Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 34

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 34
34 Jólablað Morgunblaðsins Draumafrí, skemmtisigling í Karabíska hafið. Allt innifalið í verðinu. Frábær gjöf fyrir alla aldurshópa. Góð og örugg þjónusta. Akstur til og frá skipi á sanngjörnu verði. www.Floridafri.com H netusteikin mín er án glútens, mjólkur og eggja og er vinsæl bæði hjá fjölskyldu- meðlimum og við- skiptavinum,“ segir Friðrik V. Karlsson, matreiðslumaður og eig- andi Friðriks V. á Laugaveginum. „Steikin er reglulega á boðstólum hjá okkur á veitingastaðnum, oftast í hádeginu og verður það á aðvent- unni líka. Ég hef eldað hnetusteikina í mörg ár en upphaflega hannaði ég upp- skriftina ásamt meðlæti fyrir góða vinkonu, sem vildi matreiða ljúffeng- an mat á aðfangadagskvöld fyrir tengdadóttur sína sem er grænmet- isæta. Það þróaðist svo þannig að rétturinn varð glútenlaus.“ Coca Cola-sósa Friðrik segist halda í jólahefðir heima fyrir, bæði í matargerð og að- ventustússi. „Við höldum í marga jólasiði í kringum jólakort, skreyt- ingar, smákökur, laufabrauð og fleira sem mér finnst vera nauðsyn- legur partur af jólunum og sameinar fjölskylduna,“ segir Friðrik og held- ur áfram: „Á Þorláksmessu fáum við okkur alltaf skötu og saltfisk, sem við bjóð- um upp á á veitingastaðnum. Það var hefð hjá okkur á Akureyri að bjóða gestum og gangandi upp á rjúpusúpu fyrir utan veitingastaðinn á Þorláksmessukvöld og það munum við einnig gera á Laugaveginum í ár. Á aðfangadag borðum við alltaf humar í forrétt í mismunandi út- færslum og hamborgarhrygg með Coca Cola-sósu, jólarauðkáli og eplasalati; hryggurinn er alltaf eins, börnin okkar vilja alls engu breyta þar. Eftirrétturinn er mismunandi milli ára en þó yfirleitt einhvers kon- ar ís. Á jóladag er alltaf kalt hangi- kjöt með laufabrauði, kartöflum og uppstúf; þetta er hefð frá tengdafor- eldrum mínum fyrir norðan sem við höfum haldið í. Gamlárskvöld er kvöldið til að gera eitthvað nýtt og frumlegt. Þá erum við aldrei með það sama og það er enn óákveðið hvað við eldum að þessu sinni.“ Óvissa á kvöldin Friðrik og eiginkona hans, Arn- rún Magnúsdóttir, hættu rekstri Friðriks V. á Akureyri vorið 2010. Tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið og opnuðu nýjan veitingastað undir sömu merkjum við Laugaveg sl. sumar. „Við erum ánægð með viðtök- urnar. Þetta fyrirkomulag, að bjóða upp á ferskan, léttan mat í hádeginu og eingöngu þriggja eða fimm rétta óvissumatseðla, með áherslu á ís- lenskt hráefni, á kvöldin er greini- lega það sem fólk kann vel að meta.“ Hnetusteik og meðlæti – án eggja, mjólkur eða glútens fyrir 6-8 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 150 g sætar kartöflur 70 g sellerírót 70 g næpa 70 g gulrætur 150 g kartöflur, soðnar 150 g hýðishrísgrjón, soðin 150 g kasjúhnetur, ristaðar 150 g heslihnetur, ristaðar 4 greinar ferskt blóðberg 3 msk tómatmauk smá chiliduft smá túrmerik smá broddkúmen salt og pipar Hjúpur 100 g sesamfræ 50 g heslihnetur 50 g kasjúhnetur Allt maukað saman í mat- vinnsluvél. Rífið sætu kartöflurnar, gulræt- urnar, næpuna og sellerírótina og svitið í olíunni ásamt lauknum. Kryddið, bætið tómatmaukinu sam- an við og látið malla í 10 til 15 mín- útur, látið síðan kólna. Blandið öllu hinu hráefninu saman við og hnoðið vel saman áður en búin eru til buff úr blöndunni og þeim velt upp úr hjúpnum. Buffin eru steikt í 200°C heitum ofni í 30 til 40 mínútur. Þau má einnig frysta óelduð. Sinnepssósa 2 msk. gott kornasinnep 2 msk. eplaedik 1 lime, bæði safi og börkur, rifinn með fínu rifjárni 2 msk eplasafi 2 dl góð jómfrúarólífuolía Blandið öllu saman með töfra- sprota eða hristið saman. Epla- og rauðrófusalat 1 grænt epli 1 rauðrófa 2 sellerístilkar 1-2 msk. eplaedik 1-2 msk. villiblómahunang 2 kvistar ferskt blóðberg sjávarsalt Hrærið saman hunangi og ediki, rífið epli, rauðrófu og sellerí saman við og smakkið til með salti og blóð- bergi. Geymið í kæli í einn til tvo tíma áður en salatið er borið fram. beggo@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Meistarakokkur Við höldum í marga jólasiði í kringum jólakort, skreytingar, smákökur, laufabrauð og fleira sem mér finnst vera nauðsynlegur partur af jólunum og sameinar fjölskylduna,“ segir Friðrik V. Karlsson. Salat Meðlætið er ljúffengt og uppskriftin ekki ýkja flókin. Hnetusteik Gróður jarðar er uppistaðan og útkoman er afar ljúffeng. Hefðir að norðan Á Friðriki V. er á aðventunni matreidd gómsæt hnetusteik án mjólkur, eggja eða glútens og á Þorláksmessukvöld er gestum og gangandi boðið upp á rjúkandi rjúpusúpu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.