Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag klukkan 14, verður opnuð fyrsta yf- irlitssýningin á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur myndlistarkonu. Yfir- skrift sýningarinnar er Hugleikir og fingraflakk – Stiklur úr starfs- ævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Sýn- ingarstjóri er Eiríkur Þorláksson. Á rúmlega fjörutíu ára ferli hef- ur Ragnheiður skilað drjúgu dags- verki og er myndverk hennar að finna í fjölda safna hér á landi, og grafíkmyndir hennar eru á söfnum víða um heim, allt frá Færeyjum til Egyptalands. Ragnheiður hóf myndlistarfer- ilinn sem málari en síðan var hún í fararbroddi þess hóps sem setti grafíklistina í öndvegi í myndlistar- heiminum hér á landi á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar. Myndefni þess tíma sótti hún gjarn- ar í hversdaglífið og urðu þær að táknmyndum fyrir samtímann, einkum í kvennabaráttunni og um- ræðu um sjálfsvitund einstaklings- ins. Á þessum tíma barst hróður Ragnheiðar víða um lönd og tók hún þátt í fjölda grafíksýninga heima og erlendis. Fyrir tveimur áratugum tók Ragnheiður að vinna með teikn- ingar, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjöl- breytilegt mynstur og flæði. Síðan hafa teikningarnar myndað kjarn- ann í sköpun hennar. Í tengslum við sýninguna verður á morgun, sunnudag klukkan 14, boðið upp á grafíska listsmiðju á Kjarvalsstöðum, í samvinnu við fé- lagið Íslensk grafík. Morgunblaðið/Einar Falur Yfirlitssýning Ragnheiður Jónsdóttir við nýjustu teikningar sínar. Á Kjarvals- stöðum gefst nú tækifæri til að kynnast verkum frá öllum ferli listakonunnar. Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Viðamikil og fjölbreytt bókmenntadagskrá verður í ráð- húsi Reykjavíkur um helgina sem Félag íslenskra bóka- útgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að. Boðið verður upp á bókmenntaumræður með menntamálaráðherra í borgarstjórnarsalnum, pólitík í matsalnum, upplestra, ljóð og söng í kaffihúsinu, fjöl- breytta barnadagskrá, bolta, bíla, mat og nýjar bækur, að því er fram kemur í tilkynningu. Útgefendur munu sýna nýjar bækur og geta lesendur rætt við rithöfunda sem sækja sýninguna og árita bækur sínar. Í fyrsta sinn verður boðið upp á bókmennta- dagskrá í borgarstjórnarsalnum, þar verða umræður um bókmenntir kl. 14-15 í dag og á morgun. Í dag fær Eirík- ur Guðmundsson, rithöfundur og útvarpsmaður, til sín rithöfundana Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómars- dóttir, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Steinunni Sigurð- ardóttur og munu þær ræða um nýútkomnar skáldsögur sínar. Sjónum verður beint að ástinni í bókum þeirra. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, mun ávarpa gesti áður í upphafi dagskrár. Á morgun mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, stýra umræðum um nokkrar skáldsögur sem tengjast sögu eða sagnaarfi okkar Ís- lendinga, að því er fram kemur í tilkynningu og mun hún fá til sín rithöfundana Einar Kárason, Eyrúnu Ingadótt- ur, Kristínu Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson og Vilborgu Davíðsdóttur. Stjórnmál koma einnig við sögu um helgina, Guðni Th. Jóhannesson mun ræða við þá Styrmi Gunnarsson og Svavar Gestsson um bækur þeirra sem báðar fjalla um íslenska stjórnmálasögu og fleiri bækur af sagn- fræðilegum toga verða teknar fyrir. Bandaríski fant- asíuhöfundurinn Ransom Riggs mun svo ræða við rithöf- undinn Sjón. Vestfirskir höfundar og sagnamenn mæta einnig í ráð- húsið og verður auk þess boðið upp á ljóðadagskrá, tón- listaratriði, vítaspyrnukeppni og upplestur. Þá verða á boðstólum réttir úr nýjum matreiðslubókum. Dagskrána má finna á vef Bókmenntaborgarinnar: bokmenntaborg- in.is. Morgunblaðið/Golli Bókaormar Ýmislegt verður í boði fyrir unga lesendur í ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Bókmenntaveisla í ráð- húsi bókmenntaborgar  Fjölbreytt bókmenntadagskrá í boði um helgina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.