Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 68
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Stúlkurnar í áfalli
2. Fundu lík og 200 kg af kókaíni
3. Fá greidda desemberuppbót
4. Fékk hjartaáfall við Heklu
Tökur á næstu kvikmynd Hafsteins
Gunnars Sigurðssonar, gamanmynd-
inni Kalt vor, munu hefjast í maí á
næsta ári á Vestfjörðum. Handrit
myndarinnar skrifaði Hafsteinn með
rithöfundinum Huldari Breiðfjörð en
verið er að fjármagna gerð myndar-
innar, að sögn Hafsteins. Bandarísk
endurgerð á kvikmynd hans, Á annan
veg, Prince Avalanche, verður frum-
sýnd í Bandaríkjunum á næsta ári.
Tökur á Köldu vori
hefjast í maí
Fimm spaug-
arar eru komnir í
úrslit keppninnar
Fyndnasti maður
Íslands, þau Sig-
urður Anton Frið-
þjófsson, Gunnar
Hrafn Jónsson,
Ævar Már Ágústs-
son, Gunnjón
Gestsson og Elva Dögg Gunnars-
dóttir. Úrslitin fara fram á föstudag-
inn á skemmtistaðnum Spot í Kópa-
vogi. Meðal þeirra sem hampað hafa
titlinum er Pétur Jóhann Sigfússon.
Fimm í úrslit Fyndn-
asta manns Íslands
Kvikmyndin Órói hlaut verðlaun
fyrir besta handrit á kvikmynda-
hátíðinni Les gai cinema í Madrid á
Spáni í vikunni. Hand-
ritið skrifuðu leik-
stjóri myndar-
innar, Baldvin Z,
og Ingibjörg
Reynisdóttir og
var það byggt á
tveimur unglinga-
bókum Ingi-
bjargar.
Órói hreppti verðlaun
á hátíð á Spáni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðvestan 10-18 og snjókoma eða él N-til, en sums
staðar hvassari á annesjum. Hægari og allvíða bjartviðri syðra. Dregur heldur úr vindi á
Vestfjörðum seint í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust á Austfjörðum í fyrstu.
Á sunnudag Norðan- og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma á N- og A-landi, él NV-til, en
annars hægari og bjartviðri. Heldur hægari og úrkomuminna um kvöldið. Kólnandi veður.
Á mánudag Norðaustan 8-13 m/s og él NA-til, en annars bjartviðri. Frost 1 til 10 stig.
Handboltinn virðist ætla að ná að
festa rætur á Bretlandi eftir vel
heppnaða Ólympíuleika þar sem leik-
irnir í íþróttinni voru mjög vel sóttir.
Mark Hawkins, fyrrverandi leikmaður
Aftureldingar, fer í skólana og kennir
bæði áhugasömum krökkum og
íþróttakennurum því handbolti er
kominn á stundaskrána í mörgum
skólanna. »2
Bretar bjartsýnir í
handboltanum
Skagastúlkan Inga Elín
Cryer bætti Íslandsmet sitt
í 400 metra skriðsundi á
fyrsta keppnisdeginum á
Íslandsmeistaramótinu í
sundi sem hófst í Ásvalla-
laug í Hafnarfirði í gær.
Flest af besta sundfólki
landsins er á meðal kepp-
enda og heldur mótið
áfram í dag og vonandi
verða fleiri Íslandsmet
bætt á mótinu. »1
Inga Elín bætti
Íslandsmet sitt
Jón Þorbjörn Jóhannsson segir að ís-
lenski handboltinn standi alveg undir
væntingum sínum. Hann kom heim
frá Danmörku í sumar eftir langa dvöl
þar og hefur átt drjúgan þátt í vel-
gengni Hauka í vetur. Jón var í gær
valinn besti varnarmaðurinn í
fyrstu sjö umferðum Íslands-
mótsins. »4
Íslenski handboltinn
stóð undir væntingum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Það er gaman að geta hjálpað börn-
um í neyð og hvatt aðra til góðra
verka um leið,“ segir Andrea Bene-
diktsdóttir, 22 ára háskólastúdent,
sem ber út Morgunblaðið í Kópavogi
og hefur ákveðið að gefa öll blaðbera-
launin mánaðarlega til UNICEF,
barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
en hún hefur lengi verið heims-
foreldri hjá samtökunum.
