Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Föt og fylgihlutir Í ris Sveinsdóttir hefur kennt hár- greiðslu í mörg ár bæði heima og erlendis. Hún vann meðal annars hjá Paul Mitchell í Þýskalandi en þar bjó hún um ára- bil. „Ég er rakari, herraklippari, upphaflega eins og pabbi og afi,“ segir hún en hárgreiðslurnar urðu engu að síður hennar aðalsmerki og í Þýskalandi gekk hún meira að segja undir viðurnefninu upp- greiðsludrottningin. „Þetta er auðvelt“ „Mér finnst rosalega gaman að kenna og það er aðalkveikjan að því að vilja gefa öðrum af því sem maður kann sjálfur. Það eru fimm ár síðan ég fór að hugsa um að gefa út bók en upphaflega hug- myndin var að gefa út bók fyrir fagfólk. En tískan er þannig í dag að konur leyfa sér að hafa hárið meira uppsett en áður,“ segir hún og útskýrir að fyrir nokkrum árum hafi tíðkast að konur væru helst bara með uppgreitt hár við hátíðleg tækifæri. „Mér fannst upplagt að leyfa fólki að njóta þessa með mér. Það eru svo margir sem halda að þetta sé svo erfitt en þetta er auð- velt ef maður kann vissa tækni.“ Í bókinni er líka að finna upp- skriftir að hárnæringu, skoli og fleiru. „Mér fannst mjög gaman sem lítilli stelpu að drullumalla og hef alltaf verið að drullumalla með hárnæringu,“ segir Íris sem deilir hér til hliðar þremur uppskriftum. NÝ BÓK UM GREIÐSLUR OG GÓÐ RÁÐ Gaman að kenna UPPGREIÐSLUDROTTNINGIN ÍRIS SVEINSDÓTTIR VAR AÐ SENDA FRÁ SÉR BÓKINA FRÁBÆRT HÁR, SEM INNIHELDUR FALLEGAR GREIÐSLUR OG GÓÐ RÁÐ FYRIR HÁRIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 1. Byrjið á að setja hátt tagl í hárið. 2. Teygjan er falin með hárlokki. 3. Skiptið taglinu í tvo hluta. Byrjið að flétta hægri hlutann efst og fléttið fyrst nokkrum sinnum. 4. Dragið síðan hárlokka vinstra megin úr taglinu inn í fléttuna og reynið að hafa þá alla jafnþykka. 6. Nú er vinstra taglið fléttað alveg eins og hið hægra, þó þannig að lokk- arnir eru dregnir inn í fléttuna hægra megin. 7. Þegar báðar flétturnar eru tilbúnar eru þær lagðar jafnt báðum megin svo að formið verði fallegt og þær svo festar niður með spennum. Þessi næring gefur fínu og þunnu hári meiri fyllingu. Setjið hálfan lítra af mjólk, tvær matskeiðar af sykri og hundrað grömm af hesli- hnetum í blandara og hrærið vel saman. Blandan er borin í hárið eftir þvott og látin standa í því í u.þ.b. tvær mínútur áður en hún er skoluð vandlega úr. Heslihnetu- næring Fyrir dökkhærða er upplagt að nota kalt kaffi til að skola hárið eftir þvott. Hægt er að blanda dálitlu af volgu vatni út í kaffið og hella yfir hreint hárið. Það má jafnvel láta vera að skola það úr hárinu. Ef þetta er gert oft fær hárið fallegan dökkan gljáa og ekki spillir blessaður kaffiilmur- inn. Kaffiskol Sjávarsaltsskol er gott fyrir feitan hársvörð en gefur hárinu einnig gljáa. Kúfuð matskeið af sjávar- salti er hrærð út í tvo bolla af vatni og vökvanum síðan hellt í hárið. Gott er að setja vökvann í tóma plastflösku, þá er auðveld- ara að hella honum yfir hárið. Látið saltvatnið standa í hárinu í 15 mínútur og skolið síðan ræki- lega. Til að byrja með er ágætt að gera þetta einu sinni í viku og síðan eftir þörfum. Sjávarsaltskúr Ein greiðsla Írisar úr bókinni: „Fiðrildið er greiðsla sem vekur alltaf athygli og lítur út fyrir að vera flókin en er í sjálfu sér ósköp einföld. Ég byrja á að greiða allt hárið í frekar hátt tagl. Tek síðan einn lokk, vef honum um teygjuna og festi með einni spennu og hárlakki. Til þess að áferðin verði sem fallegust er gott að nota gelkrem í hárið. Það er gel sem harðnar ekki, gefur festu en helst mjúkt þótt það þorni. Ég skipti taglinu svo í tvo jafna hluta. Ég byrja að flétta hægri hlutann, tek lítinn lokk efst við taglið og skipti honum í þrjá jafna hluta og flétta fjórum sinnum. Þá byrja ég að taka jafnþykka lokka úr taglinu og setja þá inn í fléttuna vinstra megin. Mikilvægt er að halda fléttunni alltaf á sama stað, sem sagt að flétta hana alltaf í beinni línu. Þegar engin hár eru eftir í hægri taglhelmingnum flétta ég allt hárið niður í enda og festi svo með lítilli teygju. Vinstra megin geri ég nákvæmlega það sama, en tek lokka úr taglinu hægra megin inn í fléttuna. Nú er hægt að leggja flétturnar á marga vegu og festa með spennum. Það er mikilvægt að setja mjúkt gel í hárið ef þið viljið að áferðin verði hrein og regluleg.“ 5. Fléttan er fléttuð alveg niður og haldið beinni allan tímann þannig að draga þarf síðustu lokkana langt inn í fléttuna. Setjið glæra teygju í endann. Ljósmyndir/Bernd Siegel Fiðrildið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.