Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn 25 ár á Íslandi 20% afsláttur af öllum vörum alla helgina • Happdrætti • Blöðrur • Gjafir Laugardag kl 13-16 er boðið upp á: • Djús/drykkir fyrir börn og fullorðna • Nammipokar Zagreb. AFP. | Tveimur króatískum hershöfðingjum var í gær fagnað sem þjóðhetjum í heimaborg sinni, Zagreb, eftir að stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag sýknaði þá af ákærum um stríðsglæpi gegn Serbum í Króatíu eftir að Júgóslavía leystist upp. Tugir þúsunda Króata söfnuðust saman á torgi í Zagreb til að fagna hershöðingjunum Ante Gotovina og Mladen Markac. „Smánarleg ákvörðun“ Mikil reiði var hins vegar í Serbíu vegna sýknudómsins. Tomislav Nikolic, forseti Serbíu, sagði að niðurstaða dómstólsins væri „smánarleg pólitísk ákvörðun“. „Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur misst allan trú- verðugleika,“ sagði serbneski ráð- herrann Rasim Ljajic, sem hefur yfirumsjón með samstarfi serb- neskra yfirvalda við stríðsglæpa- dómstólinn. Ráðherrann gaf til kynna að dregið yrði úr samstarfinu vegna sýknudómsins. Réttarhöldum er ekki enn lokið í málum Radovans Karadzic og Ratkos Mladic og fleiri Serba sem hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Hershöfðingjarnir voru fundnir sekir í fyrra fyrir dráp á Serbum í Króatíu. Gotovina fékk 24 ára fang- elsisdóm og Markac 18 ára. Eftir að dómunum var áfrýjað komst stríðsglæpadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hafna bæri þeirri forsendu fangelsisdómanna að sérhver stórskotaliðsárás á serb- neska byggð, sem væri meira en 200 metra frá hernaðarlegu skotmarki, teldist vera árás á óbreytta borgara og þar með stríðsglæpur. Króatar fagna sýknudómi  Serbar reiðir út í dómstólinn í Haag AFP Fögnuður Króatar fagna sýknu- dómnum í miðborg Zagreb. Starfsmaður dýraverndarsamtaka gefur úf að éta eftir að fuglinum var bjargað nálægt indversku borginni Amritsar. Fuglinn hafði flækst í streng flugdreka. Yfir- völd hafa bannað ákveðnar tegundir flugdreka á svæð- inu vegna þess að sjaldgæfum fuglum stafar hætta af þeim. Úfur er af ugluætt og fágætur á þessum slóðum. AFP Flugdrekar ógna indverska úfnum Forsvarsmenn IKEA sögðust í gær harma það að pólitískir fangar hefðu verið í nauðungarvinnu fyrir nokkra af birgjum fyrirtækisins í Austur- Þýskalandi á tímum kommúnista- stjórnarinnar. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að IKEA hafi fengið endurskoðunar- fyrirtækið Ernst & Young til að rannsaka málið. Skýrsla Ernst & Young hefur verið birt og þar kemur fram að fangar, þ. á m. pólitískir fangar, hafi framleitt vörur fyrir IKEA. Niðurstöður skýrslunnar byggj- ast á tugum þúsunda gagna úr skjalasafni fyrirtækisins og þýskum skjalasöfnum. Í skýrslunni segir m.a. að forsvarsmenn fyrirtækisins á þessum tíma hafi vitað um nauð- ungarvinnuna og gert samkomulag við stjórnvöld í Austur-Þýskalandi á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Fram kemur á vef BBC að póli- tískir fangar, sem voru í haldi Stasi, austurþýsku öryggislögreglunnar, segjast hafa komið að smíði hús- gagna. Það varð til þess að IKEA fól Ernst & Young að rannsaka málið. Búist er við að fangarnir fyrrverandi fái greiddar bætur. jonpetur@mbl.is Nauðungarvinna fanga afhjúpuð  IKEA biðst afsökunar á nauðungar- vinnu pólitískra fanga í A-Þýskalandi IKEA Merki fyrirtækisins á verslun í Austur-Þýskalandi lagfært. AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.