Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 20

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vindrafstöðvarnar tvær sem Lands- virkjun hyggst koma upp í nágrenni Búrfellsvirkjunar byrja væntanlega að framleiða orku í byrjun nýs árs. Búið er að steypa undirstöður beggja myllanna og er stefnt að því að reisa möstrin um miðjan næsta mánuð. Vindrafstöðvarnar eru liður í rannsókna- og þróunarverkefni Landsvirkjunar sem gengur út á að athuga hagkvæmni slíkra stöðva hér á landi. Landsvirkjun hefur látið mæla vindstyrk á nokkrum stöðum á landinu og tekur einnig þátt í nor- rænu verkefni, Ísvindum, með nokkrum íslenskum stofnunum. Ef þessar tvær stöðvar reynast vel er hugmyndin að koma upp fleiri vind- myllum við Búrfell og hugsanlega einnig við Blönduvirkjun. Mastrið er 55 metra stálrör Vindmyllurnar sem nú er verið að koma upp eru á stað sem kallað er Hafið sem er við Bjarnalón, ofan Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps samþykkti uppsetningu vindrafstöðva í tilraunaskyni og leyfi hafa fengist hjá þeim opinberu stofnunum sem hafa með málið að gera. Landsvirkjun hefur viðrað hugmyndir um byggingu vindmyllu- garðs á þessu svæði með allt að 15 ennþá stærri myllum. Vindmyllurnar eru keyptar frá Enecon í Þýskalandi. Mastur vind- myllanna er ólíkt því sem hér hefur áður sést, til dæmis í Belgsholti í Melasveit. Það er stálrör sem er 3,5 metrar í þvermál við jörð en mjókk- ar upp í tæpa tvo metra við topp. Mastrið er 55 metrar að hæð og hver spaði um 22 metrar að lengd. Þegar spaðinn er í efstu stöðu verður heild- arhæð vindmyllunnar því 77 metrar. Afl hvorrar stöðvar er 0,9 kíló- wött og áætlað er að þær geti fram- leitt samtals um 5,4 gígawattstundir af rafmagni á ári. 15 metrar á sekúndu Myllurnar hefja framleiðslu þegar vindhraði nær þremur metr- um á sekúndu og ná fullu afli þegar vindhraði er 15 metrar á sekúndu. Til að draga úr hættu á skemmdum á myllan að minnka framleiðslu þeg- ar vindur fer upp fyrir 28 metra á sekúndu og stöðvast alveg ef vindur fer upp fyrir 34 metra. Vindmyllurnar verða tengdar inn á jarðstreng sem liggur samhliða Þjórsárdalsvegi. Strengur og ljós- leiðari verða lagðir meðfram veg- slóða sem liggur að mannvirkjunum. Undirstöður vind- myllanna steyptar Ljósmynd/Landsvirkjun Undirstöður Vindmyllurnar eru mikil mannvirki eins og voldugar undirstöður mastranna gefa til kynna.  Tilraunamyllur Landsvirkjunar við Búrfell verða gang- settar í byrjun nýs árs  Spaðarnir ná upp í 77 metra hæð Raforka Vindmyllurnar verða skammt frá Þjórsárdalsvegi. Jóhanna María Sigmundsdóttir býður sig fram í 4.-5. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvestur- kjördæmi í komandi kosningum. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram þar sem ég tel að reynsla mín af búsetu í bæði dreifbýli og þétt- býli komi sér vel við að finna lausn- ir á mörgum málum. Þar má nefna mín helstu hugðarefni, samgöngu- mál, byggðastefnumál, atvinnumál og einna helst landbúnaðarmál og menntamál,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Jóhönnu Maríu. Jóhanna María er fædd árið 1991 á Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðar- djúp. Hún er með diplomu í búfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands, og starfar m.a. í stjórn Samtaka ungra bænda og stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum. Framboð í 4.-5. sæti holabok.is/holar@holabok.is Bráðskemmtileg gátubók Páls Jónassonar hentar jafnt ungum sem eldri og það hvar og hvenær sem er. Hjálmar Freysteinsson fer á kostum og gerir hversdagsleikann örlítið léttbærari með mögnuðum kveðskap sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.