Morgunblaðið - 22.12.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 22.12.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er eins og himins opnisthlið, þarna undir rjáfri íkirkjunni með þessu ungafólki sem syngur með opnu hjarta. Þetta eru mín jól með stórum staf, að stjórna miðnætursöngnum á jólanótt. Og ég vona að hægt sé að segja það sama um allt það unga fólk sem hefur verið með mér í söngnum í gegnum áratugina. Ég hef upplifað svo sterkt með þeim að í öllum hrað- anum og áreitinu sem hefur aukist frá ári til árs á jólum, þá kemur dásamleg kyrrð og friður yfir okkur þegar við syngjum á þessari helgu nótt. Og þegar við kveðjumst eftir sönginn og óskum hvert öðru gleði- legra jóla, þá nefna krakkarnir það oft við mig að hin raunverulegu jól séu komin,“ segir Þorgerður Ing- ólfsdóttir en hún mun stjórna Hamrahlíðarkórunum, rúmlega hundrað ungum söngvurum, í miðnæturmessu í Dómkirkjunni nú á jólanótt. Börnin voru með lifandi ljós Þorgerður stjórnaði fyrst nátt- söng í Dómkirkjunni fyrir 45 árum. „Þá var ég ung stúlka og Sigurbjörn Einarsson biskup bað mig að koma með börn til að syngja við messuna hjá sér. Þetta var stórkostleg stund, börnin voru í hvítum kyrtlum og stóðu með lifandi ljós allan tímann í kór kirkjunnar. Hinir söngmenn- irnir voru guðfræðistúdentar úr há- skólanum sem sungu undir stjórn dr. Róberts Ottóssonar,“ segir Þor- gerður sem hélt áfram að stjórna slíkum barnasöng við Dómkirkjuna á jólunum, allt þar til Róbert féll frá árið 1974. „Eftir það var Sigurbjörn biskup ekki með miðnæturmessu í Dómkirkjunni en hann bað mig þá um að koma með Hamrahlíðarkór- inn og syngja aftansönginn með sér í sjónvarpinu á aðfangadagskvöld. Við vorum með honum í sjónvarpinu jólin 1975-1980 en það voru síðustu jólin sem hann var starfandi biskup. Eftir það fór ég í Hallgrímskirkju og þar var ég fyrst með jólabarnakór í miðnæturmessum en allt frá vígslu fullgerðrar kirkjunnar 1986 sungu Hamrahlíðarkórarnir þar við aftan- söng til ársins 2000. Þá bað Karl Sig- urbjörnsson biskup okkur að syngja með sér miðnæturmessuna í Dóm- kirkjunni og það höfum við gert und- anfarin 12 ár og svo verður líka á þessum jólum.“ Setið í tröppum og gluggum Miðnæturmessan í Dómkirkj- unni er ævinlega vel sótt, setið er í hverju sæti, hverri tröppu, í glugg- unum og staðið meðfram veggjum. „Fyrir marga er það hefð á jólum að koma til þessarar messu. Nú eru miðnæturmessur á jólanótt í fleiri kirkjum en fyrir 45 árum og er það vel, því fólk vill finna frið og helgi. Mér finnst elskulegt að þessi siður hafi komist á, því við þurfum eitt- hvert mótvægi við kröfunum um meira og meira á ytra borðinu.“ Mikil músík á æskuheimilinu Þorgerður segist hafa verið svo gæfusöm að alast upp við mikla tón- list og helgi í tengslum við jólin. „Á mínu æskuheimili var áhersla á að jólin væru hin helga hátíð og það hafði mikil áhrif á mig. Við syst- urnar músíseruðum saman á jól- unum, það var mikið sungið og spil- að og farið í kirkju. Ég er þakklát fyrir að unga fólkið mitt fær að upp- lifa þessa fögru, friðsælu helgi jólanna. Núna eru börn minna fyrstu kórfélaga að syngja í kórnum hjá mér og það er svo gaman að kenna þeim, því það er eins og þau hafi þennan arf í sér frá foreldrum sínum sem lærðu þetta áður og lögðu sig svo mikið fram,“ segir Þorgerður og bætir við að ef