Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.12.2012, Qupperneq 26
Til að lágmarka áhættuna af áföllum í bankarekstri fyrir þjóðarbúið kunna að vera aðrar leiðir færar en að ráðast í fullan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og „ekki endilega víst“ að sú leið sé sú besta. Þetta kemur fram í umsögn Seðla- bankans til efnahags- og viðskipta- nefndar um þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi nefnd er endurskoði skipan bankastarfsemi með það að leiðarljósi að leggja til aðskilnað í bankastarfsemi. Í umsögn Seðlabankans er hins vegar bent á að „ekkert eitt viðskipta- líkan kom sérstaklega betur eða verr út úr kreppunni en annað“. Einnig segir bankinn að ekki sé rétt, eins og kemur fram í greinargerð með tillög- unni, að svonefnd Volcker-regla í Bandaríkjunum gangi út á fullan að- skilnað fjárfestingarbanka og við- skiptabanka, heldur lúti hún fyrst og fremst að því að takmarka eigin við- skipti innlánsstofnana. Seðlabankinn telur ennfremur varasamt að byggja á „einföldum skoðanakönnunum,“ en ein slík sýndi mikinn stuðning almennings við slík- an aðskilnað, þegar rætt sé um flókin úrlausnarefni eins og framtíðarskip- an fjármálakerfisins. Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að samþykkja tillög- una að öðru óbreyttu. Hins vegar gæti nefnd „með almennara og opn- ara umboð“ til að kanna hvernig megi draga úr áhættu í bankastarfsemi verið gagnleg. hordur@mbl.is Aðrar leiðir en aðskilnaður  Seðlabankinn segir varasamt að „byggja á einföldum skoðanakönnunum“ Aðskilnaður og áhætta » Seðlabankinn styður ekki að öðru óbreyttu þingsályktun- artillögu um aðskilnað fjárfest- ingarbanka og viðskiptabanka. » Varasamt að byggja á skoð- anakönnun við úrlausnarefni eins og skipan bankakerfisins. seint fram og stór hluti hækkunar- innar muni lenda á gististöðunum sem ráði illa við hana. Helsta sölu- tímabili ferðaþjónustunnar sé að ljúka. Langt sé síðan verðskrár voru birtar fyrir næsta ár og bindandi samningar gerðir við erlenda ferða- heildsala um verulegan hluta af gistirýminu. „Ef boðuð hækkun virðisaukaskattsins verður sam- þykkt mun hún því óhjákvæmilega lenda á gististöðunum.“ Samkvæmt skýrslu sem KPMG vann og send hefur verið til alþing- ismanna var framlegð gististaða árið 2011 aðeins 5,9% að meðaltali á land- inu öllu og 2,9% í Reykjavík. Framlegð þarf að standa undir endurnýjun á tækjum Framlegðin þurfi að standa undir m.a. fjármagnskostnaði, afborgun- um af lánum og endurnýjun á tækj- um og búnaði. „Það er því ekki ger- legt fyrir þessi félög að taka á sig hækkun virðisaukaskattsins með því að lækka verð enda ekki eðli virð- isaukaskatts að fyrirtækin þurfi að kostnaðarfæra hann,“ segir í at- hugasemdinni. „Himnasending fyrir svarta markaðinn“  Samtök ferðaþjónustunnar segja að sá svarti hagnist á skattahækkunum Morgunblaðið/Eggert Tapað skattfé Lausleg könnun á umfangi leyfislausrar gistingar á Íslandi bendir til að vangreidd opinber gjöld nemi um 450 milljónum á ári. