Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Ríkisstjórnin í Malí fagnaði í gær nýrri ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna þar sem það heimilar hersveitum undir forystu Afríku- ríkja að reyna að ná norðurhluta landsins á sitt vald. Ályktunin var samþykkt einróma og veitir hersveitunum umboð í eitt ár til að grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða“ til að hjálpa hernum í Malí að ná yfirráðum yfir norðurhluta landsins úr höndum „hryðjuverka- manna, öfgamanna og vopnaðra hreyfinga“. Öryggisráðið sagði þó að reyna þyrfti til þrautar að leysa vandann með friðsamlegum hætti áður en hervaldi yrði beitt. Stjórn landsins á m.a. að reyna að mynda bandalag með uppreisnarmönnum af þjóð- flokki touarega í norðurhluta lands- ins. Reynist nauðsynlegt að beita hervaldi þarf öryggisráðið að sam- þykkja hernaðinn sérstaklega. 400.000 manns á flótta Hreyfingar íslamista hafa stjórn- að norðurhluta landsins með harðri hendi samkvæmt strangri túlkun þeirra á sjaría, lögmálum íslams. Nokkrar hreyfinganna tengjast hryðjuverkanetinu al-Kaída. Efnahagssamband Vestur-Afríku- ríkja, ECOWAS, hefur myndað 3.000 manna herlið sem hægt yrði að senda til að aðstoða her Malí í bar- áttunni við íslömsku hreyfingarnar. Talið er að hernaðurinn hefjist ekki fyrr en í september á næsta ári. Rúmlega 400.000 manns hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna ófriðarins. bogi@mbl.is Afríska her- liðið heimilað  Stjórnin í Malí fagnar ályktun öryggisráðs SÞ um að heimila afrískum hersveitum að taka þátt í baráttunni við íslamista Malí 200 km BAMAKO Kayes Sikasso TImbuktu Gao Kidal Íslamskar hreyfingar Mopti Segou GANA FÍLABEINS- STRÖNDIN GÍNEA ALSÍR MÁRITANÍA NÍGER BÚRKÍNA FASÓ Ófriður hefur verið í landinu frá því í mars þegar hreyfingar íslamista náðu norðurhluta landsins á sitt vald í uppreisn gegn ríkisstjórninni Svæði sem hafa verið á valdi íslamista frá því í byrjun apríl Ansar Dine og Aqmi Ansar Dine (Verjendur trúarinnar) Mujao Hreyfing einingar og heilagrar baráttu í Vestur-Afríku Aqmi (Al-Qaeda í íslömsku Magreb) Mujao og Aqmi AZAWAD Níg er Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í Alexandríu, næst- stærstu borg Egyptalands, þegar þúsundir íslamista og hundruð andstæð- inga þeirra söfnuðust saman á götunum eftir föstudagsbænir í gær. Tugir manna særðust í átökunum sem blossuðu upp vegna deilu um stjórnar- skrárdrög sem verða borin undir þjóðaratkvæði í um það bil helmingi landsins í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram í hinum helmingnum fyrr í mán- uðinum og meirihluti þeirra, sem mættu á kjörstaði, studdi drögin. Um 120.000 hermenn og 130.000 lögreglumenn taka þátt í öryggisviðbún- aðinum vegna þjóðaratkvæðisins. AFP Átök á götum Alexandríu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Verð frá 37.000 kr. www.genevalab.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.