Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 52

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Karlakór Kjalnesingja syngur undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar ásamt kirkjukórnum. Organisti Kriszt- ina K. Szklenár. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Díönu og Fritz. Kaffi og ávextir á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guð- fræðinema. Ása Laufey Sæmunds- dóttir og Viðar Stefánsson guðfræði- nemar annast samveru sunnudaga- skólans. Fermingarbörn aðstoða. Kór Áskirkju syngur, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi á eftir. Sjá www.askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Léttmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur gospellög undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds- dóttur tónlistarstjóra. Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, fv. dóm- kirkjuprestur. Sunnudagaskóli er und- ir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöldmes- sakl. 20. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson, Margrét Gunnarsdóttir og Bjartur Logi Guðnason organisti leiða stundina. Hljómsveitin Lærisveinar hans leikur og Helga Vilborg Sig- urjóndóttir kennir afríska söngva með þátttöku fermingarbarna. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um- sjón hafa Karen Ösp, Axel og Finnur Sigurjón. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.50. Organisti Steinunn Árnadóttir og prestur er Þorbjörn Hlynur Árna- son. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Fé- lagar úr Hljómeyki syngja, organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Ólafar Margrétar Snorra- dóttur. Kaffi og djús á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Umsjón hafa Bára Elíasdóttir og Daníel Ágúst ásamt organista Jónasi Þóri og sóknarpresti. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Bústaðakirkju syng- ur, organisti kantor Jónas Þórir. Prest- ur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Zbig- niew Zuchowich., Kvennahópur kórs Digraneskirkju syngur. Á eftir er há- degisverður. Sjá digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Djáknavígsla kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígir Guð- mund Sveinbjörn Brynjólfsson til djákna í Guðríðarkirkju. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn kl. 11. Æðruleys- ismessa kl. 20. Sr. Hjálmar Jónson, sr. Karl V. Matthíasson og sr. Bryndís Valbjörnsdóttir þjóna. Bræðrabandið sér um tónlistina. Sjá www.kirkjan.is. FELLA- og Hólakirkja | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Ungir nemendur úr Tónskóla Sig- ursveins leika á fiðlu og píanó, ásamt kennara sínum. Sunnudagaskóli er í umsjá Hreins Pálssonar og Péturs Ragnhildarsonar, boðið verður upp á andlitsmálningu. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari Guð- mundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11. Hressing í lokin fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 13.30. Greg Aikins prédikar og tónlistarhóp- urinn leiðir lofgjörð. Boðið er upp á aðstöðu fyrir börn. Kaffi á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarps- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sig- urðardóttir, undirleikari er Stefán Birkisson. Dagur orðsins. Tileinkaður Elísabetu Jökulsdóttur. Erindi verða flutt frá kl. 10-11. Borgarholtsskóli Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árna- son prédikar og þjónar fyrir altari. Vox populi syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Umsjón með sunnudaga- skóla Gunnfríður Tómasdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, umsjón hafa Helga, Nanda María og Ingunn Huld. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Bjarni Jónatansson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Mola- sopi á eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRINDAVÍKURKIRKJA | Kven- félagsmessa kl. 14. Prédikari er Arn- dís G. Bernhardsdóttir Linn. Stúlkna- kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn ásamt Kór Grindavíkurkirkju, stjórn- andi er Bjartur Logi Guðnason org- anisti. Kvenfélagið sér um kaffisölu eftir messu og rennur ágóðinn til líkn- armála. Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Elínborg Gíslasdóttir. GRUND dvalar- og hjúkr- unarheimili | Messa kl. 14 í hátíð- arsal á vegum Félags fyrrum þjónandi presta. Sr. Gísli H. Kolbeins þjónar fyrir altari. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA | Sókn- arbörnum, starfsmönnum og öðrum velunnurum Guðríðarkirkju er boðið að koma í Dómkirkjuna í tilefni vígslu hins nýja djákna. Þetta er í fyrsta sinn sem þjónn er vígður til safnaðar í Grafarholti. Sr. Sigríður stimplar í helgihaldsbækur fermingarbarna sem vilja sækja heim Dómkirkjuna á þess- um hátíðisdegi. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Bar- börukórnum syngja, organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar, sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir altari. Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni. Messu- hópur. Veitingar á eftir og uppboð á klippimyndum Maríu Eiríksdóttur. Ágóði rennur til hjálparstarfs í Japan. Útgáfutónleikar Barbörukórsins kl. 17, stjórnandi Guðmundur Sigurðs- son. Messa kl. 8.15 á miðvikudag. Morgunmatur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirs- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Fermingar- börn aðstoða. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Haukur Ingi Jónasson, lektor og prestur, held- ur erindi kl. 10, þar sem hann ræðir um tengsl og stöðu guðfræði og kirkju í samtímanum. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Haukadalssóknar og kaffiveitingar verða að messu lokinni. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna- guðsþjónusta kl. 11. Páll Ágúst, Arn- ar og Sólveig Anna taka á móti börn- unum. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Kára Allanssonar organista, prestur Tómas Sveinsson. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 17. Áslaug Haugland talar. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Mes- sakl. 15. HVERAGERÐISKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. INGJALDSHÓLSKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 sem er bæði almenn guðsþjónusta og sunnudagaskóli. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13.30. Lofgjörð og fyr- irbænir. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir prédikar. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á eftir. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30, virka daga kl. 18.30 (nema föstud.). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Orð dagsins: Tíu meyjar. (Matt. 25) Morgunblaðið/Ásdís Fríkirkjan í Hafnarfirði. ✝ Gunnar Sig-urður Sigurðs- son fæddist í Tungugerði á Tjörnesi 22. nóv- ember 1926. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 9. nóv- ember 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason bóndi og síðar verkamaður, f. 15. ágúst 1897, d. 1990, og k.h. María Jakobína Sigurðardóttir hús- freyja, f. 11. feb. 1905, d. 1931. Gunnar Sigurður ólst upp frá fimm ára aldri á Máná á Tjörnesi, fyrst hjá afa sínum og ömmu, þeim Sigurði Jónssyni og Guðrúnu Guðna- dóttur, en síðan hjá frænda sínum Jóhanni Agli Sigurðs- syni og k.h. Dýrfinnu Gunn- arsdóttur. Uppeldissystkini hans á Máná voru þau Sig- urlaug Guðrún Egilsdóttir, f. 1934, Aðalgeir Egilsson, f. 1936, og Hallfríður Ingibjörg Egilsdóttir, f. 1945. Hálfsystir Gunnars Sigurðar samfeðra var María Sigurðardóttir, f. 1954, d. 2006. Gunnar Sigurður kvæntist er Halla Björg Albertsdóttir. b) Hafrún, f. 1991, og c) Sæ- þór, f. 1998. 