Andrea stundar nám í lyfjafræði
við Háskóla Íslands, vaknar klukkan
fimm á morgnana til þess að bera út
Moggann og vinnur auk þess um
helgar á Grillinu á Hótel Sögu og
Lava í Bláa lóninu. Hún segist vera
venjulegur fátækur háskólanemi en
hún sé rík í samanburði við krakka í
öðrum heimshlutum sem þurfa að
búa við stríð, náttúruhamfarir og
mikla fátækt. „Flestir Íslendingar
hafa það svo gott í samanburði við
margt annað fólk, sem við sjáum
sjaldan en heyrum um í fréttum,“
segir hún.
Gaman að bera út
„Ég hef lengi fylgst með UNI-
CEF, þetta eru flott samtök og því
ákvað ég að gerast heimsforeldri á
sínum tíma. Mig langaði til þess að
gefa eitthvað af mér og fannst þetta
góð leið til þess,“ segir Andrea um
stuðninginn við hjálparsamtökin.
Andrea byrjaði að bera út fyrir um
ári og blaðberastarfið hefur fyrst og
fremst veitt henni mikla ánægju og
drifkraft, en þessi aukna orka varð
henni hvatning til enn frekari góð-
verka. „Mér finnst svo gaman að
bera út og fólk trúir mér varla þegar
ég segi að ég beri út ánægjunnar
vegna en ekki vegna peninganna.
Það er svo gott að vakna snemma á
morgnana og fá sér göngutúr, það
gerir daginn betri. Vegna þessarar
umræðu um launin datt mér í hug að
þar sem ég ber ekki út fyrir
peningana get ég gefið þá til þeirra
sem virkilega þurfa á þeim að halda.“
Eftir að Andrea fékk þessa hug-
mynd sendi hún UNICEF póst og
sagðist vilja gefa samtökunum blað-
beralaunin til viðbótar við mánaðar-
lega styrkinn sem heimsforeldri.
Erindinu var vel tekið og í fyrradag
gerði hún sér ferð á skrifstofu UNI-
CEF og gekk frá málunum.
Andrea hefur fylgst nokkuð vel
með starfi UNICEF með því að fara
reglulega yfir heimasíðu samtakanna
og lesa fréttabréf þeirra. Eftir að
hafa kynnt sér starfsemi UNICEF
nánar er hún enn ákveðnari en fyrr í
því að heimsækja svæði þar sem
neyðin er mikil. „Mér líst mjög vel á
starfsemi UNICEF og sérstaklega
hvað samtökin eru öflug hvað varðar
bólusetningar. Mig langar mjög mik-
ið að fara á þessar slóðir og get vel
hugsað mér að starfa sem sjálfboða-
liði á neyðarsvæðum síðar meir,“
segir Andrea og heldur áfram að
forgangsraða verkefnum dagsins.
Góðgjarn göngugarpur
Blaðberalaun
Andreu fara
óskert til UNICEF
Morgunblaðið/RAX
Færandi hönd Andrea Benediktsdóttir, blaðberi og heimsforeldri, til hægri, gengur ánægð frá styrktarmálum sín-
um við Sólveigu Jónsdóttur, starfsmann UNICEF. Á milli þeirra er Lovísa Arnardóttir.
UNICEF, barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, hefur sinnt hjálparstarfi
fyrir börn víðs vegar í heiminum í
tæpa sjö áratugi. Samtökin sinna
bæði langtímaþróunarsamvinnu
og neyðaraðstoð. Lögð er áhersla
á að ná til allra barna með það að
leiðarljósi að öll börn eigi rétt á
heilsugæslu, menntun, jafnrétti og
vernd.
UNICEF treystir eingöngu á
frjáls framlög og heimsforeldrar
(www.unicef.is/heimsforeldrar)
gegna mikilvægu hlutverki. Þeir
styðja hjálparstarfið með fram-
lögum að eigin vali mánaðarlega.
Á Íslandi eru mörg þúsund heims-
foreldrar. Þeir styðja ekki við eitt
ákveðið barn heldur renna fram-
lögin til verkefna sem gagnast
börnum um allan heim og er ráð-
stafað eftir því hvar þörfin er mest
hverju sinni. UNICEF lætur nú til
sín taka í yfir 190 löndum.
Heimsforeldrar mikilvægir
UNICEF Í YFIR 190 LÖNDUM