Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 120
120 Jólablað Morgunblaðsins
Þ
etta er skemmtileg hefð
sem haldið hefur verið
við í Sæviðarsundinu hjá
Helgu Guðrúnu Ey-
steinsdóttur og fjöl-
skyldu. Systur Helgu, Björg og Arn-
ljót, börn þeirra allra, tengdabörn
og barnabörn koma saman til að
gera laufabrauð eftir uppskrift sem
er að minnsta kosti yfir 150 ára göm-
ul og gengið hefur áfram í beinan
kvenlegg. Amma þeirra systra, Jó-
hanna Arnljótsdóttir sem fæddist
1872 fékk uppskriftina hjá móður
sinni sem fæddist 1839. Það er því
ljóst að rekja má uppskriftina a.m.k.
150 ár aftur í tímann í beinan kven-
legg. Enginn veit í raun hve gömul
uppskriftin er en það sem mestu
máli skiptir er að nýjar kökur eru
gerðar á hverju ári og þær eru alltaf
jafn vinsælar.
Dagurinn ákveðinn
Helga og dóttir hennar Hera Sig-
urðardóttir tóku á móti blaðamanni
með kertaljósi, kaffi og smákökum
og sögðu frá laufabrauðshefðinni í
fjölskyldunni. Fyrsta skrefið í ferl-
inu er að ákveða daginn en stundum
hefur verið beðið eftir þeim sem
dvalið hafa í útlöndum við nám eða
störf. Yfirleitt verður fyrsti eða ann-
ar laugardagur í aðventu fyrir val-
inu. Um klukkan 10 að morgni laufa-
brauðsdagsins er mæting og ekki
veitir af því að það er talsvert verk
fyrir höndum. Undanfarin ár hefur
verið gerð fimmföld eða sexföld upp-
skrift. Úr hverri uppskrift koma
minnst 25 kökur og því er ljóst að
kökurnar geta orðið vel á annað
hundrað.
Lögboðin matar- og kaffihlé
Systurnar Helga og Björg stjórna
yfirleitt aðgerðum úr eldhúsinu
ásamt Arnljótu, þegar hún kemst, en
hún býr á Akureyri. Önnur sér um
að útbúa deigið en hin steikir. Fólkið
raðar sér svo við laufabrauðsskurð-
inn út um allt hús þar sem það finn-
ur borðpláss.
Þetta er talsvert mikil vinna en
margar hendur vinna létt verk segir
máltækið og það hefur verið sannað
á hverju ári í þau rúmu 40 ár sem
þessi iðna stórfjölskylda hefur við-
haldið þessari hefð. „Við tökum okk-
ur þó lögboðin matar- og kaffihlé,“
segir Helga og hlær „Og auðvitað er
skrafað og spjallað á meðan unnið
er.“
Laufabrauð sent til Ítalíu
Það er ekki bara fjölskyldan sem
tekur þátt í þessu því að í gegnum
tíðina hafa vinir og vinkonur
barnanna fengið að vera með. Einn-
ig hafa skiptinemar sem dvalið hafa
á heimilum fjölskyldunnar sýnt
laufabrauðsgerðinni mikinn áhuga.
„Skiptinemar frá Danmörku og Ítal-
íu hafa tekið þátt í þessu og haft
mjög gaman af. Við höfum meira að
segja sent laufabrauð til Ítalíu, þar
sem það er mjög vinsælt,“ segir
Hera.
Vinsælt að minnka kökurnar
Þó að uppskriftin sé gömul og
haldið sé fast í hana hafa verið gerð-
ar tilraunir með að þróun á henni
sem tekist hafa misvel. Eitt árið var
gerð tilraun með að bæta kúmeni í
deigið og þó að sú tilraun hafi tekist
þokkalega var það þó ekki gert aft-
ur. Það eina sem virðist ætla að taka
einhverjum breytingum er stærðin á
laufabrauðskökunum. Sumir í hópn-
um vilja nú hafa kökurnar smærri að
ummáli en áður var algengt. Þetta
er gert til að ein kaka sé hæfilegur
skammtur fyrir einn í stað þess að
brjóta þurfi kökur til helminga eða
smærri hluta. Gallinn við þetta er sá
að erfiðara er að skera út mynstur í
kökurnar.
Þegar laufabrauðsgerðinni lýkur
er yfirleitt orðið það áliðið dags að
fjölskyldan lýkur deginum á því að
borða kvöldmat saman. Að kvöld-
matnum loknum heldur hver til síns
heima með sínar kökur sem endast
yfirleitt ekki lengur en til áramóta.
