Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Að störfum Það var unnið hörðum höndum við höfnina í gær enda síðasti vinnudagur, hjá mörgum, fyrir jólafrí. Golli Heimssýn er þver- pólitísk fjöldahreyfing með yfir 6.000 fé- lagsmenn. Samtökin eiga 10 ára afmæli en þau voru stofnuð hinn 27. júní 2002 með það að markmiði að verja fullveldi Íslands og stuðla að opinni um- ræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf. Frá því naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu hefur kraftur samtakanna beinst að því að miðla upplýs- ingum um afleiðingar þess að ganga í ESB, stöðu aðild- arviðræðnanna og benda á þá að- lögun sem íslensk stjórnsýsla gengur nú í gegnum. Allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið frá því í byrjun ágúst 2009 segja okkur að mikill meirihluti landsmanna sé andvígur inngöngu Íslands í ESB. Nið- urstöður skoðanakönnunar sem Capasent Gallup gerði fyrir Heimssýn í október sl. eru þær að 57,6 prósent þjóðarinnar eru and- víg aðild Íslands að Evrópusam- bandinu, hlynntir aðild eru 27,3 prósent og hlutlausir eru 15 pró- sent. Það er því einsýnt að meiri- hluti landsmanna hefur ekki áhuga á því að ganga í ESB. Skoðanakannanir sýna einnig að mikill meirihluti landsmanna vill draga til baka ESB-umsókn Ís- lands. Í vor verður kosið til Alþingis. Í þeirri kosningabaráttu munu Evr- ópumálin og afstaða flokka og frambjóðenda til aðildarumsókn- arinnar verða í brennidepli. And- stæðingar þess að Ísland gangi í ESB verða að snúa bökum saman í aðdraganda kosninga og leita allra leiða til að stöðva það ólýð- ræðislega aðlögunarferli sem nú er í gangi. Heimssýn mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Um leið og við óskum lands- mönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári, hvetjum við alla þá sem deila skoðun okkar á aðildarumsókn Ís- lands að ESB til að beita sér af krafti í baráttunni framundan. Ís- land, já takk – ESB, nei takk. Eftir Ásmund Einar Daðason og Unni Brá Konráðsdóttur » Andstæðingar þess að Ísland gangi í ESB verða að snúa bök- um saman í aðdraganda kosninga og leita allra leiða til að stöðva aðlög- unarferlið. Ásmundur Einar Daðason Höfundar eru formaður og varaformaður Heimssýnar. Stöðvum ESB-umsóknina Unnur Brá Konráðsdóttir Snemma vors 2009 tóku ríkisstjórn Ís- lands og Reykjavík- urborg þá framsýnu, en sannarlega ekki óumdeildu ákvörðun að ljúka við byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu. Ella hefði orðið að rífa hana eða hún hefði staðið eins og skemmd tönn í hafnarkjafti Reykjavíkur, minnisvarði um allt það versta við þensluna fyrir hrun. Skuldbindingin sem íslenskir skatt- borgarar tóku á sig til að ljúka byggingunni nam um 18 milljörðum króna, en sama ár voru heildar- tekjur ríkissjóðs um 440 milljarðar. Nákvæmlega hundrað árum fyrr var Safnahúsið við Hverfisgötu opnað sem hýsti meðal annars Landsbókasafn Íslendinga. Kostn- aður við byggingu ásamt innrétt- inum nam 220 þúsund krónum, en á þessum árum voru heildartekjur landssjóðs um ein milljón á ári. Húsið var byggt í ráðherratíð Hannesar Hafstein. Jón Jakobsson landsbókavörður sagði um fram- kvæmdina í ritgerð tíu árum eftir opnun: „Honum var jafnkunnugt sem oss hinum, sem þá áttu sæti á þingi, hvílík heljar grýla bókasafns- húsið var í augum ýmissa sparnað- armanna á þinginu bæði lærðra og leikra, sem óttuðust auðn í lands- sjóði ef farið væri að eyða fé í hundruðum þúsunda í svo „óarð- bært“ fyrirtæki sem húsaskjól fyrir bókmenntir, vísindi og listir.