Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Dagana 15. og 16.
ágúst sl. birti Morg-
unblaðið sína greinina
hvorn dag eftir Helga
Bjarnason blaðamann.
Þar var fjallað um ís-
lensku kaupskipin
m.t.t. fánalands og
þeirrar staðreyndar
að ekkert þeirra siglir
undir íslenskum fána.
Ástæður þess raktar
og farið yfir hvað hér
hefur verið gert til að koma á ís-
lenskri, alþjóðlegri skipaskrá (IIS).
Í lokin var látið að því liggja að sú
hugmynd hefði verið andvana
fædd. Að mínu mati er sú nið-
urstaða a.m.k. afar langsótt.
Forsaga alþjóðlegu skipaskránna
er í stórum dráttum þessi:
Forsagan
Í upphafi áttunda áratugarins, á
liðinni öld, hófu líklega norskir út-
gerðarmenn að skrá skip sín í
skúffufyrirtækjum erlendis, til
þess að geta ráðið um borð ódýr-
ara vinnuafl. Í framhaldinu var
fyrsta norræna alþjóðlega skipa-
skráin, NIS, stofnuð í Noregi 1.
júlí 1987.
Markmiðið með skránni var að
bjóða norskum útgerðum hliðstæð
býtti og þær bjuggu við með skip
sín undir erlendum fánum, sem
m.a. fól í sér heimild til þess að
sjómennirnir um borð nytu ekki
endilega norskra kjara. Í fram-
haldinu fór stærstur
hluti norska flotans
aftur undir norska
fánann.
Ári síðar, 1. júlí
1988, var alþjóðlega
danska skipaskráin,
DIS, stofnuð. Þá var
stærstur hluti danska
flotans kominn undir
erlenda fána sem
heimiluðu veru sjó-
manna frá láglauna-
svæðunum. Eftir sat
danska ríkið með sjó-
mennina á atvinnuleysisbótum. Til
viðbótar eyddu erlendu sjómenn-
irnir ekki laununum sínum í Dan-
mörku. Ríkið tapaði því bæði
sköttunum sem fylgja útgerð kaup-
skipa ásamt sköttum og neyslu-
sköttum erlendu sjómannanna.
Nettolaun lausnin
Það var við þessar aðstæður sem
danska ríkið ákvað að gefa eftir
skattana af launum sjómannanna
þ.e. að launakostnaður útgerðanna
vegna danskra sjómanna lækkaði
sem skattahlutanum næmi „netto
laun“. Einnig var kveðið á um í
lögunum að ef útgerð sem féll und-
ir ákvæði laganna kysi að ráða til
sín sjómann sem ekki væri félagi í
einhverju þeirra stéttarfélaga sem
gert höfðu kjarasamning við við-
komandi samtök danskra útgerð-
armanna, skyldi sá hinn sami taka
kaup og kjör samkvæmt viðkom-
andi kjarasamningi síns heima-
lands.
Þessi aðgerð leiddi til þess að
skip í eigu danskra útgerða voru
aftur skráð í Danmörku og mönn-
uð dönskum sjómönnum. Nú eru
um 70% yfirmannanna danskir eða
EU/ EÖS borgarar. Vert er að
hafa í huga að flest þessara skipa
koma aldrei til Danmerkur þau eru
í förum á fjarlægum slóðum sem
getur tæpast örvað danska sjó-
menn til þess að sækja þangað at-
vinnu, a.m.k. ekki fjölskyldumenn.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar, að
Íslandi frátöldu, hafa allar gert
ráðstafanir til þess að halda eigin
skipum undir eigin þjóðfána þar
sem meginþemað er „netto laun“
líkt og hjá Dönum. Meira að segja
Færeyingar stofnuðu eigin al-
þjóðlega skipaskrá FAS á árinu
1992 sem nú veitir fjórum mönnum
vinnu að viðbættum afleiddum
störfum. Þar er nú skráð 81 skip,
fæst í færeyskri eign.
Þrátt fyrir mikla umræðu og
mörg ráðherraviðtöl um þessi mál
hjá okkur gerðist ekki neitt í þá
átt að koma þessum fáu skipum
sem eru í eigu Íslendinga undir ís-
lenskan fána fyrr en á vorþingi
2007. En þá lögðu fjármálaráð-
herra og samgönguráðherra fram
sitt frumvarpið hvor, annað um ís-
lenska alþjóðlega skipaskrá, IIS,
og hitt um þær skattabreytingar
sem nauðsynlegar eru til þess að
útgerðir kaupskipa sjái hag í að
skrá skipin hér á landi.
Siðbótin tekur völdin
Þegar málið loksins virtist komið
í höfn á hinu háa Alþingi risu upp
kröftug andmæli bæði frá SSÍ og
ASÍ, samtökum sem aldrei hafa
látið sig varða hagsmuni farmanna,
með þeim afleiðingum að felldur
var úr öðru frumvarpinu eftirfar-
andi texti:
„Um kjör skipverja í áhöfn
kaupskips fer eftir þeim kjara-
samningum sem gerðir hafa verið
við stéttarfélög viðkomandi ríkja
þar sem skipverji á lögheimili.
Kjarasamningur gildir einungis
fyrir félaga í því stéttarfélagi og
ríkisborgara þess ríkis sem stétt-
arfélag á lögheimili í, enda eru þeir
ekki í öðrum stéttarfélögum sem
gerður hefur verið kjarasamningur
við“.
Þessi breyting hefur það í för
með sér að allir um borð verða að
taka kaup og kjör samkvæmt ís-
lenskum kjarasamningum en ekki
kjarasamningi síns heimalands, sé
um erlenda sjómenn að ræða líkt
og bæði DIS og FAS skipaskrárn-
ar heimila, sem olli því að mestu
leyti að ekki tókst að koma ís-
lensku skipunum undir okkar fána.