Tveir þriðju rúgmjöl
Þessi gamla uppskrift er dálítið
erfiðari viðfangs en þær sem algeng-
ari eru í dag. Tveir þriðju af mjölinu
í uppskriftinni eru rúgmjöl sem ger-
ir það að verkum að kökurnar þorna
hraðar og eru því erfiðari í með-
höndlun. Þær þykja hins vegar mjög
bragðgóðar og það finnst fjölskyld-
unni fyrirhafnarinnar virði.
„Þó að okkur finnist skemmtileg-
ast að útbúa deigið sjálf eftir þessari
gömlu uppskrift er það líka góð sam-
verustund að skera út og steikja
kökur úr deigi sem keypt er í búð.
Fyrst og fremst snýst þetta um að
eiga gæðastundir með fjölskyld-
unni,“ segir Hera.
Miðvikudagar ömmudagar í 30 ár
Laufabrauðsgerð er þó ekki það
eina sem gert er í fjölskyldunni til að
styrkja tengslin. Í hátt í þrjátíu ár
hefur Helga haldið ömmudaginn há-
tíðlegan í hverri viku. Á meðan hún
vann hjá Útflutningsráði hagaði hún
vinnu sinni þannig að hún tók sér frí
eftir hádegi á miðvikudögum og tók
á móti börnum, barnabörnum, vin-
um þeirra og að sjálfsögðu hundum
líka ef því var að skipta. „Börnin
þekkjast miklu betur innbyrðis ef
þau hittast oftar en í einstaka af-
mælum og jólaboðum,“ segir Helga.
Eftir að Helga komst á eftirlaun hef-
ur hún þó ekki setið auðum höndum
heldur leggur stund á nám í íslensku
við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir ann-
ir í náminu hefur vikulegur ömmu-
dagur á miðvikudögum skipað sinn
sess og alltaf hefur einhver mætt.
Nú eru liðin tæp þrjátíu ár síðan
fyrsti ömmudagurinn var haldinn.
Laufabrauð
6 bollar rúgmjöl
3 bollar hveiti
1 lítri nýmjólk, hituð
3 litlar tsk. salt
3 litlar tsk. sykur
Feiti til að steikja upp úr.
Deigið er hnoðað saman. Gott er
að láta deigið á disk yfir pott með
heitu vatni til að það haldist mjúkt.
Flatt þunnt út í hringlaga kökur og
þær eru síðan skornar með alls kon-
ar laufaskurði. Kökurnar eru pikk-
aðar áður en þær eru steiktar í
jurta- eða kókosfeiti. Snúið fyrst nið-
ur í feitina þeirri hlið á kökunni sem
snúið hefur upp eftir að skorið var í
hana og laufunum brett upp á. Breitt
yfir kökurnar með rökum klút að
steikingu lokinni.
halldorbach@gmail.com
Prúðbúin Jóhanna Arnljótsdóttir Hemmert og bróðir hennar Snæbjörn renna sér á skíðum. Jóhanna var
myndarkona en það þótti í raun og veru jafngilda húsmæðraskólagöngu að komast í vist hjá henni.
Ættmóðirin Jóhanna Arnljótsdóttir Hemmert á efri árum.
Aldagömul uppskrift
Laufabrauðsuppskrift sem er að minnsta kosti 150 ára gömul er enn notuð
árlega þegar allt að 30 afkomendur Jóhönnu Arnljótsdóttur koma saman til
laufabrauðsgerðar. Hópurinn dvelur lungann úr laugardegi á aðventu
heima hjá Helgu Guðrúnu Eysteinsdóttur við laufabrauðsgerð. Við steikarpottinn Það þarf að hafa hraðar hendur þegar laufabrauðiðer steikt. Helga Guðrún er í góðri æfingu í þessu þjóðlega stússi.
Hefð Afkomendur Jóhönnu Arnljótsdóttur hittast heima hjá Helgu Guðrúnu og baka saman laufabrauð eftir
aldagamalli uppskrift. Hér er Helga Guðrún með dætrum sínum Heru (t.v.) og Kristínu Sigurðardætrum.
’Góð samverustund að
skera út og steikja ... Fyrst
og fremst snýst þetta um
að eiga gæðastundir með
fjölskyldunni
Morgunblaðið/Ómar
SKÓLAVÖR‹USTÍG 6B - SÍMI 562 6999
FATNAÐUR FYRIR
HÁTÍÐARNAR
www.marialovisa.com