Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Það er alltaf eftirtektarvertþegar tónlistarmennblanda saman ólíkumstefnum í leik að nýjum hljómi og nýrri stemningu. Félag- arnir í Epic Rain ráðast ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur heldur splæsa saman hipphoppi, kabarett- tónlist og þjóðlagamúsík, svo fátt eitt sé nefnt, og krydda þennan höf- uga graut með valstakti, fiðlu- og harmonikkuleik svo úr verður blanda sem vert er að gefa gaum. Stemningin á plötunni minnir helst á tónlist úr bíómynd um eitt- hvert djöfullegt karnival sem ferðast í rökkrinu milli landshluta og óvíst hvort áhorfendur eiga að heillast eða hræðast. Tónlistin er fyrirtak, lögin haganlega samin og flott, hljóm- urinn skapar magnað andrúmsloft sem rammgerir konseptið og text- arnir eru í það heila skínandi góðir og myndrænir. Veiki bletturinn er söngurinn, eða skortur þar á. Samanborið við þessa ljómandi músík er drafandi rappið svolítið á skjön og hefði mátt hrein- lega syngja þessa plötu því hrynj- andi er eiginlega of hæg til að rappið beri sitt barr. Það má komast upp með alls konar skælingu og bjögun þegar andrúmsloftið er annarlegt (spyrjið bara Tom Waits, greinilegan áhrifa- vald þeirra félaga) og því hefðu þeir líkast til átt að láta vaða í refjalausan söng. Þá sjaldan sem þeir gera það virkar afraksturinn næstum því eins og verið sé að herma eftir Tom Wa- its, eða jafnvel skopstæla gamla manninn. Eflaust er þetta smekks- atriði eins og annað og tónlistin er eftir sem áður fyrirtak. Þá verður að geta sérstaklega sterkrar aðkomu þeirra Elínar Eyjar og Theodoru Knodler; hvenær sem raddir þeirra hljóma er sem ferskur andblær leiki um hlustirnar og hefði þáttur þeirra mátt vera jafnvel enn fyrirferð- armeiri. Tilraunastarfsemi sú sem hér er hrært í er góðra gjalda verð og enginn efi að strákarnir eiga enn meira inni. Splæst Epic Rain á tónleikum. Félagarnir í Epic Rain splæsa saman hipp- hoppi, kabarett-tónlist og þjóðlagamúsík, svo fátt eitt sé nefnt. Drungi og dramatík Epic Rain - Elegy bbbnn Epic Rain skipa þeir Jóhannes Birgir Pálmason sem syngur, hljóðblandar og semur alla textana, Bragi Eiríkur Jó- hannsson, söngvari og gítarleikari, Stefán Ólafsson píanóleikari, Daði Már Jensen gítar- og banjóleikari og Guð- mundur Helgi Rósuson gítarleikari. Rol- and Hartwell leikur á fiðlu og útsetur strengi. Elín Ey og Theodora Knodler leggja til bakraddir, Snorri Haraldsson leikur á saxófón og Héðinn Björnsson á kontrabassa. Triangle Production 2012. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Veitingastaðurinn Munnharpan í tónlistarhúsinu Hörpu býður upp á tónleika síðustu daga fyrir jól. Þeir fyrstu voru haldnir í fyrra- dag en hverjir tónleikar eru um 40 mínútur að lengd og haldnir í hádeginu, kl. 12. Í dag eru það Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari sem skemmta gestum en á morgun troða upp félagarnir Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvalds- son. Tónleikarnir eru í boði veitinga- staðarins sem fyrr segir en haldn- ir í samstarfi við verslanirnar 12 Tóna og Epal og tónlistarhúsið. Jólasöngur Ragnheiður Gröndal. Jólatónar í Munn- hörpunni í Hörpu Hugleikur Dags- son og Emil Hjörvar Peter- sen árita í dag kl. 14 bækur sínar um heimsendi og heimsendaspár, í verslun Nexus að Hverfisgötu 103. Ef heimsendir varð í gær verð- ur að sjálfsögðu ekkert af árituninni. Ef heimurinn fórst ekki munu félagarnir fagna því, Hugleikur árita bók sína Op- inberun og Emil sína bók, Sögu eftirlifenda: Heljarþröm. Áritun ef heimur- inn fórst ekki Hugleikur Dagssson LIFE OF PI 3D Sýndkl.5-8-10:30 SO UNDERCOVER Sýndkl.4 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.2-4-6 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D Sýndkl.2 KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10 SKYFALL Sýndkl.6-9 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Bráðskemmtileg gamanmynd í anda MISS CONGENIALITY 12 10 7 16 L L L FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM ANG LEE „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er mikil upplifun. Augnakonfekt með sál““ -T.V., S&H Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL TÍMAR OGTILBOÐGILDA FYRIR 22. DES. SÝNINGARTÍMAR FYRIR 23. DESMÁ FINNA Í AUKADÁLKI Í DAG EÐA ÁMIDI.IS GLEÐILEG JÓL GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI -Total Film-Roger Ebert -The Guardian SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS -S.G.S., MBL -H.V.A., FBL LIFE OF PI 3D KL. 1 (TILB.) - 6 - 8 - 10.45 10 LIFE OF PI 3D LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 10.45 10 LIFE OF PI 2D KL. 3 - 5 - 8 - 10.45 10 SO UNDERCOVER KL. 5.50 7 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 7 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 1 (TILB.) - 3.40 - 5.50 7 KILLING THEM SOFTLY KL. 10.20 16 HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 NIKO 2 KL. 1 (TILBOÐ) L SKYFALL KL. 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 3 (TILB.) - 6 - 8 - 9 10 NIKO 2 KL. 3.20 (TILBOÐ) L HOTEL TRAN.. ENSKT TAL ÍSL. TEXTI KL. 3.20 (TILB.) 7 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 10 LIFE OF PI 3D KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10 10 SO UNDERCOVER KL. 8 L KILLING THEM SOFTLY KL. 10 1 SKYFALL KL. 5.20 12 NIKO KL. 3.20 (TILBOÐ) L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.