Guð lofi haldi hún áfram að stjórna náttsöng á jólanótt. Þá er eins og himins opnist hlið Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaði söng á jólanótt í miðnæturmessu Dómkirkj- unnar í fyrsta skipti fyrir 45 árum. Nú eru börn hennar fyrstu kórfélaga að syngja í kórnum hjá henni. Kyrrð og friður kemur yfir þau þegar þau syngja á jólanótt. Æfing Þorgerður stjórnar yfir hundrað manna kór sem syngja mun við miðnæturmessu í Dómkirkjunni á jólum. Morgunblaðið/Kristinn Margir neyta kanils reglulega, t.d. með hafragrautnum, en aldrei er neysla á kanil meiri en á jólunum. Hins vegar vita fáir að kanill getur verið heilsuspillandi í miklu magni, einkum fyrir börn. Þetta er vegna þess að kanill inniheldur af náttúr- unnar hendi mismikið af bragðefninu kúmarín sem hefur verið tengt við lifrarskaða ef neytt er í miklu magni. Kanill er krydd sem hefur verið notað við matargerð í þúsundir ára. Kanill hefur verið nefndur í sambandi við jákvæð heilsuáhrif s.s. bættan sykurbúskap og hefur m.a. verið not- aður í meðferð við sykursýki. Vin- sældir kanils hafa leitt til þess að neysla hefur í sumum tilfellum aukist og er notkunin aldrei meiri en yfir jólahátíðarnar. Þá er hann notaður í bakstri, út á hrísgrjónagrautinn og víðar. Þó svo að kanill hafi verið tengdur við ýmis jákvæð heilsuáhrif ber að forðast að borða of mikið af honum þar sem í honum er einnig að finna efni sem hefur heilsuspillandi áhrif í stórum skömmtum. Í kanil finnst efnið kúmarín sem tengt hefur verið við lifrarskaða í stórum skömmtum. Magn kúmaríns í kanil er mjög misjafnt eftir uppruna en þýskar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða mikið af kanil fá hlut- fallslega mikið magn af kúmarín í lík- amann úr mat. Rannsóknirnar sýna einnig að magn kúmaríns í úrtaki af bakarísvörum og morgunkorni sem inniheldur kanil reyndist oft vel yfir gildum sem leyfileg eru skv. há- marksgildum kúmaríns í reglum um bragðefni. Jafnframt sýna rannsókn- irnar að í verstu tilfellum verði börn sem borða mikið af kanil útsett fyrir meira af kúmaríni en þolmörk Mat- vælaöryggisstofnunar Evrópu segja til um. Matvælastofnun telur því fulla ástæðu til að benda neytendum, einkum aðstandendum barna, á að nota kanil í hófi, jafnt í bakstri sem og út í hrísgrjóna- og hafragrautinn. Jafnframt brýnir Matvælastofnun fyrir matvælaframleiðendum sem selja kanil og kanilvörur að nota ekki kanil sem inniheldur hlutfallslega mikið af kúmaríni. Hjalti Andrason, fræðslustjóri hjá Matvælastofnun. Örugg matvæli – allra hagur Morgunblaðið/Golli Kanill Í hófi hefur kanill jákvæð heilsuáhrif en ekki ætti að neyta hans um of. Ofneysla á kanil á jólunum Margmiðlunarsögusafn um sögu Reykjavíkur hefur tekið til starfa í kjallara Iðu bókabúðar í Lækjargötu 2. Þar má meðal annars sjá sýndar- veruleikasýningu sem fer með áhorf- anda í gegnum sögu síðustu 100 ára Reykjavíkur í sérhönnuðum klefa með vörpun allt í kringum áhorfand- ann. Á safninu má einnig skoða fyrsta módelið af hjarta Reykjavíkur eins og það var árið 1905. Þá er norð- urljósum varpað inn í sérstakan hraunhelli með tónlist frá Ben Frost. Opið er á milli 12 og 17 til jóla og lengur á milli jóla og áramóta og á Þorláksmessu. Endilega … … farið á tíma- flakk í borginni Sýning Reykjavík eins og hún var. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.