Þeir sem komu í veg fyrir að hér
væri stofnuð, íslensk alþjóðleg
skipaskrá sem byði upp á hliðstæð
býtti og DIS og FAS hljóta nú að
velta því fyrir sér hvort þeir, með
sínum langsótta siðbótarboðskap,
hafi stuðlað að bættum kjörum far-
manna. Því eftir stendur að ekkert
kaupskip í íslenskri eigu siglir nú
undir íslenskum fána, þau sigla
m.a. undir færeyska fánanum, eru
skráð í FAS. Íslensku sjómenn-
irnir um borð njóta ekki sömu
réttinda hjá Tryggingastofnun rík-
isins og aðrir landsmenn þrátt fyr-
ir yfirlýsingar ASÍ um að kippa því
máli í liðinn.
Verði ráðnir erlendir sjómenn
um borð í skipin, utan íslenskra
stéttarfélaga, munu þeir ekki taka
kaup og kjör samkvæmt íslenskum
kjarasamningum, heldur samn-
ingum síns heimalands í samræmi
við ákvæði viðkomandi skipaskrár.
Til hvers var barist?
Eftir Helga Laxdal » Værum við ekki bet-
ur sett í dag með
kaupskipin okkar undir
íslenskum fána og far-
menn sem nytu sömu
réttinda hjá trygg-
ingastofnun og aðrir
landsmenn?
Helgi Laxdal
Höfundur er vélfræðingur og fyrrv.
yfirvélstjóri.
Kapp án forsjár
Í Reykjavík eiga sjálfstæðismenn
þess brátt kost að velja frambjóð-
endur á lista flokksins í kjördæminu.
Við sem hyggjumst styðja Sjálfstæð-
isflokkinn leggjum traust okkar á að
flokkurinn muni í vor endurheimta
forystuhlutverk sitt í íslenskum
stjórnmálum og sigla þjóðarskútunni
úr hafvillu vinstristjórnarinnar. Til að
svo megi verða þurfum við að vanda
valið í prófkjörinu sem nú stendur
fyrir dyrum.
Illugi Gunnarsson alþingismaður
hefur á undanförnum árum vakið at-
hygli fyrir málefnalegan og rökfast-
an málflutning, sem ber þess ævin-
lega merki að Illugi býr yfir víðtækri
þekkingu og skilningi á efnahags-
málum. Hann býr að haldgóðri
menntun í hagfræði og viðskiptum,
hérlendis og erlendis, og reynslu af
því að bera ábyrgð á fjármálum fyr-
irtækis. Hann hefur því menntun og
reynslu til að takast á við þau vanda-
sömu viðfangsefni á sviði efnahags-
mála sem nú blasa við. Nú er tími
fyrir slíkan mann í forystu flokksins
– oft var þörf en nú er nauðsyn.
Rökfastur málsvari
Illugi hefur lag á því að greina
kjarnann frá hisminu í hverju máli
og gera flókin viðfangsefni einföld.
Hann er er rökfastur málafylgju-
maður, sem fellur ekki í þá gryfju að
draga að sér athygli með gífuryrðum
og upphrópunum. Við heyrum reglu-
lega að álit almennings á stjórn-
málamönnum hafi beðið hnekki. Ef
til vill er hluti skýringarinnar sá að
stjórnmálamennirnir okkar falla of
oft í þessa gryfju. En núna – í próf-
kjörum flokkanna – geta kjósendur
sagt álit sitt í þessum efnum. Og þeir
sjálfstæðismenn sem þess óska að
stjórnmálaumræðan einkennist
fremur af rökræðu en kappræðu og
fremur af skynsamlegri yfirvegun
en yfirborðsmennsku og skrumi
styðja eðlilega Illuga.
Mikilvægt að kjósa
Við hvetjum alla sjálfstæðismenn til
þess að taka þátt í prófkjörinu og
stuðla að því að flokkurinn bjóði
fram sigurstranglegan lista, sem er
reiðubúinn til að takast á við brýn
verkefni næsta kjörtímabils.
Illugi Gunnarsson leitar nú eftir
stuðningi sjálfstæðismanna til að
leiða áfram lista flokksins í Reykja-
vík. Við vonum að reykvískir sjálf-
stæðismenn beri gæfu til þess að
veita honum brautargengi og setji
hann í 1. sæti í komandi prófkjöri.
SVANHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR
skrifstofustjóri,
MAGNÚS RAGNARSSON
leikari og viðskiptafræðingur,
ÓTTAR GUÐJÓNSSON
framkvæmdastjóri,
DAVÍÐ ÞORLÁKSSON
formaður SUS,
ÍRIS ÓLAFSDÓTTIR
sjúkraþjálfi.
Illuga til forystu
Frá Svanhildi Sigurðardóttur,
Magnúsi Ragnarssyni, Óttari Guð-
jónssyni, Davíð Þorlákssyni og Írisi
Ólafsdóttur.
Bréf til blaðsins
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
w w w . s i g g a o g t i m o . i s
Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993
KRINGLA II GRÍMSNES OG
GRAFNINGSHREPPI
Til sölu jörðin Kringla II í Grímsnes- og Grafningshreppi. Gott íbúðarhús
og stór nýleg steinsteypt 466 fm skemma. Jörðin er talin vera um 160
hektarar að stærð, þar af 50,1 hektari ræktað land. Heitt vatn úr borholu í
næsta nágrenni og tilheyrir jörðinni 1 sekúndu lítri af heitu vatni. Nánari
upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000. Tilvs.100479