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hækkun skatta á hótelgistingu er himnasending fyrir svarta markað- inn sem kemur til með að hagnast mest á breytingunni. Þetta kemur fram í athugasemd Samtaka ferða- þjónustunnar til efnahags- og við- skiptanefndar í vikunni varðandi auknar álögur á greinina. Þau segja að skynsamlegast sé að leggja áherslu á að uppræta svarta og leyf- islausa gistingu og ná þannig inn auknum tekjum. Lausleg könnun á vegum samtak- anna á mögulegu umfangi leyfis- lausrar gistingar á Íslandi bendir til þess að vangreidd opinber gjöld þessara aðila nemi um 450 milljón- um á ári. Sá svarti hækki verð Stefnt er að því að hækka virð- isaukaskatt á útleigu hótel- og gisti- herbergja í 14% úr 7% 1. maí á næsta ári. Ferðaþjónustan sér sig knúna til að hækka verð til við- skiptavina til að mæta skattahækk- uninni. Það kemur ekki fram í um- sögninni, en þeir sem til þekkja segja að skattahækkunin leiði til þess að svarti markaðurinn geti hækkað sín verð vegna þess að sam- keppnisumhverfið sé með þeim hætti, en sú verðhækkun fer beint í vasa leigusalans, þar sem hann skil- ar ekki hluta af tekjunum til ríkisins. Samtökin hafa lagt fyrir fjármála- ráðuneytið tillögur að auknum tekjum fyrir ríkissjóð, t.d. að afnema rekstur leyfislausra gististaða og selja erlendum ferðamönnum nátt- úrupassa. „Þessar tekjur yrðu hærri en sá ávinningur sem ríkisstjórnin telur sig geta haft af hækkun virð- isaukaskatts,“ segir í athugasemd- inni. Þar segir að breytingin komi alltof Aðfinnslur » Hækka á virðisaukaskatt á gistingu í 14% úr 7% frá 1. maí. » Himnasending fyrir svarta markaðinn sem hagnast mest á breytingunni. » Varasamt er að flækja skatt- kerfið með því að bæta við skattþrepi fyrir 608 aðila. » Gististaður getur þurft að setja fjögur þrep virð- isaukaskatts á reikning (gist- ing 14%, matur 7%, áfengi 25,5% og seld afþreying 0%). 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Stuttar fréttir ... ● Seðlabanki Þýskalands lækk- aði í gær hagvaxt- arspá sína fyrir Þýskaland fyrir árið í ár og það næsta. Kemur fram í spánni að nið- ursveiflan sé ein- ungis tímabundið ástand. Jafnfram að útlit sé fyrir að hagvöxturinn í ár verði 0,7% og aðeins 0,4% á næsta ári. Hins vegar muni hagvöxturinn nema 1,9% árið 2014. Í spá bankans frá því í júní var spáð 1% hagvexti í ár og 1,6% 2013. Dekkri hagvaxtarspá Seðlabanka Þýskalands Jens Weidmann seðlabankastjóri.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,/,./1 +,-.23 ,+.10, ,,.+2+ +1.2 +40.5 +.3,2+ +2,.25 +-,.20 +,-.40 ,/,.35 +,5.4, ,+.2/- ,,.,3- +1.233 +43./1 +.344- +24.33 +-4.0 ,,3.,+0, +,-.-0 ,/4./- +,5.-2 ,+.25 ,,.4,+ +2./+ +43.0- +.341+ +20.+4 +-4.1- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Landsframleiðsla á fyrstu níu mán- uðum ársins 2012 jókst um 2% að raungildi frá því sem var fyrstu níu mánuði ársins 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,7%. Einkaneysla jókst um 3,2% og fjárfesting um 14,3%. Útflutningur jókst um 3% en inn- flutningur nokkru meira, eða um 6,6% fyrir sama tímabil. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Landsframleiðsla á 3. ársfjórðungi jókst um 2,1% frá sama fjórðungi fyrra árs. Landsframleiðslan hef- ur aukist um 2% Innflutningur Fyrstu 9 mánuðina jókst innflutningur mun meira en útflutningur. Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Verslunin okkar er komin í jólabúning og er sneisafull af glæsilegum vörum. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Jólaverð: 5.500 kr. stgr. Gufustrokjárn BOSCH Jólaverð: 27.900 kr. stgr. Ryksuga SIEMENS Jólaverð: 8.300 kr. stgr. Kaffivél SIEMENS Jólaverð: 14.500 kr. stgr. Gólflampi STAVANGER Jólaverð: Matvinnsluvél BOSCH 10.900 kr. stgr. Jólaverð: Rakatæki ANTON 19.900 kr. stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.