“ En strax þessum áratug síðar var vandfundinn sá maður sem taldi það peningasóun að slá utan um bókakost þjóðarinnar. Þjóðleikhúsið reis á fyrstu árum krepp- unnar miklu á fjórða áratugnum en ekki var lokið við bygginguna fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Eins og Safnahúsið var það byggt vel við vöxt og bar vitni um háleita drauma; þessi bygging var álfaborg í huga Guðjóns Samúelssonar húsameistara, skrifaði Jónas frá Hriflu: „Inn í þessa nýju kletta- borg átti þjóðin að ganga og kynn- ast ævintýrum í nýjum sið.“ Harð- ar deilur stóðu um húsið og alþingi stöðvaði byggingu þess um tíu ára skeið, en þær raddir þögnuðu fljótt eftir að húsið var opnað. Varla get- ur nokkur maður hugsað sér höf- uðborgina án Þjóðleikhússins. Hér verður ekki rakin bygg- ingasaga Listasafns Íslands nema til að minna á að bókmenntir, leik- list og myndlist höfðu öll eignast hús við hæfi þegar loks var ráðist í byggingu tónlistarhúss með Hörpu. Vel má vera að húsið sé of stórt, og það hefur sannarlega verið „heljar grýla sparnaðarmönnum“, en mun einhver spyrja að því eftir áratug eða svo, ef vel tekst til við rekstur þess? Í sumar urðu harðar og um margt skiljanlegar umræður um taprekstur á fyrsta starfsári húss- ins og flókna félagauppbyggingu þess. Hið fyrrnefnda hygg ég að sé nánast óhjákvæmilegt fyrst eftir opnun húsa á borð við Hörpu, hið síðarnefnda á rætur til þess að bygging hússins var upphaflega einkaframkvæmd, samkvæmt sam- komulagi við ríki og borg, og allir samningar um það flóknir og félög- in of mörg. Engu að síður er það þetta stjórnarfólk, ásamt bygg- ingameisturum og starfsfólki Hörpu, sem sá til þess að húsið var opnað með glæsibrag vorið 2011 og var sótt heim af einni milljón manna fyrstu 12 mánuðina sem það var opið. Frá opnun og þar til nú hafa verið haldnir næstum 600 list- viðburðir í húsinu, og skiptast nokkuð jafnt á milli rafmagnaðra tónleika og órafmagnaðra; næstum 400 þúsund manns hafa sótt tón- leika í húsinu, og eru þá ekki taldir með ókeypis tónleikar í opnum rýmum Hörpu. Mikill fjöldi hefur líka sótt ráðstefnur, fundi og veisl- ur í Hörpu og enn fleiri hafa komið bara til að skoða þetta stærsta úti- listaverk Íslands, taka myndir, fara á netið, fá sér kaffi eða að borða eða bara rölta um. Af þessu verður engin önnur ályktun dregin en sú að þorra þjóð- arinnar þykir gaman að koma í þetta hús og nýtir sér það óspart. En ekki hafa allir jafn gaman af að borga með því og eðlilegt að spurt sé um tapreksturinn, sem nemur hátt í 500 milljónum á þessu fyrsta heila starfsári. Þá er fyrst til að taka að fasteignagjöldin íþyngja rekstrinum mjög, þau eru næstum ein milljón á dag, og svo fer því líka fjarri að tekjustofnar hússins séu fullnýttir. Til þess þarf lengri tíma, svolitla þolinmæði og hag- felldan rekstur. En nú hafa verið tekin stór skref til einföldunar fé- lagauppbyggingarinnar. Félögin Tótus, Agó og Portus hafa verið sameinuð í félag sem ber einfald- lega heitið Harpa. Ennfremur stendur til að fella félagið Austur- höfn