Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Það er með miklum þunga sem ég skrifa þessi orð. Und- anfarnar vikur hafa komið fram trúverð- ugir aðilar sem bent hafa á þá miklu hættu sem felst í að við Ís- lendingar undirgöng- umst að fullu þær kröfur sem erlendir aðilar eiga á þjóð okk- ar. Mér hefur fundist sem ekki gæti fulls skilnings hjá stjórnvöldum og sumum embætt- ismönnum á þeim hættum sem nú steðja að Íslandi – því þessi skrif. Vandamálið Vandamálið sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir er að landið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að standa undir skuldbindingum gagnvart erlendum kröfuhöfum og jöklabréfaeigendum. Skuldbinding- arnar nema í dag um 1.200 millj- örðum króna og við eigum ekki gjaldeyri til að mæta þeim. Gjald- eyrisforðinn (sem er tekinn að láni) og jákvæður viðskiptajöfnuður standa sennilega undir greiðslum sem tengjast afborgunum af erlend- um lánum atvinnulífsins og op- inberra aðila næstu ár – en rétt svo. Til að borga kröfuhöfum þyrftum við að hafa í handraðanum á næstu árum um 1.200 milljarða króna aukalega í erlendum gjaldeyri. Við þá upphæð bætast síðan árlega um 70 milljarða vextir og arður af hlut- bréfum í bönkunum. Upphæðin fer því hækkandi eftir því sem tíminn líður bak við gjaldeyrishöft. Skuldbindingarnar tengjast ann- ars vegar skilanefndum gömlu bankanna og hins vegar jöklabréf- unum. Kröfuhafar munu að öðru óbreyttu fá greiddar eignir skila- nefndanna eftir að bankarnir gömlu hafa gert nauðasamninga og fara í gjaldþrotaskipti. Eignirnar sem þrotabúin munu skipta milli kröfu- hafa eru m.a. reiðufé (innstæður), skuldabréf milli gamla og nýja Landsbanka og hlutafé í Íslands- banka og Arion. Eignir sem oft eru kenndar við jöklabréfin eru reiðufé í bönkum og ríkisskuldabréf. Talið að um 60% þeirra séu í eign sömu aðila og eiga kröfur á gömlu bank- ana. Aðrar eignir gömlu bankanna eru í erlendum gjaldmiðlum, rúm- lega 11 milljarðar evra (um 1.800 milljarðar króna), en ég mun ekki fjalla um þær hér. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ekki eigi að greiða þær eignir út í gjaldeyri, a.m.k. að sinni, heldur loka bak við gjaldeyrishöft. Þessar eignir gætu síðar reynst lykillinn að lausn haft- anna. Gjaldeyrishöftin Lög um takmarkanir á hreyf- ingum fjármagns úr landi ná núna til jöklabréfanna og nemur upphæð þeirra um 1/3 þess fjár sem hér er um rætt. Aðrar skuldbindingar, sem eru á forræði skilanefndanna, eru undanþegnar gjaldeyrishöftum. Út- greiðslur úr þrotabúunum eru hins- vegar háðar reglum sem Seðlabank- anum var með lögum falið að setja. Um 2/3 upphæðarinnar eru því sett- ir undir reglugerðarákvörðun Seðla- bankans sem hlýtur að teljast í meira lagi óheppilegt í ljósi hinna gríðarlegu hagsmuna sem undir eru fyrir alla Íslendinga. Slíkar ákvarð- anir eiga kjörnir fulltrúar að taka – ekki embættismenn. Þetta er ekki end- urfjármögn- unarvandamál Fram til þess hafa stjórnvöld að mestu litið á vandamálið sem hér er lýst sem endur- fjármögnunarvanda. Við þyrftum einfald- lega að fá lánað fé er- lendis, losa erlenda að- ila út og síðan yrðu lánin greidd til baka á næstu árum og áratug- um. Sú leið gengur hinsvegar ekki upp. Jafnframt eru hugmyndir, m.a. ég hef lagt þær fram, sem byggjast á að ríkið skipti á krónum og skuldabréfum í er- lendri mynt óráð – gleymum þeim. Viðskiptaafgangur landsins, þ.e. munurinn á inn- og útflutningi og nettó vaxtagreiðslum til útlanda, stendur tæpast undir afborgunum og vöxtum sem við þegar þurfum að standa í skilum með, hvað þá stend- ur hann undir því að borga af höf- uðstól og vöxtum krafna erlendra kröfuhafa. Hugsanlega væri þó hægt að greiða upphæðina til baka með því að auka viðskiptaafgang landsins en þá þyrfti að veikja gengi krónunnar gríðarlega, senni- lega um 