Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hefði ákveð- ið að tilnefna John Kerry, fyrrver- andi forsetaefni demókrata, í emb- ætti utanríkisráðherra í stað Hillary Clinton. Talið er nánast öruggt að öldungadeild þingsins staðfesti tilnefninguna. Kerry er formaður utanríkismálanefndar deildarinnar og annaðist nokkur verkefni í utanríkismálum fyrir Obama á fyrra kjörtímabili hans. Kerry tilnefndur utanríkisráðherra AFP Tilnefning Barack Obama forseti og John Kerry í Hvíta húsinu í gær. BANDARÍKIN Yfirvöld í Ekvador hafa ekki fyrir- skipað frekari brottflutning fólks frá bæjum í grennd við eldfjallið Tung- urahua þrátt fyrir aukna eldvirkni síðustu daga. Tungurahua er ein virkasta eld- stöð Suður-Ameríku og hefur gosið frá árinu 1999. Yfirvöld gáfu út hættuviðvörun í bæjum í grennd við eldfjallið fyrr í vikunni en hafa ekki hækkað viðbúnaðarstigið þótt gos- virknin hafi aukist síðan þá. Spreng- ingar hafa orðið í fjallinu með fimm mínútna millibili. Sex manns biðu bana í þorpinu Chimborazo þegar gos í Tungurahua náði hámarki árið 2006. Íbúar ferða- mannabæjarins Banos, sem er með 15.000 íbúa, og fleiri bæja í grennd við fjallið þurftu að flýja heimili sín árið 1999. Þeir gátu ekki snúið aftur heim fyrr en ári síðar. Fjallið er 5.029 metra hátt og nafn þess þýðir „Eldkverkar“. Gosvirkni eykst AFP  Vaxandi hætta vegna eldgoss í fjallinu Tungurahua í Ekvador Þriggja ára pilt- ur í Ástralíu var heppinn að sleppa lifandi eftir að eitur- slönguegg, sem hann hafði falið í fataskáp í her- bergi sínu, klökt- ust út. Pilturinn fann eggin nálægt heimili sínu í Queensland, setti þau í plastílát og kom því fyrir í fataskápnum. Móðir hans fann síðan eiturslöngurnar í skápnum á mánudaginn var. Slöng- urnar voru 12-15 cm langar og þeim var sleppt út í náttúruna. Fann eiturslöngur í fataskáp piltsins ÁSTRALÍA Fjögur lönd hafa ákveðið að taka ekki þátt í söngvakeppninni Evróvisjón á næsta ári. Bosn- ía-Hersegóvína, Portúgal og Sló- vakía ætla ekki að senda fulltrúa í keppnina af efnahagsástæðum. Grikkland, sem hefur átt við mikla efnahagserfiðleika að etja, ætlar þó að taka þátt í Evróvisjón. Tyrkir hafa ákveðið að senda ekki fulltrúa í keppnina vegna óánægju með breytingar á reglum hennar, að því er fram kemur í til- kynningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Keppnin verður haldin í Malmö í Svíþjóð dagana 14. og 18. maí á næsta ári. EVRÓVISJÓN Fjögur lönd taka ekki þátt í keppninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.