysteinsson fer á kostum og gerir hversdagsleikann örlítið léttbærari með mögnuðum kveðskap sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.