Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 26

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 26
SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir eru meðal leikara í merkri sögu. Einnig afkomendur þeirra Þorsteinn Ingólfsson, Þorkell Máni og Þormóður goði. Nöfnin leiða marga að landnámi Íslands og mikl- um sögum. Í huga Hafliða Ósk- arssonar á Húsavík eru þetta fyrst og fremst nöfn á síðutogurum sem áttu þátt í mikilli uppbyggingu á Íslandi. Hafliði fékk upp úr aldamótum brennandi áhuga á sögu síðutog- aranna, allt frá því að sá fyrsti kom til landsins í byrjun síðustu aldar og til þess síðasta á sjöunda áratugnum. Á árunum frá 1947-1960 bættist 51 ný- smíðaður síðutogari í íslenska skipa- flotann og í raun þýddu þessi stór- virku atvinnutæki byltingu í út- gerðarsögunni. 42 þessara skipa voru svokallaðir nýsköpunartogarar og voru smíðaðir fyrir Íslendinga í fjór- um borgum í Englandi og Skotlandi að undirlagi stjórnvalda. Á vefnum togarar.123.is hefur Haf- liði síðustu tæplega tvö ár birt tals- vert yfir 500 pistla með einstökum myndum sem tengjast þessari sögu á einn eða annan hátt. Allt milli himins og jarðar sem tengdist útgerð síðu- togaranna. Á hverjum degi heim- sækja um 250 manns síðuna og flett- ingar eru iðulega um eitt þúsund. Sjálfur er Hafliði 52 ára og stundaði sjómennsku í tvo áratugi. Fyrst á far- skipum, en síðan á skuttogurum, m.a. á Rauðanúpi frá Raufarhöfn. Hann lenti í alvarlegu bílslysi í Öxarfirði 1992 á leið til skips, en hélt sjó- mennskunni ótrauður áfram. Eftir að hafa farið í stóra aðgerð á hrygg árið 2000 ákvað hann að söðla um. Hann keyrði rútu á Húsavík síðustu ár, en með tilkomu Strætó sá hann fyrir sér að missa starfið um áramót. Rifu Ísland upp úr fátæktinni Þegar honum bauðst að gerast póst- ur í haust tók hann því starfi fagnandi. Nú keyrir Hafliði daglega um 500 kíló- metra í striklotu frá Húsavík, að Mý- vatni, Möðrudal og þaðan til Vopna- fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. Ef ekkert er að færð lokar hann hringnum sjö tímum síðar heima á Húsavík. Frítímanum ver hann að mestu til að leita að myndum og safna upplýs- ingum um togarasöguna og setja efnið inn á vefinn. Hann tekur tarnir og hringir tugi símtala í mann og annan viku eftir viku yfir veturinn. Smátt og smátt ber leitin árangur og Hafliði fær sendar í ábyrgðarpósti eða á rafrænan hátt upplýsingar sem skipta hann miklu máli. Laun hans fyrir ómælda vinnu eru að fólk skoðar síðuna hans og fræðist um merkilega sögu. „Það þarf að varðveita þessa sögu og við þurfum að hafa snör handtök eins og á sjónum. Fólk er að deyja frá þessu alla daga og það þarf að koma fólki í skilning um hvað þetta er merkilegt og skiptir miklu máli,“ seg- ir Hafliði og er mikið niðri fyrir. „Ég fæ kannski mynd af 18 ára strák sem stendur við lunningu sem nær honum í klof og fiskkösin á dekk- Um borð í huganum og kallarnir ljóslifandi  Síða um síðutogarana  Yfir 500 pistlar og fjöldi mynda Þorsteinn Ingólfsson RE 206 Karlarnir, ungir sem eldri, fletja smáfisk í salttúr við Vestur-Grænland árið 1956. Vill varðveita söguna Hafliði Ósk- arsson við tölvuna heima á Húsavík. Austfirðingur SU 3 Myndin er tekin við Vestur-Grænland síð- sumars árið 1951, en skipið var þá í sinni fyrstu veiðiferð. Ljósmynd/Gabriela Lecka 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Reynir Sveinsson Sandgerði Um þessar mundir fara fram viða- miklar athuganir í Sandgerði á áhrif- um olíumengunar á sjávarlífverur. Það eru Norðmenn sem annast þess- ar rannsóknir. Rannsóknirnar eru á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, sem er stað- sett í Þekkingarsetri Suðurnesja, en það var stofnað fyrr á árinu. Rann- sóknirnar, sem standa munu yfir í fimm vikur, eru liður í samstarfs- verkefni á milli ýmissa aðila á Norð- urlöndunum og ganga út á að kanna áhrif olíumengunar á viðkvæmt sjáv- arlífríki norðurslóða. Í tilraununum í Sandgerði er líkt eftir olíuslysi með aðferð sem þróuð hefur verið af pró- fessor Ketil Hylland og félögum við Háskólann í Osló en tæki og tól voru send frá Noregi til Íslands vegna þessara tilrauna. Eftir sérstaka meðhöndlun olíunnar eru þorskseiði og kræklingur höfð í mismunandi styrk olíumengunar og líffræðileg viðbrögð dýranna könnuð, s.s. skemmdir á erfðaefni, frumu- skemmdir og breytingar á ensíma- virkni. Þekking á slíkum líffræðilegum viðbrögðum gagnvart olíumengun er grundvöllurinn fyrir frekari vöktun og rannsóknir en búast má við auknu mengunarálagi á norðurslóðum á komandi árum í kjölfar aukinnar skipaumferðar og umsvifa. Prófessor Ketil Hylland og dr. Tor Fredrik Holth við Háskólann í Osló, ásamt doktorsnemanum Vaselu og meistaranemunum Elenu og Ásdísi Ólafsdóttur taka þátt í rannsóknun- um í Sandgerði. Rannsóknirnar eru styrktar af Verkefnasjóði sjávarútvegsins og Norden og verkefnisstjórar eru dr. Halldór Pálmar Halldórsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og dr. Hrönn Jörunds- dóttir hjá Matís. Rannsaka áhrif olíumeng- unar á sjávarlífverur  Í tilraununum í Sandgerði er líkt eftir olíuslysi Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vísindamenn Ketil Hylland, prófessor, dr. Tor Fredrik Holth, dr. Halldór Pálmar Halldórsson, Elena Myhre Jen- sen, Ásdís Ólafsdóttir og Vesela Slavcheva Yancheva hafa unnið að rannsóknum í Sandgerði að undanförnu. Georg og Haraldur eru komnir aftur! Í Kafteinn Ofurbrók og tiktúrur Tappa Teygjubrókar eiga þeir í höggi við alls konar illþýði og helstu hrekkjusvín bæjarins. Þetta kallar á tíma- flakk, hugvitssemi – og heilmikla raksápu! SPENNA GRÍN FLETTIBÍÓ www.forlagid.i s – alvöru bókaverslun á net inu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.