Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 60
LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hestur var frosinn fastur 2. Íslendingur vann hetjudáð … 3. „Hryssan er að braggast“ 4. Maðurinn sem lést í eldsvoða  Jón Páll Eyjólfsson mun leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins á næsta ári, Hamlet eftir Shakespeare en hann er leikstjóri jólasýningar leikhússins í ár, Mýs og menn. Jón Atli Jónasson mun þýða verkið. Jón Páll hefur verið einn af aðalleikstjór- um Borgarleikhússins í tíð leikhús- stjórans Magnúsar Geirs Þórðar- sonar og leikstýrði m.a. Tengdó sem hlaut Grímuverðlaun í ár sem leiksýn- ing ársins. Upp úr áramótum mun hann hefja æfingar á nýjasta verki Jóns Atla, Nóttin nærist á deginum, sem verður frumsýnt í lok janúar. Morgunblaðið/Eggert Jón Páll leikstýrir jólaverkinu Hamlet  Freyr Bjarna- son, sem hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu með FH, segir frá við- skilnaði sínum við ÍA í bókinni Ís- lensk knattspyrna 2012, eftir Víði Sigurðsson. Kemur þar fram að vorið 1997 hafi þjálfarinn Ivan Golac hengt upp lista í búningsklefanum með nöfnum þeirra sem máttu æfa áfram með ÍA. Frey var þar vísað á brott ásamt fleiri ungum og uppöldum Skagastrákum. „Okkur var í raun sagt að éta það sem úti frýs og eng- inn talaði neitt við okkur. Ef menn sáu ekki nafnið sitt þar máttu þeir fara. Það sem mér þótti lélegast var að enginn í stjórn félagsins skyldi að- stoða okkur af neinu viti eða segja neitt við þessu. Það var dálítið sárt,“ er haft eftir Frey en hann var í liði FH þegar það heimsótti Skagamenn á hans gamla heimavöll á Akranesi í sumar og burstaði þá, 7:2. „Í raun sagt að éta það sem úti frýs“ FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG 13-18 m/s við S-ströndina og 18-23 allra syðst í kvöld. Rigning eða skúrir S- og A-lands og slydda til fjalla A-til. Skýjað og úrkomulítið NV-til. Hiti 0 til 8 stig. Á sunnudag A og NA 10-15 m/s, en 15-20 með SA-ströndinni. Dálítil él á N- og A-landi, slydda eða rigning SA-til, en annars skýjað með köflum. Hiti kringum frostmark. Á mánudag NA og N 10-15 m/s og éljagangur N- og A-lands, en annars bjart með köfl- um. Kólnandi veður. Hvorki meira né minna en fjórar um- ferðir eru leiknar í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu um jól og áramót, frá deginum í dag til 2. janúar. Man- chester United er með sex stiga for- ystu á Manchester City en margt get- ur breyst á þessum ellefu dögum. Roberto Mancini knattspyrnustjóri City vonast til þess að geta sett auka pressu á nágranna sína. »4 Mikil jólatörn í ensku úrvalsdeildinni Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins 2012 í 57. skipti næsta laug- ardag, 29. desember. Nú hefur verið opinberað hverj- ir komust í hóp tíu efstu í kjörinu og það er birt í blaðinu í dag. Í ár er kjörið umfangsmeira en áður því auk þess að krýna íþrótta- mann ársins útnefnir SÍ bæði lið ársins og þjálfara ársins í fyrsta skipti. »2-3 Íþróttamaður ársins í 57. skipti „Hlutverk Ólafs Stefánssonar verður fyrst og fremst að styðja við bakið á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem fær stærra hlutverk en áður í skyttustöð- unni hægra megin,“ sagði Aron Krist- jánsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik karla um þá ákvörðun að velja Ólaf Stef- ánsson á ný í íslenska landsliðið eftir að ljóst varð að Al- exander Pet- ersson gefur ekki kost á sér í lands- liðið fyrir HM á Spáni vegna meiðsla. Ólafur hefur ekki leikið handknattleik í nærri fimm