Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bægslagang-urinn á Al-þingi síð- ustu daga hefur verið með ólík- indum og svo illa er haldið utan um afgreiðslu mála þar af hálfu ráðherra að jafnvel núverandi ríkisstjórn setur ofan við ósköpin. Afgreiðsla á fjárlaga- frumvarpinu og tengdum mál- um var sýnu verst og því mið- ur augljóst síðustu daga að hvorki ráðherrar né aðrir stjórnarliðar vissu hvað var að gerast. Aðstaða stjórn- arandstöðunnar til að fylgjast með var enn verri enda hrúg- uðust breytingar á veigamikl- um atriðum inn á síðustu stundu án þess að nokkur raunhæfur möguleiki væri á að ræða þær. Svo langt gekk endaleysan að ráðherra ríkisstjórn- arinnar kannaðist ekki við eigin verk og þóttist koma af fjöllum þegar skattahækk- unartillögur hans færðust nær afgreiðslu. Þær tillögur höfðu þó verið ræddar innan þing- nefndar, um þær fjallað í um- sögnum og fréttir fluttar af afleiðingum þeirra. Annar ráðherra hrærði í skattahækkunartillögum sín- um fram á síðustu stundu í því skyni að kaupa við þær stuðning og gekk svo langt í breyt- ingum að engin leið var að ræða tillögurnar eða leggja nokkurt mat á hvort eða hversu skað- legar þær væru fyrir þá eða þær atvinnugreinar sem til- lögurnar snertu. Það eina sem liggur fyrir er að þessar skattahækkanir eru algerlega vanhugsaðar og óundirbúnar og fjármálaráðherra og rík- isstjórn til lítils sóma. Virðing Alþingis er stund- um til umræðu og einstaka stjórnarliði hefur jafnvel haldið því fram að virðingin hafi rýrnað vegna þess að stjórnarandstaðan vill stund- um rúman tíma til að ræða risavaxin og afdrifarík mál. Sú kenning er vafasöm í meira lagi, enda enginn skaði skeður þó að mál séu rædd til hlítar. Hitt er víst að virðing Al- þingis eykst ekki við það að ríkisstjórnin opinberi það að hún hafi misst tökin á rík- isfjármálunum og að frum- vörp hennar taki kollsteypur við lokaafgreiðslu á síðustu klukkustundum þingsins fyrir jólahlé. Á Alþingi hefur síð- ustu daga opinber- ast að ríkisstjórnin hefur misst tökin} Óreiða á Alþingi Sören Langvad,verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Ístaks, lést s.l. laugardag 88 ára að aldri. Kona Sö- rens var Gunnvor, dóttir Lænkholm dýralæknis í Kaup- mannahöfn og konu hans Hall- dóru Þórðardóttur. Foreldrar hans voru Kay Langvad verk- fræðingur og kona hans Selma Þórðardóttir Guðjohnsen. Kay Langvad hafði unnið að stórum verkefnum hér á landi, meðal annars byggingu Ljósafoss- stöðvar og Hitaveitu Reykja- víkur. Þau hjónin, Kay og Selma, stofnuðu styrktarsjóð við Háskóla Íslands árið 1964. Sören Langvad átti frænd- garð hér á landi og fjölda vina. Kom það seinna til vegna þess að fyrirtækið sem hann var í forystu fyrir sem eigandi, Ís- tak, kom að flestum stórverk- efnum á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar. En vinmargur var Sören ekki síst vegna per- sónu sinnar og eðliskosta. Hann var hlýr maður og hrein- skilinn í senn, hæverskur í framkomu en fastur fyrir, ef þurfti. Sören Langvad hóf starfsferil sinn sem verkfræð- ingur við Írafossvirkjun við Sog. Undir hans stjórn varð móð- urfélag Ístaks, Pihl & Sön, eitt öfl- ugasta verktaka- fyrirtæki á Norð- urlöndum og hefur ráðist í hvert stórvirkið af öðru í Danmörku, Færeyjum og Ís- landi og víðar. Sören var riddari af íslensku fálkaorðunni, heiðursfélagi Verkfræðingafélagsins og heiðursdoktor frá H.