3) Jón bóndi í Árholti, f. 27. maí 1970. Gunnar Sigurður var í barnaskóla á Húsavík og dvaldi þá hjá föður sínum sem þar bjó. Hann vann frá unga aldri öll almenn sveita- störf eins og þau tíðkuðust í þá daga heima á Máná og festi þar yndi. Hann var í tvö ár við almenn verka- mannastörf á Húsavík og auk þess var hann eina vetr- arvertíð í Vestmannaeyjum. Árið 1958 stofnaði hann ný- býlið Árholt á Tjörnesi ásamt eiginkonu sinni Ástríði Önnu Sæmundsdóttur, þar sem þau bjuggu til æviloka. Gunnar hafði mikinn áhuga á sauðfé, mjög fjárglöggur og með mikið auga fyrir umhverfi sínu. Fyrst um sinn stunduðu þau hjón blandaðan búskap, en sneru sér svo alfarið að sauðfjárrækt. Gunnar sótti sjóinn með Agli á Máná, fyrst á árabát og síðan á trillu. Þá stundaði hann grásleppu- veiðar um árabil, lá á grenj- um og vann nokkur haust á sláturhúsi KÞ. Hann var for- maður Búnaðarfélags Tjör- nesinga í u.þ.b. 30 ár og deildarstjóri fyrir Kaupfélag Þingeyinga í sinni sveit. Útför Gunnars Sigurðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 17. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 25. júní 1957 Ástríði Önnu Sæ- mundsdóttur, f. 25. júní 1922, d. 2010. Foreldrar hennar voru Sæ- mundur Jónsson bóndi, f. 4. ágúst 1893, d. 1966, og Guðbjörg Bald- vina Eggertdóttir, f. 1. júlí 1891, d. 1951. Börn Gunn- ars og Ástríðar Önnu eru: 1) Guðrún búsett á Húsavík, f. 26. apríl 1959. Maður hennar er Jósteinn Þór Hreiðarsson, f. 1955. Þeirra synir eru: a) Hreiðar Þór, f. 1979 í sambúð með Sigrúnu Helgu Sigurð- ardóttur, f. 1982. b) Gunnar Sigurður, f. 1982, og c) Sig- mundur Arnar, f. 1983, í sam- búð með Margréti Sigríði Vi- borg, f. 1983. Barn þeirra er Nína Fanny, f. 6. júní 2011. 2) Jakobína, búsett á Húsavík, f. 30. sept. 1961. Maður hennar er Olgeir, f. 1963. Börn þeirra eru a) Sigurður Valdi- mar, f. 1985, í sambúð með Ragnheiði Ingibjörgu Ein- arsdóttur, f. 1989. Sonur Sig- urðar Valdimars er Jakob Gunnar, f. 2007. Barnsmóðir Þegar sólin er á lofti allan sólarhringinn fyllist lífið mikl- um krafti. Þannig er sumarið á Máná. Blómin sofna aldrei, ung- ar skríða úr eggjum og lömb hoppa saman í hópum í kvöld- sólinni. Hver festir ekki yndi á svona stað sem þar elst upp, fyllist orku og tekur þátt í öllu því sem er að gerast. Það hefur alltaf verið gaman að sjá Gunn- ar fullan af krafti og kæti, starf- saman og stundandi sinn bú- skap af miklum áhuga. Mann sem tekur vel á móti gestum og vill sýna það sem verið er að gera. Oftar en ekki farið í fjár- hús þar sem hann fer kró úr kró og sýnir féð í húsunum. Margar fallegar ær. Hann er léttur á sér, lyftir sér eins og ekkert sé yfir garðabönd, tekur í bak og kann sögur af kindum. Þannig er Gunnar. Auðvitað hefur það ekki verið létt fyrir fimm ára dreng að missa móður sína, missa heimili sitt og þurfa að fara til frændfólks. En í upp- vextinum á Máná eignast hann góða fjölskyldu og fóstursystk- in. Það að hafa fengið svo gott uppeldi er hluti af þeirri lífs- orku og lífsgleði sem einkennir hann í gegnum lífið. Honum fellur ekki verk úr hendi þó ald- urinn færist yfir. Það er alltaf sjálfsagt að vinna og vera öðr- um til hjálpar. Þannig er lífs- skoðun Gunnars. Hann kann til svo margra verka. Stundar sjó- sókn og hefur sterk tök á ár- unum í bátnum. Oft svo kalt en hann gefst ekki upp. Hann vinn- ur sín verk, vakinn og sofinn. Hann stígur mörg gæfuspor. Ástríður Anna sem er hans lífs- förunautur verður honum ómet- anleg hjálp í dagsins önn. Þau stofna nýbýli og nýta hverja stund til þess að byggja upp og búa í haginn. Gunnar girðir og ræktar ný tún, vinnur staura úr rekaviði, dregur drumba á land. Þau Ástríður byggja íbúðarhús og fjárhús og brátt koma börnin sem hann hefur alltaf með sér. Hvert sem hann fer þó lítil séu og hvað svo sem hann er að gera, þau eru alltaf með. Þetta er Gunnar. Skemmtilegur heim- ilisfaðir, félagi og samstarfs- maður. Hann kann rímur og setur saman vísur. Leggur kap- al á eldhúsborðinu og veitir börnum sínum gott veganesti. En hann safnar ekki veraldleg- um auði. Nýtir bara tímann fyr- ir nýbýlið. Samt er hann for- ríkur. Forríkur af gleði og gæsku, velvild og vinnusemi. Hann er náttúrubarn. Hann heillast af heiðinni, fagnar