Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 116

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 116
Bragðgott Neytendur eru óðum að komast á bragðið hvað varðar bragð- meiri osta,“ segir Erna Erlendsdóttir hjá Mjólkursamsölunni M ikil hefð er fyrir ostaneyslu á Ís- landi. Þótt við Ís- lendingar kjósum almennt frekar bragðminni osta dags daglega er það svo að jólahátíðin virðist vera undan- tekningin frá reglunni og neytendur eru óðum að komast á bragðið hvað varðar bragðmeiri osta,“ segir Erna Erlendsdóttir, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Jólaostarnir ættu því að hitta í mark en þeir eru sumir hverjir bragðmiklir og kalla á að fólk sé nógu þroskað fyrir bragðið eins og eitt af slagorðum okkar fyrir bragðmikla osta hljómar.“ Jólaostur og Hátíðarostur Ákveðið var að skyggnast bak við tjöldin og kynnast nánar tveimur af þessum ostum sem í boði eru; Jóla- ostinum og Hátíðarostinum sem báð- ir eru framleiddir norðan heiða. Friðjón Jónsson, ostameistari hjá MS á Akureyri, þar sem umræddir ostar eru framleiddir, tekur undir þá staðreynd að Íslendingar virðast vera til í tilbreytingu frá bragðmild- ari ostum yfir í nýja bragðmeiri osta yfir jólahátíðina. „Hátíðarosturinn er Gouda- tegund sem við gerjum í dálítið lang- an tíma,“ útskýrir Friðjón. „Það þýð- ir að hann er um níu mánaða gamall þegar hann fer í sölu, samanber um þriggja mánaða gerjun á hefð- bundnum Gouda. Þá er hann orðinn töluvert bragðmeiri en venjulegur brauðostur. Þá er hann meðhöndl- aður á annan hátt með tilliti til hita- stigs og annars. Þetta er stöðug umönnun,“ segir Friðjón og kímir. Hann segir áferðina annars áþekka og á venjulegum Gouda-osti og því henti hann ljómandi vel á brauð. „En ég er nú sjálfur svo skrýtinn að mér finnst svona bragðmiklir ost- ar góðir með öllu! En af því þessi er sérstaklega bragðmikill hentar hann prýðilega með ávöxtum, rétt eins og maður er vanur að njóta hefðbund- inna desert-osta.“ Ostarnir fái að volgna upp Friðjón minnir á að það skiptir öllu máli, þegar desert-ostar eru annars vegar, að leyfa þeim að jafna sig þegar þeir koma út úr ísskápnum Nauðsynlegt sé að þeir volgni aðeins áður en þeirra er neytt. „Það er til dæmis tvennt gerólíkt að borða gráðost þegar hann hefur fengið að volgna eða borða hann harðan beint úr ísskápnum. Það er stór munur þar á, bæði hvað bragð og áferð varðar. Sérstaklega á þetta við um osta á borð við gull- gráðostinn, sem er feitari. Hann verður nánast smyrjanlegur þegar hann hefur fengið að volgna aðeins upp.“ Hinn osturinn sem kominn er á markað fyrir hátíðirnar er Jólaostur, en þar er á ferðinni afbrigði af Havarti-osti. „Hann er með papriku- og laukkryddi sem ekki er notað í neina aðra blöndun fyrir þessi jól,“ útskýrir Friðjón. „Rétt eins og er með hefðbundna danska Havartí-osta er hann með mjúkri áferð og talsvert hár í fitu- innihaldi. Og það er mikil handa- vinna á bak við þennan ost hjá okkur – það þarf að nostra talsvert við hann enda gerum við hann ekki nema einu sinni á ári,“ segir Friðjón Jónsson, ostameistari MS á Akureyri. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Ostar Mjólkin er hráefni ótæmandi möguleika og er framleiðsla hverskonar mygluosta skýrt dæmi um það. Fjölbreytt MS býður neytendum úrval osta og margt er raunar sérunnið fyrir jólahátíðina, þegar þorri fólks leyfir sér munað í mat og drykk. Ostameistari Mér finnst svona bragðmiklir ostar góðir með öllu,“ segir Friðjón Jónsson sem er lykilmaðurinn í allri ostaframleiðslu MS. Ostaveisla um jólin Jólavörurnar frá MS hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og nú sem endranær framleiðir MS sérstaka osta fyrir hátíðirnar. ’Og það er mikil handa- vinna á bak við þennan ost hjá okkur – það þarf að nostra talsvert við hann enda gerum við hann ekki nema einu sinni á ári 116 Jólablað Morgunblaðsins ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 61 88 5 11 /1 2 ...kemur með góða bragðið! Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.