Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Ríkisstjórnin í Malí fagnaði í gær nýrri ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna þar sem það heimilar hersveitum undir forystu Afríku- ríkja að reyna að ná norðurhluta landsins á sitt vald. Ályktunin var samþykkt einróma og veitir hersveitunum umboð í eitt ár til að grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða“ til að hjálpa hernum í Malí að ná yfirráðum yfir norðurhluta landsins úr höndum „hryðjuverka- manna, öfgamanna og vopnaðra hreyfinga“. Öryggisráðið sagði þó að reyna þyrfti til þrautar að leysa vandann með friðsamlegum hætti áður en hervaldi yrði beitt. Stjórn landsins á m.a. að reyna að mynda bandalag með uppreisnarmönnum af þjóð- flokki touarega í norðurhluta lands- ins. Reynist nauðsynlegt að beita hervaldi þarf öryggisráðið að sam- þykkja hernaðinn sérstaklega. 400.000 manns á flótta Hreyfingar íslamista hafa stjórn- að norðurhluta landsins með harðri hendi samkvæmt strangri túlkun þeirra á sjaría, lögmálum íslams. Nokkrar hreyfinganna tengjast hryðjuverkanetinu al-Kaída. Efnahagssamband Vestur-Afríku- ríkja, ECOWAS, hefur myndað 3.000 manna herlið sem hægt yrði að senda til að aðstoða her Malí í bar- áttunni við íslömsku hreyfingarnar. Talið er að hernaðurinn hefjist ekki fyrr en í september á næsta ári. Rúmlega 400.000 manns hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna ófriðarins. bogi@mbl.is Afríska her- liðið heimilað  Stjórnin í Malí fagnar ályktun öryggisráðs SÞ um að heimila afrískum hersveitum að taka þátt í baráttunni við íslamista Malí 200 km BAMAKO Kayes Sikasso TImbuktu Gao Kidal Íslamskar hreyfingar Mopti Segou GANA FÍLABEINS- STRÖNDIN GÍNEA ALSÍR MÁRITANÍA NÍGER BÚRKÍNA FASÓ Ófriður hefur verið í landinu frá því í mars þegar hreyfingar íslamista náðu norðurhluta landsins á sitt vald í uppreisn gegn ríkisstjórninni Svæði sem hafa verið á valdi íslamista frá því í byrjun apríl Ansar Dine og Aqmi Ansar Dine (Verjendur trúarinnar) Mujao Hreyfing einingar og heilagrar baráttu í Vestur-Afríku Aqmi (Al-Qaeda í íslömsku Magreb) Mujao og Aqmi AZAWAD Níg er Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í Alexandríu, næst- stærstu borg Egyptalands, þegar þúsundir íslamista og hundruð andstæð- inga þeirra söfnuðust saman á götunum eftir föstudagsbænir í gær. Tugir manna særðust í átökunum sem blossuðu upp vegna deilu um stjórnar- skrárdrög sem verða borin undir þjóðaratkvæði í um það bil helmingi landsins í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram í hinum helmingnum fyrr í mán- uðinum og meirihluti þeirra, sem mættu á kjörstaði, studdi drögin. Um 120.000 hermenn og 130.000 lögreglumenn taka þátt í öryggisviðbún- aðinum vegna þjóðaratkvæðisins. AFP Átök á götum Alexandríu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Verð frá 37.000 kr. www.genevalab.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.