Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Samfara fjölgun nýskráninga fyr- irtækja á hlutabréfamarkað síðustu tólf mánuði þá virðist áhugi almenn- ings á því að fjárfesta í hlutabréfum hafa aukist umtalsvert. Heildareign heimila í hlutabréfasjóðum nam tæplega 7,3 milljörðum króna í lok októbermánaðar, sem er tvöfalt hærri upphæð en á sama tíma fyrir ári. Frá þessu er greint í fréttabréfi Júpiters rekstrarfélags, en þar seg- ir að þessi þróun sé til marks um að íslensk heimili séu óðum að taka hlutabréf í sátt sem fjárfestingar- kost og sparnaðarform. Hrein eign hlutabréfasjóða, sam- kvæmt tölum Seðlabankans, nam samtals 28,5 milljörðum í lok októ- ber. Hlutfall eignar heimila í slíkum sjóðum, 7,3 milljarðar, er því um 26%. Í þeim tölum er hins vegar ekki tekið tillit beins eignarhalds heimila og einstaklinga á skráðum hlutabréfum, heldur aðeins hlut- deildarskírteina í hlutabréfasjóðum. Á það er bent í fréttabréfi Júpi- ters að aukin eign heimila í hluta- bréfum megi að einhverju marki rekja til hækkana á hlutabréfaverði á árinu sem er að líða. Hlutabréfa- vísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 13% það sem af er ári, en hins vegar hefur gengi einstakra félaga, meðal annars Haga og Ice- landair, hækkað umtalsvert meira. Slíkar hækkanir á gengi hlutabréfa einskorðast þó ekki við íslenska markaðinn, en erlendar hlutabréfa- vísitölur hafa í flestum tilfellum hækkað meira en sú íslenska. Velta með hlutabréf á Íslandi hef- ur smám saman aukist frá árinu 2009 – þegar hún nam aðeins 50 milljörðum – og á þessu ári virðist flest benda til að hún verði hátt í 90 milljarðar. Fastlega má gera ráð fyrir því að velta muni halda áfram að aukast á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir stórum skuldabréfaútgáfum ríkis- sjóðs og Íbúðalánasjóðs. Eign heimila í hluta- bréfasjóðum tvöfaldast  Hækkar úr 3,5 milljörðum króna í 7,3 milljarða á einu ári Morgunblaðið/Styrmir Kári Uppbygging Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Íslensk heimili virðast óðum hafa meiri áhuga á að fjárfesta í hlutabréfum. Sókn í hlutabréf » Áhugi íslenskra heimila á að fjárfesta í hlutabréfum er óð- um að aukast. » Eign heimila í hlutabréfa- sjóðum nam tæplega 7,3 millj- örðum í lok október á þessu ári. Á sama tíma fyrir ári var hún aðeins 3,5 milljarðar. » Hlutabréfavísitala Kauphall- arinnar hefur hækkað um 13% það sem af er ári. Hækkunin á vísi- tölu neysluverðs í desember í ár er minnsta hækkun vísitöl- unnar í desem- bermánuði frá aldamótum. En frá þeim tíma hefur vísitalan að jafnaði hækk- að um rúm 0,4% í mánuðinum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands, sem birtist í gær, hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóv- ember og desember. Er þetta veru- lega undir þeirri hækkun sem Ís- landsbanki, sem og aðrir greinendur, gerðu ráð fyrir. Gerðu opinberar spár ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða. Í desember í fyrra hækkaði vísital- an um 0,4% frá fyrri mánuði, og lækkar því tólf mánaða taktur verð- bólgunnar úr 4,5% í 4,2% á milli nóvember og desember. Greining Íslandsbanka bendir á að óvænt lækkun á flugfargjöldum til útlanda skýri að mestu leyti frá- vik frá spám greiningaraðila. Lækkuðu flugfargjöld um 3,7%, en á síðustu fjórum árum hafa þau að jafnaði hækkað á bilinu 12%-25% milli nóvember og desember. Minnsta hækkun á öldinni  Verðbólgan var 0,05% í desember Verslun 12 mánaða verðbólga er 4,2%. Samþykkt var á hluthafafundi hjá Eyri Invest í gær að