Morgunblaðið - 15.12.2012, Side 34

Morgunblaðið - 15.12.2012, Side 34
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Lima. AFP. | Keppni í fuglaskoðun kann að hljóma ankannalega í eyrum margra – þó ekki fuglaáhugamann- anna sem tóku þátt í sex daga mara- þonkeppni um titilinn besti fugla- skoðarinn. „Ég er með fuglabit um allan lík- amann, er að drepast í fótunum, auk þess sem ég fékk hæðarveiki og kastaði upp,“ segir Ryan Terrill, 26 ára félagi í vinningsliðinu sem kom frá Bandaríkjunum. „Þrátt fyrir allt þetta er ég himinlifandi vegna þess að ég sá alla fuglana sem ég hef allt- af viljað sjá.“ Tuttugu og fjórir þaulvanir fugla- skoðarar og sérfræðingar frá Bret- landi, Suður-Afríku, Brasilíu, Spáni og Bandaríkjunum tóku þátt í mara- þonkeppninni. Þeir voru léttklæddir, með sjónauka og myndavélar um hálsinn, og virtust vera eins og hverjir aðrir ferðamenn á leiðinni til Macchu Picchu, fornu inkaborgar- innar sem stundum er nefnd „Týnda borgin“. Þetta voru þó engir venjulegir fuglaáhugamenn, heldur ofur- sérfræðingar. Nokkrir þeirra eru á meðal þekktustu og virtustu fræði- manna heims á sviði fuglalífs. Þeir vöknuðu allir fyrir klukkan fimm á morgnana til að ganga í gegnum skóga á náttúruverndar- svæðinu í Tambopata og allir höfðu þeir sama markmið: að finna eins margar fuglategundir og mögulegt var. Þeir sáu meðal annars andes- klettahana (rupicola Peruviana) sem margir líta á sem þjóðarfugl Perú. Meðal bestu fugla- skoðunarsvæða heims Nokkrir keppendanna fylltust svo miklum eldmóði frammi fyrir þessu fágæta og fallega náttúrulífi að það jaðraði við þráhyggju. „Perú er á meðal bestu svæðanna í heiminum fyrir fuglaskoðun, bæði hvað varðar fjölbreytileika fuglalífsins og að- stæður til skoðunar,“ sagði Jordi Sargatal, spænskur fuglafræðingur sem hefur skrifað nokkrar bækur um fuglalíf. Lið Sartagals varð í síðasta sæti en var samt ánægt með ferðina og ætlar að búa sig betur undir keppn- ina á næsta ári. Í sigurliðinu „Tigrisomas“ voru fjórir doktorsnemar í fuglafræði við Ríkisháskóla Louisiana í Baton Rouge. Liðið fór yfir stærra svæði en keppinautarnir á þessum sex dögum og sá hvorki meira né minna en 493 fuglategundir. Keppninni í ár lauk í bænum Aguas Calientes, nálægt Macchu Picchu. „Venjulega stendur fugla- skoðunarkeppnin aðeins í einn dag, en við vildum beina athyglinni að líf- fræðilegum fjölbreytileika Perú. Í landinu eru 1.800 skráðar fuglateg- undir, þar af eru 117 tegundir sem aðeins er að finna í Perú,“ sagði Dennis Osorio, sem skipulagði keppnina. „Á svæðinu í grennd við Macchu Picchu eru um 700 fuglateg- undir og margar þeirra eru hvergi annars staðar.“ AFP Ofursérfræðingar Keppendur í fuglaskoðunarkeppni leita að fuglum nálægt bænum Aguas Calientes í Perú. Vinningsliðið sá 493 tegundir í fuglaparadís AFP Lítill þytfugl Kólibrífugl á grein í skógi nálægt Macchu Picchu. AFP Þjóðarfugl Andes-klettahani á verndarsvæði þar sem keppnin fór fram.  Keppt í fugla- skoðun á inka- slóðum í Perú Um 1.800 fuglategundir » Claudia Cornejo, aðstoðar- ferðamálaráðherra Perú, segir að stefnt sé á því að landið laði til sín fleiri fuglaskoðara en nokkurt annað land í heim- inum. » Stefnt er að því að tekjur Perú af ferðaþjónustu við fuglaskoðara nemi að minnsta kosti 50 milljónum dollara á ári, eða jafnvirði 6,3 milljarða króna. » Í Perú eru um 1.800 teg- undir fugla, þar af 117 sem eru hvergi annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.