Morgunblaðið - 08.12.2012, Side 28

Morgunblaðið - 08.12.2012, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Karl Blöndal kbl@mbl.is Þúsundir manna söfnuðust saman og héldu að forsetahöllinni í Kaíró síðdegis í gær til að þrýsta á Mohamed Morsi forseta að afsala sér þeim völdum, sem hann tók sér með tilskipun fyrir hálfum mánuði, og fresta þjóðaratkvæði, sem halda á 15. desember um nýja stjórnarskrá. Mótmælin fóru friðsamlega fram, en áhyggjuraddir heyrðust um að allt gæti farið í bál og brand ef stuðningsmenn Morsis söfnuðust einnig saman á staðnum líkt og á miðvikudag þegar sjö menn létust og rúmlega 600 slösuðust í átökum milli fylkinganna. Þá hafði fréttastofan AFP eftir þátttakendum í mótmælunum að enn færu þau friðsamlega fram, en þráðurinn væri stuttur og hæglega gæti komið til þess að þeir gripu til vopna. „Við munum nota allar nauðsyn- legar aðferðir til að fella stjórnina,“ sagði Ah- med Dewedar, 25 ára mótmælandi á Tahrir- torgi í Kaíró. Herinn rýmdi á fimmtudag torgið fyrir framan höllina og setti upp gaddavír og hindranir til að koma í veg fyrir að fólk safnaðist þar saman. Segja Morsi ekki forseta allra Egypta Stjórnarandstaðan í Egyptalandi hafnaði í gær boði Morsis um viðræður. Samsteypa stjórnarandstöðuhreyfinga, Hjálpræðisfylking þjóðarinnar, hvatti til mómtælanna í gær og sak- aði Morsi um að hafna „endurteknum kröfum um að leggja fram málamiðlunartillögur … til að bjarga Egyptalandi úr stórhættulegri stöðu“. Þar var forsetinn sakaður um að „skipta Egypt- um í „stuðningsmenn réttmætis“ hans … og andstæðinga, sem hann kallar „hrotta““. Mohamed ElBaradei, helsti skipuleggjandi stjórnarandstöðunnar og handhafi friðar- verðlauna Nóbels, skoraði á alla pólitíska hópa að hafna viðræðum við Morsi. „Við viljum ekki viðræður, sem byggjast á að snúa upp á hand- leggi og knýja í gegn ákvarðanir, sem þegar hafa verið teknar,“ sagði hann á vefnum Twitter. Morsi varði ákvarðanir sínar í sjónvarps- ávarpi á fimmtudag og neitaði að gefa aftur eftir þau völd, sem hann tók sér með tilskipun. Hann kvaðst heldur ekki reiðubúinn að fresta þjóðar- atkvæðinu, en hann væri tilbúinn að ræða við stjórnarandstöðuna í dag, laugardag. Stjórnarandstaðan sagði að í ávarpinu hefði hann hafnað sögulegu tækifæri til sátta. Spenna hefur ríkt í Egyptalandi frá því að Morsi gaf út tilskipunina. Þar svipti hann dóms- valdið valdi til að vefengja ákvarðanir sínar. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, í Kaíró segir að ástandið beri vitni djúpum ágrein- ingi innan Múslímska bræðalagsins, sem situr við völd. Í hvert skipti, sem málamiðlanir beri á góma innan hreyfingarinnar, hafi harðlínumenn- irnir betur. Að minnsta kosti fjórir ráðgjafar Morsis hafa sagt af sér vegna ástandsins og verðbréf hafa fallið á hlutabréfamarkaðnum í Kaíró. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa skorað á Morsi að leysa úr deilunni. Barack Obama Bandaríkjaforseti hringdi í Morsi á fimmtudag og lýsti yfir „þungum áhyggjum“ vegna ástandsins í Egyptalandi, að því er emb- ætti Bandaríkjaforseta greindi frá. Mun Obama hafa fagnað því að Morsi skyldi boða til við- ræðna, en hafa ítrekað að þær ættu að fara fram án fyrirfram gefinna skilyrða. Mótmæli halda áfram í Egyptalandi  Mótmælendur söfnuðust saman í Kaíró og sögðust ekki linna látum fyrr en stjórnin færi frá  Stjórnarandstaðan hafnar boði um viðræður og segir Morsi hafa glatað sögulegu tækifæri AFP Rauða spjaldið Mótmælandi í Kaíró gefur Mohamed Morsi forseta rauða spjaldið á fundi í gær. Drög gagnrýnd » Navi Pillay, sem fer með mannréttindamál hjá Samein- uðu þjóðunum, gagnrýndi í gær uppkastið að stjórnar- skránni og sagði það að mörgu leyti gallað. » „Skortur á þátttöku ým- issa aðila í Egyptalandi í að leggja drög að stjórnarskránni er mikið áhyggjuefni og ein af meginástæðunum fyrir þeirri hrikalegu stöðu, sem hefur verið að þróast í Egyptalandi í tvær vikur,“ sagði Pillay. » Hún sagði að stjórnar- skráin væri ekki með öllu ill. Þar væri valdatími forseta til dæmis takmarkaður við tvö fjögurra ára kjörtímabil. » Hins vegar skorti mann- réttindaákvæði. Til dæmis væri ekki bannað að mismuna á grundvelli kyns, kynhneigðar, trúarbragða eða uppruna og ákvæði um trúfrelsi hefðu ver- ið rýmri í þeirri gömlu. » Áhyggjuefni væri að sjaría-lög ættu að vera grund- völlur lagasetningar og réttar- fars og harma bæri að forset- inn ætti að skipa hæstaréttardómara. ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni gefur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: ■ frjálst framlag á framlag.is ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) ■ söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 23 23 9 Öflugur jarðskjálfti, 7,3 stig, varð í gær undan strönd Japans, á svipuð- um slóðum og jarðskjálftinn mikli sem reið yfir árið 2011. Tveir eftirskjálftar, annar 6,2 stig og hinn 5,5 stig, fylgdu í kjölfarið. Skelfing greip um sig á svæðinu. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun og fólk var hvatt til að forða sér frá ströndinni. Flóðbylgja, um metri á hæð, skall á borginni Ishinomaki en olli engu tjóni og skömmu síðar var viðbúnaðarástandinu aflétt. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast og ekkert tjón varð heldur á mannvirkjum af völdum skjálftans. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði, að engin truflun hefði orðið á starfsemi í kjarnorkuverum á svæð- inu en í jarðskjálftanum sem varð í mars árið 2011 laskaðist Fukushima- kjarnorkuverið mikið af völdum flóð- bylgju og geislamengun varð á stóru svæði. AFP Fylgst með fréttum Farþegar lesa fréttir um jarðskjálftann á meðan þeir bíða eftir lest á aðaljárnbrautarstöðinni í Tókýó, höfuðborg Japans. Öflugur jarð- skjálfti í Japan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.