Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vökulir starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands komu á miðviku- dag auga á lítinn sel sem spókaði sig á smábátabryggjunni fyrir utan Langanes-húsið á Húsavík. Í fyrstu var talið að um ungan landsel væri að ræða en eftir töluverðar vanga- veltur á veraldarvefnum þótti aug- ljóst að hér var um hringanóra að ræða. Þessi skemmtilegi jólagestur stillti sér upp til myndatöku á flot- bryggjunni, en hvarf síðan á braut og hefur ekki sést síðan. Á heimasíðu náttúrustofunnar kemur fram að heimkynni hringa- nóra eru norðurheimskautssvæðið allt og er hann einkennisselur Norður-Íshafsins og Ísland því á jaðri útbreiðslunnar. Hann leitast eftir því að vera í grennd við lagn- aðarís árið um kring, sem hann hvílist á og notar til að kæpa á síð- vetrar og snemma vors. Minnstur norrænna sela Þar getur hann verið langt frá sjó með því að halda opinni lítilli vök sem gerir honum kleift að forðast ísbirni á ísnum og hafa aðgang að æti í sjónum. Því er ólíklegt að hringanóri hafi kæpt á Íslandi. Hringanóri er minnstur nor- rænna sela. Honum svipar til ungs landsels en vöxturinn er öðruvísi, háls sver og stuttur og einkennandi andlit sem gerir hann „krúttlegan“ Feldurinn einkennist vanalega af fjölmörgum ljósum hringjum þó þeir séu takmarkaðir á þessum ein- staklingi, en nafn hans er dregið af því. Tegundin er fremur sjaldséð hér við land og sést þá einna helst inn- fjarða á Norður- og Vesturlandi. Krúttlegur hringa- nóri í Húsavíkurhöfn  Jólagesturinn stillti sér upp til myndatöku en hvarf síðan á braut Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Heimsókn Hringanórinn horfði stórum augum á ljósmyndarann á bryggj- unni á Húsavík. Hvíldi þar lúin bein og hreifa áður en hann synti í burtu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bandarískt markaðs- og dreifing- arfyrirtæki hefur pantað 600 þús- und töflur af SagaPro náttúrulyfinu sem Saga Medica framleiðir úr ís- lenskri ætihvönn og notað er við tíðum þvaglátum. Markaðsstjóri fyrirtækisins vonast til að þetta sé upphafið að ennþá meiri landvinn- ingum í Bandaríkjunum og Evrópu. Saga Medica hefur í tvö ár flutt SagaPro til Kanada. „Við höfum verið að leita leiða til að auka út- flutning okkar enn frekar og kom- umst í samband við bandarískt markaðs- og dreifingarfyrirtæki sem vill taka SagaPro undir sinn verndarvæng. SagaPro á að vera aðalvaran í kynningu þeirra á næsta ári,“ segir Perla Björk Eg- ilsdóttir, markaðsstjóri og verðandi framkvæmdastjóri Saga Medica. Þótt enn sé ekki búið að ganga frá samningum og því ekki hægt að upplýsa um kaupandann hefur fyr- irtækið staðfest pöntun á 600 þús- und töflum. Varan verður afhent í febrúar og kynnt á stórri sýningu í mars. SagaPro verður dreift í heilsu- verslanir og apótek og einnig til fyrirtækja sem sjá læknum fyrir vörum. „Þetta er þeirra fyrsta pöntun og sú stærsta sem við höfum afgreitt,“ segir Perla sem reiknar með að þetta sé aðeins upphafið. Hún segir að samstarfið muni hafa mjög góð áhrif fyrir Saga Medica, ef allt gangi samkvæmt áætlun. Rannsóknin lykilatriði SagaPro hefur farið í gegn um klíníska rannsókn og birtist ritrýnd vísindagrein um hana í sænska læknablaðinu Scandinavian Journal of Urology and Nephrology. Er þetta eina íslenska náttúruvaran sem hefur farið í gegn um klíníska rannsókn. Þótt bandaríska dreifingarfyr- irtækið pakki töflunum í eigin um- búðir mun það nota SagaPro- vörumerkið. Perla segir að nið- urstöður rannsóknarinnar sem sýndu ákveðna virkni vörunnar og að hún væri örugg og án aukaverk- ana séu lykillinn að þessum samn- ingum. „Það skiptir okkur miklu máli að þetta fyrirtæki kostar markaðssetningu á þessum stóra markaði. Það hjálpar okkur á öðr- um mörkuðum,“ segir Perla. Saga Medica vinnur að skrán- ingu vara sinna og öðrum und- irbúningi útflutnings til Evrópu. „Markmiðið er að byrja á Norð- urlöndunum og færa