20-30%, allt þar til lánin hefðu verið greidd upp. Lífskjör myndu versna eftir því. Í mínum huga er sú leið algjörlega ófær. Hún myndi leiða til efnahagslegrar gjöreyðingar og fólksflótta. Þetta eru stór orð en því miður sönn. Til samanburðar var fyrsta útgáfa Ice- save „ekki nema“ 470 milljarðar króna þegar Alþingi samþykkti kröfuna og sú síðasta um 30 millj- arðar. Óþarft er að taka fram að er- lend lán til framkvæmda yrðu með öllu útilokuð við þessar kring- umstæður vegna skuldastöðu lands- ins. Mun nær er því að tala um vandamálið sem endurgreiðslu- vanda. Við eigum ekki gjaldeyri og við munum ekki framleiða nægan gjaldeyri til að standa undir því að greiða höfuðstól, vexti og vaxtavexti af 1.200 milljörðum króna til er- lendra kröfuhafa. En af hverju ekki að loka krónurnar inni í fjárfestingum á Íslandi? Af og til hafa komið fram hug- myndir um að breyta krónunum umræddu í framkvæmdafé á Ís- landi. Erlendir kröfuhafar myndu einfaldlega fjármagna banka, ríki, sveitarfélög og opinber fyrirtæki jafnframt því sem þeir gætu gerst hluthafar í íslensku atvinnulífi. Í mínum huga er það ekki heillandi tilhugsun að erlendir kröfuhafar eignist íslenskt atvinnulíf og ís- lenskar skuldir. Þá værum við sannarlega orðnir þrælar erlendra fjármagnseigenda sem hefðu allt aðra hagsmuni en Íslendinga að leiðarljósi. Gagnlegt er að líta til reynslu Finna af sambærilegum kringumstæðum en þeir misstu eignarhald á fyrirtækjum eins og Nokia fyrir óverulegar upphæðir í kreppunni þar í landi í byrjun tí- unda áratugar síðustu aldar. Ekki er enn gróið um heilt vegna þess. Jafnframt er hollt að hafa í huga vægi Framtakssjóðs lífeyrissjóð- anna í íslensku atvinnulífi, en marg- ir hafa kvartað undan fyrirferð hans. Sjóðurinn er um 40 sinnum minni en sú upphæð sem hér er um rætt. Menn geta rétt gert sér í hug- arlund hvort Íslendingar yrðu sáttir með það að erlendir aðilar ættu nær allt atvinnulíf á Íslandi. Kannski er það óþarft, en ég vil þó taka fram að ég er almennt mjög fylgjandi erlendri fjárfestingu á öll- um sviðum íslensks atvinnulífs. En Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Við brugðumst rétt við hruni bankanna og ég óska að við berum gæfu til að bregðast rétt við þessari vá. Tryggvi Þór Herbertsson Að steðjar vá Fólk ferðast oft um Alpana og ægifögur fjallalönd. Þar er Sviss eitt fegursta landið. Sveitir geisla út sælu. Húsin bera alpasvip með stór og mikil þök, sem skaga út fyrir veggi. Undir gluggum eru skúffur með blómum, beg- óníum, dalíum. Hrein- leiki er mikill, en Sviss er eins og skreyting í búðarglugga um jólin. Flestir vita, að efnahagur er mjög góður og íbúar með þeim efn- uðustu í Evrópu. Landið er talið eftirsóknarvert. Þar eru framleidd gæðaúr, einnig mjólkurvörur og sælgæti. Bankar eru margir og stórir. Hvaða peninga eru þeir að hant- éra? Erlendar inneignir eru svo miklar, að talið er að 10-15% af þjóðarframleiðslu verði vegna fjár- mála. Fræðingar eru þó ekki sam- mála. – En ekki er allt sem sýnist. Fyrir stuttu bárust fréttir af morðárás á fjölskyldu í Frakk- landi, sem hafi orðið vegna deilu um auðæfi Saddams Husseins, fv. einvalds, í Sviss. Gaddafi Líbíu- forseti átti þar stórar upphæðir og Mubarak einnig sem og fallnir for- setar Jemen og Túnis. Ekki er að efa, að forseti Sýrlands eigi þar peninga og prinsarnir eða kóng- arnir á Arabíuskaga. Vitað er, að ráðamenn í Afríku eiga stórfé í bönkunum og einstaklingar út um allan heim. Hvað verður um pen- ingana þegar eigendur falla frá? Sviss er þekkt fyrir öryggi og það er eitt móðurlanda bankaleyndar ásamt Bretlandi. Í fréttum fyrir stuttu kom fram, að Lagarde, forstjóri AGS, hefði lagt fram lista yfir tvö þúsund auðuga Grikki sem eiga fé í Sviss og lesa mátti í NYT, að tugir þús- unda Grikkja eigi fé í Sviss. Þeir þjást af skuldum, en