Morgunblaðið - 08.12.2012, Side 50

Morgunblaðið - 08.12.2012, Side 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að standa skil á sínu er hluti af reikn- ingsdæminu. Ef þú getur unnið og verið ham- ingjusamur/söm um leið skaltu ekki sættast á neitt minna. 20. apríl - 20. maí  Naut Af einhverri ástæðu ertu í sviðsljósinu í dag. Mundu að aðrir eru álíka fastir fyrir og þú í vissum efnum. Þú klappar einhverjum lof í lófa en færð engar þakkir fyrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum skjóta gamlir draugar upp kollinum og hafa áhrif á okkur. Líttu í spegil og segðu sjálfum/sjálfri þér að þú sért frá- bær. Þú gætir lent í smá óhappi fljótlega en það fer allt vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Eru verðlaunin bardagans virði? Þú ættir að fara oftar út fyrir bæinn í sveitasæluna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ættingjar þínir gætu þurft á hjálp þinni að halda í dag. Ef óskir eru sagðar upphátt hafa þær svo gott sem ræst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að hjálpa einhverjum úr klípu lætur þér líða mjög vel. Lífið, líkt og djassinn, verð- ur til í bilinu á milli nótna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú liggur yfir ferðabæklingum, vefsíðum og tímaritum. Farðu varlega í að lofa börnum og ungu fólki nokkru í dag. Þú gætir þurft að efna loforðið. Einhver misskilningur skýtur upp kollinum en hafðu ekki áhyggjur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hamingja er hugsanamynstur. Reyndu að festast ekki í hlutum sem þú færð ekki breytt heldur beittu kröftum þínum þar sem þeirra sér stað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fjarlægðu orðið „venjulegur“ úr þinni huglægu orðabók og settu „uppfinn- ingasamur“, „vandfýsinn“ og „djarfur“ í stað- inn. Njóttu ávaxta erfiðis þíns. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vitrar manneskjur hvetja þig hugs- anlega til þess að takast á við veikleika þína. Skilaboðin af andlegum toga hitta þig fyrir, ekki vísa þeim sjálfkrafa á bug. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er rosalega gaman þegar allt gengur manni í hag. Stuttar ferðir, útivera, aukinn lestur og skriftir taka allan þinn tíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er alveg óhætt að láta eitthvað smávegis eftir þér í tilefni jólanna. Enginn er fullkominn og þú ekki heldur svo þú skalt bara herða upp hugann og halda áfram. Það var þungt hljóðið í karlinum áLaugaveginum, þar sem ég hitti hann við gamla Ostakjallarann og var með stóran plastpoka merktan Vínbúðinni í annarri hendinni. „Hann er hálftómur,“ sagði hann og hristi pokann. „Það eru ekki nema þrjár dósir í honum. Verð að láta þær duga. Nóg er þeim sér nægja lætur, en Steingrímur sígur í!“ tautaði hann og hysjaði upp um sig buxurnar: Ráp milli ráðherrastóla og rauðgrænna valdapóla Steingrími líkar og fjárlögum flíkar sem fagnaðarboðskap jóla. Árbók Þingeyinga fyrir síðasta ár er nýkomin út. Mér er það alltaf til- hlökkunarefni að fletta henni, efni er fjölbreytt og fræðandi og vafalaust að ekki er betur kveðið í öðrum sýslum. Að þessu sinni skrifar Indriði Ketilsson á Fjalli merkilega grein, sem hann kallar „Ljós“ og segist tak- marka mál sitt einkum við ljósfæri sem hann þekkti í æsku en segir einnig frá ljósum sem hann þekkti ekki. Nú gríp ég niður í greininni: „Hverf þú ekki litla ljós, lífsins vonarstjarna. Horfi ég gegnum hélurós heim til konu og barna. Svo kvað faðir minn, Ketill Ind- riðason, einhverju sinni í hríðarveðri og vetrarmyrkri á heimleið frá Syðra- Fjalli og þótti sem hann sæi ljósi bregða fyrir er hann vonaði að væri í baðstofu- eða eldhúsglugga heima og þótti vænt um þótt leiðin væri ekki villugjörn né hann teldi sig í hættu.