okkur síðan inn í önnur lönd,“ segir Perla og getur þess að töluverður útflutn- ingur sé nú þegar til Noregs á Vox- is hálstöflum sem unnar eru úr hvannarlaufum. Þrátt fyrir að lengi hafi verið unnið að útflutningi og það hafi verið megintilgangur fyrirtækisins hefur meginhluti sölunnar verið á innanlandsmarkaði og hann staðið undir þróunarstarfinu, að sögn Perlu. Sem dæmi má nefna að hér heima eru seldar 900 þúsund til milljón SagaPro töflur. SagaPro til Bandaríkjanna  Staðfest pöntun á 600 þúsund töflum Morgunblaðið/Kristinn SagaPro Perla Björk Egilsdóttir og Þráinn Þorvaldsson eru í útrás með afurðir íslensku hvannarinnar. „Ákvörðun ráðuneytisins eyðileggur öll okkar áform. Nú liggur fyrir að stokka þarf upp fjárhagsáætlun næsta árs og endurskoða allt frá grunni. Þetta eykur kostnað sveitarfélagsins um 15 til 20 millj- ónir á ári. Nið- urskurður á þjón- ustu blasir við,“ segir Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps. Fulltrúar um- hverfisráðuneyt- isins tilkynntu stjórnendum hrepps- ins í gær, að umsókn sveitarfélagsins um undanþágu og starfsleyfi sorpbrennslu á Kirkju- bæjarklaustri fengist ekki. Leyfi fyrir starfsemi rann úr gildi 12. des- ember sl. Afstaða ráðuneytisins er sú að ofn brennslunnar standist ekki kröfur. Mælingar sýni að útblástur á díoxín, sem talið er krabbameins- valdandi, hafi verið 58-föld þau los- unarmörk, sem gilda eiga frá næst- komandi áramótum. Í tilkynningu ráðuneytisins er einnig tilgreint að ráðherra geti ekki veitt undanþágu frá einstökum ákvæðum reglugerða í sorpmálum. Hann geti slíkt ef ríkar og sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Það eigi ekki við í þessu máli. „Okkur hefur þótt sorpbrennslan góður kostur. Þetta hefur verið ódýr leið við sorpeyðingu og ylinn frá ofn- inum höfum við nýtt til að kynda sundlaug og grunnskóla. Nú þurfum við að leita nýrra leiða. Við vissum að ofninn stæðist ekki kröfur og vor- um því búin að biðja umhverf- isráðherra að gefa okkur tveggja ára frest meðan við útveguðum nýjan. Nú liggur afstaða hins vegar fyrir og því verðum við að hugsa mál upp á nýtt,“ segir Eygló. sbs@mbl.is Niðurskurður í þjónustu blasir við  Sorpbrennslu á Klaustri var hafnað  Mikill útblástur og ofn stenst ekki Klaustur Sorpmálin eru í uppnámi vegna lokunar brennslustöðvar. Eygló Kristjánsdóttir Ljósmynd/Gísli Sigurðsson „Nú þegar nýtt frumvarp um fisk- veiðistjórnun, sem verið hefur eitt stærsta deilumál þjóðarinnar, bíð- ur framlagningar í þinginu er brýnt að niðurstaða ná- ist sem fullnægi grundvallarsjón- armiðum um þjóðareign auðlindarinnar, jafnræði, nýliðunarmöguleika og bætt búsetu- skilyrði í landinu,“ segir í frétta- tilkynningu sem þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir sendu frá sér í gær. Þá segir enn fremur í tilkynning- unni að rétt kjörin stjórnvöld megi ekki láta undan þeim hótunum og hræðsluáróðri sem dunið hefur á þjóðinni frá hagsmunasamtökum út- vegsmanna. Telja þær að þó að frum- varpið sem nú bíði sé vissulega mála- miðlun þá sé það stórt skref í rétta átt sem þær telji rétt að stíga fremur en að una við óbreytt ástand. „Afkoma sjávarútvegs er nú með besta móti, hún batnaði um 26% milli áranna 2010/2011 og hreinn hagn- aður var um 60 milljarðar króna á síðasta ári. Mikið er í húfi fyrir byggðir landsins og þær tugþúsundir Íslendinga sem hafa beina og óbeina lífsafkomu af sjávarútvegi. Nú er tækifærið – óvíst er að það gefist síð- ar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. skulih@mbl.is Stjórnvöld láti ekki undan hótunum Ólína Þorvarðardóttir ö frandi gjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland CHERRY BLOSSOM Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. • Handkrem 50 ml - 1.150 kr. • Ilmsápa 50 g - 500 kr. • Húðmjólk 250 ml - 3.630 kr. r tö frandi gjafir FRá PROVENCE 5.990kr. Verð áður:7.51 0 k r. GJAFAKASSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.