Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 78

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 78
78 Jólablað Morgunblaðsins Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi E in stærsta spurningin sem svara þarf í sam- bandi við jólahald er það hvað eigi að vera í jóla- matinn. Á Íslandi er al- gengast að hamborgarhryggur sé á boðstólum á aðfangadag en fleiri hefðir hafa rutt sér til rúms og fest í sessi. Margar fjölskyldur eru með rjúpur, hreindýrasteik eða aðra villi- bráð í jólamatinn og margir hafa það fyrir sið að vera með lambalæri, reykt eða nýtt. Á undanförnum ár- um hefur það færst verulega í vöxt að matreiða kalkún að amerískum sið. Hentar í fjölmenn matarboð Blaðamaður tók hús á Auði Styrk- ársdóttur, forstöðukonu Kvenna- sögusafns Íslands, og Svani Krist- jánssyni, prófessor í stjórnmála- fræði, en þar hefur kalkúnn verið á boðstólum í nokkur ár í 12-14 manna jólaboði sem þau halda á annan í jól- um. Margar sögur eru sagðar í fjöl- skyldinni af gæðum kalkúnsins. Auður ber hitann og þungann af þessari eldamennsku og þykir henni takast vel að gera kjötið bragðgott og safaríkt. „Við byrjuðum á þessu fyrir nokkrum árum, eftir að fjölga fór verulega í jólaboðunum hjá okk- ur. Þegar fjöldinn var kominn yfir tíu manns hefði þurft að hafa minnst tvö lambalæri og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Auður. Stór kalkúnn dugar í matinn fyrir þennan hóp. Þetta féll strax í góðan jarðveg en bragðið af kalkúninum er nokkuð sem öllum hópunum virðist líka, að sögn Auðar. Galdurinn Auður er fljót að svara þegar hún er spurð hver galdurinn sé við að halda kalkúninum frá því að verða of þurr. „Trixið er engar tilfæringar. Öfugt við marga af þessum sjón- varpskokkum sem ég hef séð sný ég bringunum niður allan tímann. Fyrir steikingu losa ég skinnið frá bring- unum og set smjör, með salti, pipar og kryddjurtum undir skinnið, næst bringunum. Þar með er öllum tilfær- ingum lokið og kalkúnninn er í ofn- inum á sömu hlið allan tímann. Ég smyr hann meðan á steikingu send- ur svona af og til en ekkert mjög oft. „Hvar fékkstu þessa hugmynd að láta bringuna snúa niður?“ spyr Svanur og ekki stendur á svari: „Það vita þetta allar húsmæður í Am- eríku. Þær láta ekkert sjónvarps- kokka glepja sig. Þetta kemur fram í gömlum amerískum matreiðslubók- um og amerískar húsmæður hafa vitað þetta lengi,“ svarar Auður að bragði. Rjúpur og lambalæri Auður ólst upp við rjúpur á að- fangadag en Svanur vandist lamba- lærinu. Bæði eru svo vön að fá hangikjöt á jóladag. „Mér finnst kal- kúnninn mjög góður matur en hann er léttur í maga og manni líður vel af því að borða hann,“ segir Svanur. Hann segir að í Bandaríkjunum sé þakkargjörðarhátíðin mun meiri og almennari hátíð en jólin. „Menn geta allt að því sagt sig úr fjölskyldum ef þeir mæta ekki í þakkargjörðarmat- inn þar í landi en jólin eru hins vegar ekki eins mikið mál enda stórir hóp- ar fólks þar sem ekki halda jól. Kal- kúnninn er rík hefð í Bandaríkj- unum og líklega ein ríkasta hefðin í landinu, sérstaklega á þakkargjörðarhátíðinni. Þar í landi er oft haldið mjög fast í hefðirnar sem orðið hafa til í fjölskyldum og hlutirnir alltaf hafðir eins.