mán- uði. »1 Ólafur verður Ásgeiri Erni til halds og trausts Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Mig langar að gera það sem í mínu valdi stendur til að láta öðrum líða vel,“ sagði Andri Friðjónsson, fulltrúi nemenda á útskriftarhátíð Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í ræðu sinni í Háskólabíói í gær. Hann útskrifaðist sem stúdent og sjúkra- liði og er þúsundasti sjúkraliðinn sem útskrifast frá skólanum. Umönnun á hug hans allan en Andri hefur verið í starfsnámi og unnið sem sjúkraliðanemi á Land- spítalanum með bóklega náminu undanfarin misseri en byrjar sem sjúkraliði eftir áramót. Hann hefur verið virkur í nemendafélagi FB og við útskriftina fékk hann verðlaun frá Rótarýklúbbnum Reykjavík – Breiðholt fyrir góðan námsárangur og þátttöku í félagsstarfi. Hvetur krakka til dáða Andri var að þessu sinni eini karl- maðurinn sem útskrifaðist sem sjúkraliði en hann hvetur ungt fólk til þess að gefast ekki upp, þó að það finni sig ekki í námi, heldur reyna eitthvað annað eins og til dæmis sjúkraliðanám. „Reynslan tapast aldrei, starfið gefur svo mikið og að útskrifast úr framhaldsskóla með starfsréttindi er mjög gott,“ segir hann. „Upphaflega ætlaði ég að út- skrifast af náttúrufræðibraut og fara í læknisfræði en ég fékk náms- leiða og var við það að segja mig úr skóla þegar ég ákvað að ég ætti kannski bara að breyta um umhverfi og fara að læra eitthvað annað. Ég hafði mikinn áhuga á líkamanum og starfsemi hans og því athugaði ég hvað ég gæti lært þar sem áhugamálin gætu nýst mér. Ýmsir áfangar á sjúkraliðabrautinni féllu undir þetta og ég byrjaði í sjúkraliðanámi í Fjöl- brautaskólanum við Ár- múla, þar sem ég vildi breyta um umhverfi, en eftir eina önn fór ég aftur í FB. Ég áttaði mig fljótlega á því að ég hafði mjög gam- an af náminu og því að hjálpa fólki og það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Ef vel á að ganga er lykilatriði að vera ánægður í leik eða starfi og Andri segist vera á réttri hillu. „Ég veit að í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég að fara að gera eitt- hvað gott. Ég veit að ég legg stöðugt mitt af mörkum til þess að öðrum líði vel og það gefur mér mikla vellíðan. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig fyrir að hafa valið þessa braut enda hentar hún mér sérlega vel þó að ég hafi rennt blint í sjóinn og ekki haft neina reynslu af umönnun áður en ég fór í þetta nám.“ Þúsundasti sjúkraliðinn úr FB  Gaman í vinnunni og mikilvægast að hjálpa öðrum Morgunblaðið/Styrmir Kári Stoltur Andri Friðjónsson, nýstúdent og sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Andri Friðjónsson hefur verið áber- andi í skólalífi FB og hefur áhuga á því að fara út í stjórnmál síðar meir. Hann segir að til standi að vinna heima og í Noregi í um tvö ár til að safna pen- ingum til íbúða- kaupa eða fram- haldsnáms en síðan komi ýmislegt til greina. „Ég fór í áhugasviðspróf og þar kom í ljós að ég á að verða hjúkrunarfræðingur og hugsanlega skelli ég mér í hjúkrunarfræði. Mig langar enn lúmskt mikið að verða læknir en mig langar líka til að gera svo margt annað. Þessa stundina langar mig að fara á þing þegar ég verð kominn á efri ár. Draumurinn er að breyta stjórnmálunum, breyta starfsháttum Alþingis. Ég er ekki nógu hrifinn af flokkakerfinu og hallast helst að einstaklingskjöri.“ Vill breytingar á Alþingi ANDRI FRIÐJÓNSSON ER MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Sérútbúin húfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.