Í. Við þá útnefningu var m.a. sagt um hann: „Af staðfastri trú á Ís- landi hefur Sören markað djúp spor í framfarasögu þjóð- arinnar. Þrátt fyrir langa bú- setu erlendis hefur hans ís- lenska hjarta ávallt slegið heim. Ávallt hefur mikill fjöldi íslenskra verkfræðinga gegnt lykilstöðum í fyrirtækjum Sö- rens, ekki síst hjá Ístaki sem hann stofnaði ásamt föður sín- um og fjórum Íslendingum ár- ið 1971. Þannig hefur hann á langri starfsævi alið upp stór- an hóp verkfræðinga og verið þeim fyrirmynd að dugnaði og áræði. Sören hefur verið falinn fjöldi trúnaðarstarfa. Hann var um árabil í stjórn og for- maður Dansk-Islandsk Sam- fund.“ Með Sören Langvad er kvaddur góður Dani, en ekki síðri Íslendingur} Sören Langvad V onandi varð ekki heimsendir í gær því þá var þessi pistill settur sam- an til einskis og ég fæ heldur ekki rjúpur hjá Möggu og Jóa um jólin. Þetta er skrifað nokkru áður en rökkur færðist yfir landið á ný í gær svo ég get ekki verið viss en lifi (vonandi) í voninni um að maya-indíánar hafi ekki meint það sem sumir héldu. Jólin snúast opinberlega um Guð föður, Jesú Krist og hans fallega boðskap. Mér er sagt að raunveruleikinn hjá mörgum sé hins vegar þannig að mestu máli skipti gjafirnar, góður matur og góð hvíld. Og helst jólahlaðborð, jóla- bjór og jólatónleikar – helst nokkrir. Ég tilheyri fyrri hópnum en neita því ekki að alltaf er ánægjulegt að fara á góða tónleika og að eignast góða bók og kannski nýja ullarsokka á aðfangadagskvöld eftir að búið er að belgja sig út af kal- kúni, kartöflum, yndislegri sósu og alls kyns öðru dýrindis meðlæti og skola herlegheitunum niður með góðum drykk. En þetta á svo sem ekki bara við um desember og að- fangadag heldur allt árið. Það heitir að njóta lífsins og for- skeytið jóla- þá ekki notað. Það sem einu sinni var kallað eftirmatur en heitir nú eft- irréttir er ekki dregið fram fyrr en töluvert er liðið á kvöldið nú til dags. Líklega betra fyrir hægðirnar. Í minn- ingunni voru allir pakksaddir þegar „búið“ var að borða í gamla daga en fengu sér samt ís og/eða frómas og kaffi og vöskuðu upp áður en mátti byrja að lesa á pakkana. Börn- in voru löngu orðin pakk(a)svöng. Loksins, loksins var svo byrjað að útdeila gjöfunum en stundum hefði það mátt bíða lengur eða setja hlutina í samhengi og átta sig á aðstæðum. Eins og þegar ég hringdi í Reyni til að segja hvað mér fyndist bráðsniðugt að ég hefði fengið rauðan traktor í jólagjöf, alveg eins og ég gaf honum. Þá var besti vinur minn nýkominn heim úr messu og ekki byrjaður að opna pakkana. Svo er heldur ekki ónýtt að háma í sig rjúp- urnar á jóladag; ég gætti þess vel við val á unn- ustu á sínum tíma að frændgarður hennar væri þétt skipaður úrvals veiðimönnum af öllu tagi. Sú fyrirhyggja hefur jafnan skilað sér í því að þótt varla sjáist rjúpa hér á landi allt árið bregst aldrei að Árni frændi klófestir nógu margar handa öllum og mér hefur sýnst á fat- inu að líklega væri í lagi að enn fleiri kæmu í veisluna. Eldamennskan bregst heldur aldrei hjá henni Möggu enda úr Skagafirðinum. Tilhlökkunartímabilið er 364 dagar á ári, sé ekki hlaup- ár, og biðin vel þess virði. Þetta eina kvöld er heimurinn fullkominn: Rjúpur með „gamla laginu“ er mér sagt, en veit svo sem ekki hvernig nýja lagið er. Magga ber sínar fram kaldar með bestu sósu í heimi, sem er reyndar heit. Hafi 301. tölublað 100. árgangs af Morgunblaðinu komið út, dagsett 22. desember 2012, varð heimsendir ekki í gær. Sé svo, óska ég lesendum gleðilegra jóla. Annars þjónar það engum tilgangi. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Jesús, Guð og rjúpan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Frá og með 1. janúar ánæsta ári sameinast sveit-arfélögin Garðabær ogÁlftanes formlega. Núver- andi bæjarstjórn Garðabæjar tekur yfir stjórn nýs sveitarfélags en nú- verandi bæjarstjórn Álftaness mun starfa sem hverfastjórn út kjör- tímabilið. „Undirbúningur samein- ingarinnar hefur gengið mjög vel og fjárhagsstaða sameinaðs sveitarfé- lags er sterk samkvæmt fjárhags- áætlun sem samþykkt var í bæj- arstjórn Garðabæjar á fimmtudaginn,“ segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tekjur sameinaðs sveitarfélags verða um 8,6 milljarðar á árinu 2013 og gjöld án fjármagnsliða um 8,1 milljarðar. Þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða er gert ráð fyr- ir að rekstrarniðurstaða ársins 2013 verði jákvæð um 346 milljónir króna. „Hluti af þessu er um 100 milljón króna afgangur af rekstri Álftaness en þar hefur verið unnin mikil vinna í að rétta við fjárhagsstöðu bæj- arins.“ Heildarskuldastaða sameinaðs sveitarfélags nemur um 9,8 millj- örðum í lok þessa árs og er því 109% af tekjum sveitarfélagsins. Gunnar segir það vissulega nokkuð hærra en upphaflega skuldastöðu Garðabæjar fyrir sameiningu en vel innan við þau mörk sem sveitarfélögum eru sett. „Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að skuldir sveitarfélags megi ekki nema meira en 150% sem hlutfall af tekjum þess og því er nýtt sveitarfélag vel undir þeim mörkum. Garðabær var fyrir sameiningu í 90% og við stefnum á að vera komin niður í þá stöðu með sameinað sveit- arfélag aftur árið 2016.“ Litlar breytingar á starfsfólki bæjarins Starfsfólki sameinaðs bæj- arfélags fækkar ekki mikið við sam- einingu. Að sögn Gunnars halda flestir sínum störfum svo sem kenn- arar og annað starfsfólk sem ekki er hægt að fækka um. „Það er nú samt þannig að það er bara einn bæj- arstjóri og einn fjármálastjóri og stöðugildum á bæjarskrifstofunni fækkar úr sex í tvær og hálfa stöðu. Þannig að við fækkum um fjóra á bæjarskrifstofunni,“ segir Gunnar sem að öðru leyti segir ekki miklar breytingar verða fyrir bæjarbúa. „Garðbæingar munu ekki finna fyrir breytingum við sameiningu. Það verða helst íbúar á Álftanesi sem munu finna fyrir sameiningunni en álögur á þá munu m.a. minnka og það verða framkvæmdir á Álftanesi fyrir 100 milljónir á næsta ári og er stærsta framkvæmdin þar lagfær- ing á skólasvæði við Álftanesskóla og Álftaneslaug.“ Engin kreppa í Garðabæ Skuldastaða bæjarins er góð og framundan er mikil uppbygging og framkvæmdir. Í áætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir 1,2 milljarða króna ásamt því að skuldastaða bæjarins muni batna. „Helstu framkvæmdir hjá okkur verða við nýtt hjúkr- unarheimili á Sjálandi, við Hofs- staðaskóla og eins verða þó nokkrar framkvæmdir í kringum miðbæinn,“ segir Gunnar sem er bjartsýn á framtíð Garðabæjar en bærinn mun telja 14 þúsund íbúa um áramótin þegar sameining Álftaness og Garðabæjar verður formleg. Þá er gert ráð fyrir að íbúum muni fjölga um nærri því 500 á næstu þremur árum og bærinn haldi áfram þeirri sókn sem hann er í. Undirbúningur sam- einingar gengur vel Morgunblaðið/RAX Sameining Garðabær og Álftanes sameinast um áramótin og strax verður blásið til sóknar hjá nýju sveitarfélagi. Heildartekjur sameinaðs sveit- arfélags verða um 8,6 milljarðar á næsta ári. Við sameininguna fylgja um 3,2 milljarðar af upp- haflegri 7,5 milljarða skuld Álftaness frá árinu 2008 inn í sameinað sveitarfélag. „Sam- einingin sparar yfir 100 millj- ónir milli rekstrarára á Álfta- nesi. Fyrir það var búið að taka vel til í rekstri bæjarins og við erum því bjartsýn á að fjárhags- lega renni þetta vel saman hjá okkur,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Álfta- nesbær hefur unnið vel á skuldastöðu sinni síðan 2008 og skuldir lækkað úr 7,5 milljörðum í 3,2 milljarða núna við sameiningu við Garðabæ. Þá munu álögur lækka á íbúa Álftaness við sameiningu. Reksturinn í góðu lagi TEKJUR OG SKULDIR Gunnar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.