auka hlutafé félagsins um 231 milljón hluti. Til- gangur hlutafjáraukningar er að styrkja fjárhag félagsins og auka sveigjanleika í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands, en miðað er við gengið 26 og því er heildarupphæð hlutafjáraukningarinnar um 6 millj- arðar króna. Stjórn Eyris hefur ráðið Arctica Finance sem ráðgjafa við hlutafjáraukninguna. Í samtali við mbl.is sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, að hlutafjáraukningin yrði notuð til að styrkja frekar vöxt Stork BV, sem Eyrir á 17% eignahlut í, en það á og rekur iðnfyrirtækin Stork Technical Services og Fokker Tec- hnologies. Auk þess muni Eyrir áfram styðja við sprotafyrirtæki í gegnum Eyrir Sprotar, sem er sjálfstætt félag um fjárfestingar í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Fyrir ári jók Eyrir hlutafé sitt um 10% með útgáfu á rúmlega 101 milljón nýrra hluta. Þau bréf voru seld fyrir rúmlega 2,4 milljarða króna. Í sumar var ennfremur til- kynnt að Eyrir hefði tryggt sér langtímafjármögnun hjá íslenskum bönkum fyrir 2,1 milljarð króna. Í tilkynningu til Kauphallar kem- ur fram að á fundi stjórnar Eyris hafi verið samþykkt að auka hlutafé félagsins um allt að 231 milljón hluta með útgáfu hluta í nýjum flokki hlutabréfa, B-flokki, en það eru forgangshlutabréf sem hafa forgangsrétt að arðgreiðslum og eru ávallt breytanleg í A-hluti. Slík bréf eru hins vegar án atkvæðis- réttar nema í þeim málum er varða breytingar á arðgreiðslustefnu og öllum málefnum er snúa að rétt- indum B-hluta. Á fundinum var einnig samþykkt að arðgreiðslu- stefna félagsins verði hluti af sam- þykktum. Eyrir eykur hlutafé um 6 milljarða  Hlutafjáraukningin notuð til að styðja við vöxt Stork og sprotafjárfestingar Morgunblaðið/Golli Fjármögnun Árni Oddur Þórð- arson, forstjórir Eyrir Invest. ● Samkeppniseftirlitið hefur lagt 45 milljóna króna sekt á Sorpu fyrir brot á samkeppnislögum. Telur eftirlitið að Sorpa hafi brotið gegn samkeppn- islögum með því að misnota markaðs- ráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Þetta gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, jafnvel þótt fyr- irtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu. Sorpa sektuð um 45 milljónir króna ● Sænska ríkis- stjórnin lækkaði í gær hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og næsta ár. Er nú talið að hagvöxt- urinn verði 0,9% í ár í stað 1,6% sam- kvæmt fyrri spá. Á næsta ári hljóðar spáin upp á 1,1% hagvöxt en áður hafði sænska fjármálaráðuneytið gert ráð fyrir því að hagvöxturinn yrði 2,7%. Að sögn Anders Borg, fjármála- ráðherra Svíþjóðar, er ástæðan verri horfur í Evrópu og óvissa í ríkisfjár- málum Bandaríkjanna. „Við getum vænst erfiðs árs 2013,“ segir Anders. Lækka hagvaxtarspána Fjármálaráðherra Anders Borg. ● Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur um tvö stig niður í CCC+. Einkunn ey- ríkisins var þegar komin í svonefndan ruslflokk og fer nú enn neðar í þeim efnum með lækkuninni. Fram kemur á fréttavefnum Eu- observer.com að lækkunin sé tilkomin vegna þess að hættan á að Kýpur geti ekki staðið við skuldbindingar sínar og kunni að lenda í greiðsluþroti hafi auk- ist. Óttast gjaldþrot Kýpur Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,/1.2, +,3.+ ,,.0+4 ,,.-,- +4.000 +03.22 +.143- +41.1+ +--.51 +,-.00 ,/5.0, +,3.13 ,,.021 ,,.-40 +4.04 +02.,3 +.5/, +41.44 +-3./+ ,,2.2110 +,-.-0 ,/5.2, +,3.21 ,,.114 ,,.3- +4.113 +02.-- +.5/-1 +45.53 +-3.12 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.