inn í þá samsteypu, og þá mun eftir standa eitt félag um rekstur hússins; lóðirnar í kring verða hins vegar í sér félagi, enda umsýsla þeirra ótengd rekstri Hörpu. Þá hefur verið höfðað mál til að fá fram réttláta álagningu fasteignagjalda sem aldrei hafði verið gert ráð fyrir að yrðu svona há. Blásið hefur verið til sóknar á ráðstefnusviði, og liggur þegar fyr- ir að bókanir á næsta ári, 2013, eru helmingi fleiri en á því ári sem er að líða. Harpa er að komast á kort- ið í alþjóðlegu ráðstefnuhaldi. Von er á nýrri tónlistarhátíð, raftónlist- arhátíðinni Sónar, í húsið snemma á næsta ári svo það verður hvergi slegið slöku við í músíkinni. Enda þótt mikið átak sé fram- undan í rekstri hússins verður að varast óraunhæfar kröfur. Það er ekki hægt að ætlast til að tónlist- armenn borgi meira fyrir aðstöð- una í húsinu en þeir gera nú þegar, þá mun tónleikum einfaldlega fækka og húsið ekki nýtast þeim sem það var byggt fyrir. Það er líka rétt að gera sér grein fyrir því að um 80% af ráðstefnuhúsum heimsins eru í opinberri eigu, og helmingur þeirra nýtur fjár- framlaga frá sínum sveitarfélögum. Skýringin er einföld, svo tekið sé dæmi af Hörpu: Ekki er óvarlegt að áætla að 500 manna ráðstefna, sem stæði hér í 6 daga, myndi skapa 300 milljóna tekjur hjá þeim sem annast umsýslu ferðamanna, hjá flugfélögum, hótelum, veitinga- húsum, verslunum o.s.frv. Af þess- ari upphæð rynnu líklega 10 millj- ónir til Hörpu, eða rösklega 3%. Margar borgir kjósa því að greiða fyrir ráðstefnum, beint eða óbeint, vegna þeirra margvíslegu tekna sem þær færa samfélaginu. Á þetta er minnt ekki til að mæla með að sú leið verði farin hér, heldur til þess að undirstrika að það verður að horfa á rekstur Hörpu í stóru samhengi og út frá því hvaða tekjur húsið skapar og hvað það hefur að bjóða þjóðinni og gestum hennar. Ég er sannfærður um að til þess er fullur vilji hjá eigendum hússins, ríki og borg, og jafnframt hinum raunverulegu eigendum, ís- lenskum almenningi. Það er hægt að bæta reksturinn verulega á næstu árum eins og ný lang- tímaáætlun sýnir, því hún gerir ráð fyrir að hægt sé að minnka tap- reksturinn um meira en helming á næstu fjórum árum, og jafnvel um 80% fáist þó ekki væri nema þriðj- ungs leiðrétting á fasteignagjöld- um. Lækki þau um helming, ætti húsið að geta orðið sjálfbært upp úr 2016. Húsaskjól fyrir tónlist, mannlíf og menningu verður seint arðbært – en það getur geymt upplifun þeim sem það sækja sem er ofar öllum fjárhagslegum mælikvörðum, rétt eins og bæði Safnahúsið og Þjóðleikhúsið og önnur menningar- hús okkar hafa gert. Það veltur hvorki á gleri né steypu, heldur þeim listamönnum sem gera það að vettvangi sínum. Nú þegar hafa lagt leið sín til landsins stórkostleg- ir tónlistarmenn, sem ekki hefðu komið fram á Íslandi hefði Hörpu ekki notið við. En mestu skiptir að þjóðin líti á Hörpu sem sitt hús, sitt félagsheimili, og sýni það sín- um gestum – sæki það heim eins þótt það eigi ekki erindi. Eftir Halldór Guðmundsson »En mestu skiptir að þjóðin líti á Hörpu sem sitt hús, sitt félags- heimili, og sýni það sín- um gestum – sæki það heim eins þótt það eigi ekki erindi. Halldór Guðmundsson Höfundur er forstjóri Hörpu. Harpa á tímamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.