“ Þau hjónin eru yfirleitt með lambalæri á aðfangadag, hangikjöt á jóladag en á annan í jólum eru þau með boð með börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Þá er kalkúnninn mat- reiddur. „Það er svo gott að vera með kalkúninn á eftir hangikjötinu, hann er svo léttur í maga,“ segir Auður. Ung hefð Kalkúnahefðin hjá Auði og Svani er ung en í fjögur ár hefur kalkún- ninn orðið fyrir valinu í matinn í jóla- boðinu. Þau segja að þegar hefðir eru svona ungar þá leyfi maður sér að gera tilraunir og hafa hlutina ekki alltaf eins. Til dæmis voru þau fyrst með fyllingu í kalkúninum en þegar hún var aldrei borðuð hættu þau því. Þau sögðust hins vegar strax hafa komist upp á lag með að elda fuglinn og lítið hróflað við því. „Það er verst að hafa ekki uppgötvað kalkún fyrr því að þetta er virkilega góður mat- ur sem öllum, sérstaklega krökkum, þykir gaman að borða,“ segja Auður og Svanur að lokum. Magn af kjöti taki mið af meðlæti Ef miða á við að hver fullorðinn borði 400-500 g af kjöti lætur nærri að 6-7 kílóa kalkúnn dugi fyrir 12-14 manns. Þá er hins vegar ekki líklegt að mikill afgangur verði daginn eftir. Þetta veltur einnig á því hversu mik- ið meðlæti er haft, en því meira sem er af því, því minna þarf líklega af kalkún. Þetta þarf hver að meta út frá sinni fjölskyldu, aldri fjölskyldu- meðlima, matarlyst og hvort ætlunin sé að geyma eitthvað fram á næsta dag. Magnið af kryddjurtum er ekki tiltekið. Kalkúnn 6-7 kg kalkúnn 500 g smjör salt pipar rósmarín (í sérstöku uppáhaldi hjá Auði með kalkúninum) kóríander salvía timían Skinnið losað frá bringum, ekki þó tekið af. 250 g af mjúku smjöri hrært sam- an við salt, pipar og kryddjurtir eftir smekk. Kryddsmjörinu smurt á bringuna, undir skinnið. Ef ekki stendur til að vera með fyllingu er gott að salta og pipra fuglinn að innan. Binda saman leggina ef þörf er á, sérstaklega ef sett er fylling. Það sem eftir er af smjörinu er brætt og salti og pipar bætt út í eftir smekk. Fuglinn smurður vel í byrj- un og síðan á 30-40 mínútna fresti. Ofninn hitaður í 200 gráður og fuglinn settur með bringuna niður og hafður þar í 30 mínútur á þeim hita. Að þeim tíma liðnum er hitinn lækkaður í 180 gráður í tvo klukku- tíma og síðan lækkaður í 110 gráður í einn og hálfan tíma eða þar til kjöt- hitamælir í læri sýnir 70-75 gráður. Borinn fram með trönuberjasultu, brúnni smjörbollusósu úr soðinu og sætum eða brúnuðum kartöflum. halldorbach@gmail.com Léttur í maga og mjúkur undir tönn Morgunblaðið/Árni Sæberg Gómsætur Þegar matarboðin eru orðin fjölmenn er hentugt að matreiða kalkún. Hann virðist falla vel í kramið í fjölskyldu Auðar og Svans. Auður Styrkársdóttir og Svanur Kristjánsson tóku upp á því fyrir fjórum árum að vera með kalkún í matinn í jólaboði sem þau halda fyrir börn, tengdabörn og barnabörn á annan jóladag. Þeim þykir verst að hafa ekki upp- götvað kalkúninn fyrr. ’Trixið er engar til- færingar. Öfugt við marga af þessum sjónvarpskokkum sem ég hef séð sný ég bringunum nið- ur allan tímann. Veislumatur Þennan fyllta kalkún útbjó Pálmar Halldórsson mat- reiðslumaður. Ljúffengur og léttur valkostur við reykt kjöt og saltað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.