“ Indriði segir frá því, að einhvern tíma þegar móðir hans vakti yfir yngsta barni sínu og norðan hríð- arhari buldi á baðstofunni hefði þessi vísa orðið til: Fátt er gott sem fylgir byl, frostið herðir inni. Þó má láta hann leggja til ljós að þessu sinni. Indriði bætir því við að ekki beri að skilja það svo að frost væri í bað- stofu, – „þar fannst mér aldrei kalt á þessum árum en í frambænum gat orðið kalt“. Nú þykir mér við hæfi að rifja upp vísur eftir afa Indriða og nafna Þor- kelsson á Fjalli: Úti um bleika og bera fold börn sér leika án kvíða. Her sinn eykur helja og mold. Hugurinn reikar víða. Varla verður betur kveðið en þetta: Eina þá sem aldrei frýs úti á heljarvegi kringda römmum álnar-ís á sér vök hinn feigi. Halldór Blöndal Vísnahorn Rauðgrænir valdapólar og Þingeyingar eftir Jim Unger „EINHVER HEFUR VERIÐ AÐ SELJA INDJÁNUNUM KLARÍNETT.“ HermannÍ klípu „SVO ÉG SAGÐI HENNI AÐ ÞETTA VÆRI GEGGJUN, HÚN GÆTI EKKI NEYTT MIG TIL AÐ VINNA YFIRVINNU.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna fyrir nærveru hins þótt þið séuð hvort í sínu landinu. SKELL LÍSA OG JÓN VORU ÚTI ... ... AÐ SYNGJA JÓLALÖG. EKKI GEFA UPP VONINA UM AÐ FINNA HINA EINU SÖNNU, LEIFUR ÓHEPPNI ... ... MUNDU AÐ ÁSTIN GÆTI LEYNST BAKVIÐ NÆSTA HORN! HVAR FINN ÉG ÞETTA HORN? Víkverji hefur verið sjónvarpslausí rúma viku. Satt best að segja er þess ekki sárt saknað. Ástæða sjónvarpsleysisins er einföld – flutn- ingar. Símafyrirtækið sem Víkverji skiptir við tekur sér rúma viku til að flytja tenginguna á milli sveitar- félaga. Þar sem Víkverji getur nálg- ast sínar upplýsingar í gegnum netið hefur það ekki farið mikið fyrir brjóstið á honum. x x x Rás eitt hefur séð um að halda Vík-verja vel upplýstum og flutt honum útvarpsfréttir með reglulegu millibili, eins og stöðvarinnar er von og vísa. Víkverji er ekki frá því að inntak fréttanna síist betur inn í höf- uðið á honum – smjúgi nánast í merg og bein – þegar hann þarf eingöngu að einbeita sér að athöfninni að hlusta, en ekki hlusta og horfa sam- tímis. Kannski er það að hlusta van- metið á tímum þar sem sjónræni miðillinn er ríkjandi. x x x Ef hlustað er á Spegilinn, kvöld-fréttatíma útvarpsins, sem er á dagskrá alla virka daga frá 18 á Rás 1 og Rás 2, þarf vart aðra fréttatíma til að vera sæmilega upplýstur um fréttir dagsins. Raddir flestra út- varpsmanna hljóma nokkuð vel, enda má ætla að þeir hafi þurft að þreyta inntökupróf til að komast inn. x x x Sjónvarpsins er helst saknað núþegar Evrópumót kvenna stendur yfir. Þar hafa íslensku stelp- urnar spreytt sig og staðið sig svo sem ágætlega. Víkverji hefur því gripið til þess ráðs að láta bjóða sér í heimsókn og engum hefur orðið meint af, honum vitanlega. x x x En sumir takast einir á við óblíðnáttúruöflin. Vilborg suðurpóls- fari hefur lagt í sjálfskipaða útlegð þar sem hún er ein með sjálfri sér og lýsti því í viðtali að hún væri nokkuð sátt við að losna við áreiti fjöl- miðlanna, um tíma að minnsta kosti. Ætli Víkverji láti sér ekki nægja sjónvarpsleysið en skundi ekki á suðurpólinn. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.