elítan geymir peninga í Sviss. Fyrir nokkru tóku Þjóðverjar að kaupa tölvugögn með stolnum upplýsingum um innistæður auð- ugra Þjóðverja í Sviss. Þýsk yf- irvöld hafa tekið þátt í þeim leik. Allmargir CD hafa verið keyptir og kanslarinn Merkel hefur fallist á slík kaup. Lög um málin eru í undirbúningi. Svo mikið er um leka, að Svissarar eru tald- ir verða að falla frá bankaleynd og upp- lýsa stjórnvöld ann- arra landa. Þá verður forvitnilegt hvort „sérstakur“ fái upp- lýsingar um íslenska auðmenn. Það vakti athygli, að Glasenberg nokkur, íbúi í smábæ í Sviss, Rüschlikon við Zü- richvatn, borgar tvo þriðju af sköttum bæjarins. Hann er for- stjóri hráefnafyrirtækisins Glen- core. Þó er hann ekki eini auð- maðurinn þar. Forstjórar, bankamenn og grískur útgerð- armógúll búa þar líka. Glasenberg borgaði 290 milljónir evra í skatta, en hann á 16% í Glencore. Einmitt Sviss, hráefnasnautt land, hefur breyst á stuttum tíma í eina stærstu miðstöð með hráefni af öllu tagi. Skatta eru jú hagstæðir. Og her af lög- og bankamönnum eru til þjónustu. 15-25% af heims- viðskiptum með hrágrýti, kopar, olíu og akurafurðir fara í gegnum fyrirtæki eins og Glencore í Sviss. Margir sjá í þessu nýjar tekjur í staðinn fyrir hrörnandi banka- hagnað. Glasenberg stýrir með 40 dótt- urfyrirtækjum „heimsveldi“, 60% af opnum sinkmarkaði, 50% af kopar, 45% af blýi. Á síðasta ári hagnaðist Glencore um 4,3 millj- arða dollara og var með fingur í 186 milljörðum dollara. Það er ekki allt, því stefnt er að samein- ingu við fyrirtækið Xstrata, en þá verður til risi stærri en Volkswa- genfyrirtækið. Þó er Glencore lítið þekkt, en bransinn hjúpar sig þagnarmúr. Genf er alþjóðleg miðstöð í franska Sviss. Þriðjungur allrar olíusölu heims fer um hendur fyr- irtækja í Genf. Vitol og Trafigura eru með fingur í umsetningu, sem er jafnmikil og þjóðarframleiðsla Austurríkis. Sum starfa þó að birgðastjórnun og panta skips- ferðir og geymslur. En þá er af- gjald hærra. Mýgrútur af lög- mönnum, tryggingarfyrirtækjum, skipamiðlurum og flutningafyr- irtækjum er til taks. Hagstæðar skattareglur laða starfsemi að stöðum eins og Zug, Genf og Ba- ar. Og dótturfyrirtæki eru í skattaskjólum eins og Bermuda og Antillaeyjum. Menn taka út hagn- að þar. Hráefnamilliliðir eru að verða hættulegur bransi því upplýsingar fara vaxandi um þá og margir íbú- ar eru andsnúnir honum af póli- tískum og siðferðilegum ástæðum. Andóf hefur sprottið upp eins og „Upplýsandinn frá Bern“. Afgjöld til milliliða eru á kostnað fátækra framleiðenda í Afríku og koma líka fram í verði til neytenda. ESB er farið að berjast gegn skattaparadísum í Sviss, sem laða til sín skuggalega starfsemi. Með lágum sköttum, fjölbreyttri að- stoð, tryggingum, bankaleynd, þagnarmúrum og velvild gagnvart gróða er Sviss land, sem hýsir nefnda milliliði. Þetta er gengið út í öfgar og endalok eru ekki langt undan. Andóf siðferðispostula kemur íbúum á óvart, en þeir hafa talið sig hreina og góða borgara. En þeir eru eins og dýragarðs- stjórar, sem fóðra þessi villidýr, sem hafa troðið sér inn í viðskipti með hráefni og matvæli. Aðalstöðvar Alcoa í Evrópu eru í Sviss. Það er engin tilviljun. Það væri forvitnilegt að sjá hvernig verðmyndun á áli er og hvar hagn- aður er tekinn út. Lítil umræða er á Íslandi um verðmyndun á súráli, en rætt hefur verið þó um „hækk- un í hafi“. Íslandi fær slikk fyrir orkuna eins og menn vita. Stórfyr- irtæki sjá um hráefni og kaupa svo afurðir, en þá er orkuaðili býsna varnarlaus. Ætli fyrirtækin taki ekki út hagnað í báðum end- um. Svissað á svínarí Eftir Jónas Bjarnason » Sviss er fallegt og traust land, en hefur laðað til sín óþarfa milli- liði, sem hagnast gíf- urlega. Bankaleynd og ofurhagnaður gætu orð- ið skammlíf. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.