fugl- unum. Þekkir hverja þúfu. Kannast við hvar kindurnar halda sig. Þekkir allar með nafni. Beitir á veturna mestan sinn búskap og hleypur við fót eftir fénu. Er marglesinn í markaskránni. Gunnar hugsar um hag bænda. Hann hefur skoðanir. Svoleiðis er Gunnar. Gaman að koma í kaffi og kökur eftir fjár- húsaferð og ræða menn og mál- efni. En enginn bóndi er svo hraustur að ekki banki ellin upp á. Engin löng banalega, bara undirbúningur undir nýja ferð um nýjar lendur. Hann skilur eftir vinnulúinn líkamann, losn- ar við alla þreytu og þrautir. Er leiddur til vina og vandamanna sem farnir eru. Fagnaðarfundir verða með honum og Ástríði og hver veit nema það verði stofn- að nýbýli á stað þar sem sólin skín allan sólarhringinn. Þar munu blómin brosa, fuglarnir fagna og búsmalinn beita sér í grængresinu. Þá verður Gunnar glaður. Atli Vigfússon. Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. Hvort sem leiðin þín liggur um lönd eða höf gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Þ.Þ.Þ.) Þessi orð lýsa vel þeim hjón- unum, Ástríði og Gunnari í Ár- holti og því veganesti sem þau gáfu mér út í lífið. Gunnar lést 9. nóv. síðastliðinn og verður jarðsunginn 17. nóv. Ástríður lést 16. des. 2010 og var jarð- sungin 22. des. það sama ár. Mig langar að minnast þeirra hjóna í sömu greininni þar sem þau voru sem eitt í mínum huga. Adda og Gunni eins og þau voru kölluð voru ólík hjón en sam- stiga og metnaðarfull í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Adda var móðursystir mín, frá sjö ára aldri og til 14 ára fór ég til hennar og Gunna í sveit á sumr- in. Þau tóku mér sem einu barna sinna, hélst það alla tíð og fjölskyldu minni var alltaf tekið opnum örmum. Adda stjórnaði innan húss af miklum myndar- skap en Gunni sá um útiverkin. Hjá þeim lærði ég mörg verk, einnig að bera virðingu fyrir hlutum, dýrum og mönnum. Adda kenndi mér t.d. að það að þurrka af er ekki alltaf það sama og þurrka af. Ekkert hálf- kák þýddi að þú áttir að taka hlutinn upp, þurrka undir hon- um, kringum hann, vandlega af honum öllum og leggja hann snyrtilega frá þér aftur. Vinna verkin vel. Adda átti í mörg ár við heilsuleysi að stríða, hún lét það þó aldrei aftra sér og plampaði um á sínum sáru fót- um við heimilisverkin og lét sig ekki muna um að hafa fullt hús af börnum á sumrin. Áður en Adda fór að búa var hún ljós- móðir og tók á móti fjölda barna, ég man hversu glöð hún varð í hvert skipti sem eitthvert þessara barna kom í heimsókn, hún ljómaði öll. Hún var mjög gestrisin enda félagslynd að eðl- isfari. Hún hafði gaman af póli- tík og rökræðum. Hún gat verið hvöss á manninn og látið hátt en undir bjó hlý og góð manneskja sem mátti ekkert aumt sjá. Hún var oft fyrst manna að hringja í mig þegar erfitt var og gefa mér styrk þó að langt væri á milli okkar. Ég verð henni æv- inlega þakklát fyrir það. Gunni gekk rólega en ákveðið til starfa og hugsaði mjög vel um bú sitt. Kindur voru hans uppáhaldsdýr enda starfaði hann við sauðfjárrækt allt sitt líf. Sveitin var hans líf og Tjör- nesið hans hjarta. Hann skipti sjaldan skapi en hafði ákveðnar skoðanir. Hann hafði gaman af kveðskap og orti oft vísur sjálf- ur. Hann var ágætis eftirherma þegar hann viðhafði og kom þá skemmtilega glettinn svipur á hann. Gunni var góður, traustur og hjálpsamur, eitt skipti þegar ég var á leið til þeirra í heim- sókn sprakk á bílnum í bratt- anum, hann var kominn, ásamt Nonna, til hjálpar strax. Þrátt fyrir veikindi lét hann það aldr- ei stöðva sig og fór í fjárhúsin í lengstu lög. Ég mun ævinlega þegar ég hugsa um sólsetrið eins og það gerist fallegast á Tjörnesinu hugsa til þessara góðu hjóna sem tóku mig upp á sína arma. Ég trúi því að nú séu Gunni og Adda sameinuð aftur á betri stað. Takk kærlega fyrir mig. Elsku Gurra, Bína, Nonni og fjölskyldur, Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Gunnar Sigurður Sigurðsson MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.