Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012
Jólasýning Árbæjarsafns verður
tvo næstu sunnudaga, 9. og 16. des-
ember klukkan 13 til 17. Ungir sem
aldnir geta rölt milli húsanna og
fylgst með undirbúningi jólanna
eins og hann var í gamla daga. Með-
al annars verða jólasveinar, þessir
gömlu íslensku, á vappi um safn-
svæðið á milli kl. 14.00 og 16.00.
Í Árbænum sitja fullorðnir og
börn með vasahnífa og skera út
laufabrauð en uppi á baðstofulofti
verður spunnið og prjónað. Þar
verður jólatré einnig vafið lyngi.
Jólasveinar verða á
vappi í Árbæjarsafni
Landsmót hestamanna ehf. hefur
gefið út dvd-diska með efni frá
landsmótinu sem fram fór í Víði-
dal í Reykjavík í sumar. Er þetta
í fyrsta skipti sem íþróttavið-
burður er tekinn upp og gefinn
út í háskerpu, samkvæmt upplýs-
ingum frá félaginu.
Diskarnir eru seldir í tveimur
hlutum. Kynbótapakkinn er á
fjórum diskum. Þar sjást öll kyn-
bótahrossin sem hlutu dóm á
mótinu. Tveir diskar eru í há-
punktapakkanum sem er sam-
antekt af helstu atriðum mótsins,
svo sem töltinu, skeiðinu, gæð-
ingakeppninni, stóðhestum með
afkvæmum, ræktunarbúunum og
fleiru.
Diskarnir eru til sölu í öllum
helstu hestavöruverslunum lands-
ins. Þá er einnig hægt að kaupa á
skrifstofu Landssambands hesta-
mannafélaga í Laugardal. Verðið
á kynbótapakkanum er 8.990
krónur og hápunktapakkanum
5.990 kr. Þar er einnig hægt að
fá dvd-diska frá landsmótinu á
síðasta ári.
LH hefur sjálft staðið fyrir
myndupptökum á síðustu tveimur
landsmótum en í nokkur ár þar á
undan var samvinna við sjálf-
stæða kvikmyndagerðarmenn.
Haraldur Þórarinsson, formaður
LH, segir mikilvægt að varðveita
söguna og menninguna með þess-
um hætti.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sýning Ræktunarbússýningar eru í hápunktapakka landsmótsins.
Landsmótið gefið
út í háskerpu
BÆJARLÍF
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnes
Desember á ekki að vera mán-
uður roks og rigningar heldur ljóss
og friðar. Þrátt fyrir veðurfarið end-
urspeglar desember samt sem áður
það fjölbreytta menningarstarf sem
er víða að finna í samfélaginu og
snertir marga. Þar má nefna söng,
dans, upplestur, helgileik, Útvarp
Óðal o.fl.
Dansskóli Evu Karenar var með
jóladanssýningu í vikunni þar sem
sýndir voru samkvæmisdansar,
barnadansar, nútímadans, freestyle
og ballett. Nemendur Dansskólans
eru orðnir rúmlega 150 þannig að
áhuginn á danslist er augljós. Það er
alltaf húsfyllir í Hjálmakletti, menn-
ingarhúsi Borgarbyggðar, þegar
Danskólinn heldur sína árlegu Jóla-
danssýningu.
Útvarp Óðal er orðið 20 ára en það
er árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðv-
arinnar Óðals sem tengist starfsemi
Grunnskólans í Borgarnesi. Útvarpið
sendir út 10.-17. des. alla daga frá kl.
10-13 og er alfarið í höndum grunn-
skólanema. Þættirnir heita frum-
legum nöfnum, s.s „Stórir fiskar“,
„Hvítt Toblerone“ svo eitthvað sé
nefnt. Hápunktur fréttastofunnar
verður eins og undanfarin ár „bæj-
armálin í beinni“. Þar koma saman
gestir úr atvinnulífinu, íþrótta- og
menningargeiranum sem og sveit-
arstjórn“. Jólaútvarp Óðals er ómiss-
andi liður í jólaundirbúningi Borg-
nesinga. Þar sem útsendingar nást
ekki er hægt að hlusta á vef Borg-
arbyggðar, www.borgarbyggd.is, eða
grunnskólans, www.grunnborg.is.
Tónlistarhjónin Olgeir Helgi og
Theodóra ásamt dætrum sínum
Hönnu Ágústu og Sigríði Ástu munu
syngja í Borgarneskirkju 19. desem-
ber.
Undirleik annast Ingibjörg Þor-
steinsdóttir. Theodóra er skólastjóri
Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söng-
kennari og söngkona. Hún stundaði
söngnám í Söngskólanum í Reykja-
vík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur
víða komið fram sem söngkona. Ol-
geir Helgi stundaði m.a. söngnám við
Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Syst-
urnar eru báðar í söngnámi við Söng-
skólann í Reykjavík. Fjölskyldan tók
m.a. þátt í óperunni Sígaunabaróninn
sem sýnd var í Gamla mjólk-
ursamlaginu við góðar undirtektir.
Ingibjörg er Borgfirðingum að góðu
kunn, hún var á árum áður píanó-
kennari við Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar ásamt því að vera kórstjóri
og undirleikari í héraðinu en býr nú í
Hafnarfirði.
Hyrnan hefur síðustu árin verið
rekin af Samkaupum. Nú hefur N1
tekið reksturinn yfir og mun fara í 4-5
mánaða breytingar á þessu 1.000
ferm. húsnæði. Meðan það stendur
verður einungis opið í bensín-
afgreiðslunni. Ekki er langt síðan
Shell byggði nýjan söluskála, „Stöð-
ina“, og Olís hefur opið allan sólar-
hringinn. Þeir ættu því að fara létt
með að sinna veitingaskyldum bens-
ínstöðvanna á meðan Hyrnan er lok-
uð. Rétt er að benda á að Strætó ekur
nú frá Olís en ekki Hyrnunni á meðan
þessar breytingar standa yfir.
Menningarlífið blómstrar
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elsdóttir
Jóladanssýningin Nemendur Dansskólans eru orðnir rúmlega 150 þannig að áhuginn á danslist er augljós.
Opnum hluta almenns útboðs með
hlutabréf Fjarskipta hf. (Vodafone)
lauk í gær en lokuðum hluta þess
lauk 3. desember sl. Umfram-
eftirspurn var eftir bréfunum, en
60% meira var sótt um í almenna út-
boðinu en framboð var af og samtals
120% þegar bæði útboðin eru skoð-
uð.
Í ljósi umframeftirspurnar mun
Framtakssjóður Íslands auka við
framboðið og selja til viðbótar sem
nemur 10% hlutafjár og verða því
samtals seld 60% í félaginu, 49% í
lokaða útboðinu og 11% í því al-
menna. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá félaginu.
Útboðsgengið var 31,5 krónur á
hlut. Samtals bárust áskriftir fyrir
1.652 milljónir króna í almenna út-
boðinu en 9.969 milljónir króna frá
fjárfestum í lokaða útboðinu.
Framtakssjóður Íslands á eftir
viðskiptin 19,7% hlut í félaginu. Sjóð-
urinn kom að félaginu í upphafi árs
2010 og hefur gegnt virku eiganda-
hlutverki í því frá þeim tíma.
Umframeftirspurn í Vodafone
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
A L M E N N A R A U G N L Æ K N I N G A R