Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Bæjaryfirvöld á Blönduósi gefa sér tíma í jólaundirbúningnum til að leiða hugann að sameiningu bæjarins við næstu nágrana sína í Húnavatnshreppi, því fyrir skömmu var samþykkt á bæj- arstjórnarfundi að óska eftir sam- starfi við sveitarstjórn Húnavatns- hrepps um að unnin verði úttekt á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin.    Kvennaskólinn á Blönduósi hélt upp á 100 ára bygging- arafmæli skólans fyrr í vetur og í því húsnæði var einnig stofnað Þekkingarsetur sem hefur þar að- setur. Markmið þess er að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróun- arverkefni á sviði textíls, strand- menningar og laxfiska á Norður- landi vestra. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra kom í heim- sókn af þessu tilefni og undirritaði samstarfssamning um rekstur set- ursins.    Árið 2012 er árið sem gagnaver- ið kom ekki á Blönduós. Greenstone ehf. hætti við áform sín á vormán- uðum um byggingu gagnaversins sem heimamenn bundu miklar vonir við að kæmi. Eftir að hafa skoðað nokkra álitlega staði víða um land frá árinu 2008 varð Blönduós fyrir valinu, þar sem gerð var samstarfs- yfirlýsing með heimamönnum um uppbygginguna, en hún er nú runn- in út í hinn margfræga sand.    Mikið er að gera í sláturhúsi SAH afurða. Í haust var slátrað þar 94.600 dilkum sem er aðeins færra en í fyrra en kjötmagnið nánast það sama því meðalþyngd dilka var tæp- lega 400 g meiri. En það er mikil aukning í stórgripaslátrun og má geta þess að búið er að slátra 1.625 folöldum og er það 62 fleira en allt árið í fyrra og enn er eftir slátra 250. Eins hefur orðið mikil fjölgun í slátrun fullorðinna hrossa og er áætlað að slátra um 1.230 hrossum á árinu og er það um 750 hrossum fleira en í fyrra. Ein meginástæðan fyrir þessari aukningu er sú að hey- birgðir eru með minna móti og eins er víða lítil jörð fyrir hrossin.    Nú er sólin farin að hækka á himni og heilög jól eru við það að ganga í garð. Skuggarnir sem voru lengstir í gær fara nú minnkandi dag frá degi héðan í frá. Hér við botn Húnafjarðar eru flestir að leggja lokahönd á jólaundirbúning- inn og skötuilminn mun leggja um bæinn á morgun og á aðfangadag munu jólasveinar fara hús úr húsi og dreifa jólapóstinum sem þeir hafa gert um langt árabil í boði ung- mennafélagsins Hvatar. Kanna stendur uppi á stól, senn mun hækka á lofti sól. Börnin smá, bíða og þrá að blessuð komi heilög jól. Jóla- og nýárskveðjur úr Austur-Húnavatnssýslu Sameining er til skoðunar Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Eftirvænting Börnin á leikskólanum á Blönduósi bíða spennt eftir því að jólin komi loksins. Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúma þrjá áratugi. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú. Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir göngunni í Reykjavík hinn 23. desember. Safn- ast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað klukkan 18:00. Friðarhreyfingarnar selja kerti fyrir göngufólk á Hlemmi. Í lok göngu verður fundur við hótel Vík (við Ingólfstorg) þar sem Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, flytur ávarp en fundarstjóri er Drífa Snædal. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. „Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaund- irbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopn- un í heiminum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum göngunnar. Gengið til friðar í þrjá áratugi Morgunblaðið/Golli Fimmta lota samningaviðræðna Ís- lands og Kína um fríverslun var haldin í Reykjavík dagana 18.-20. desember. Formaður íslensku sendinefndar- innar er Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra en formaður kínversku sendinefndarinnar er Sun Yuanji- ang skrifstofustjóri í kínverska ut- anríkisviðskiptaráðuneytinu. Samn- inganefnd Íslands skipa, auk starfsmanna utanríkisráðuneytisins, fulltrúar frá atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, ráðuneytum inn- anríkis- og velferðarmála auk Toll- stjóra, Útlendingastofnunar, Vinnu- málastofnunar og Einkaleyfastofu. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- málaráðuneytinu segir að vel þokist í viðræðunum og eru aðilar bjart- sýnir á að unnt verði að hnýta lausa enda í undirbúningi fyrir næstu lotu sem áætluð er snemma á næsta ári en vonast er til að hún verði sú síð- asta. Samið er um niðurfellingu tolla, þjónustuviðskipti, uppruna- reglur, heilbrigðiseftirlit, tæknileg- ar viðskiptahindranir, lagaleg mál- efni, vernd hugverka og opinber innkaup. Markmið með gerð fríverslunar- samningsins er fyrst og fremst að tryggja útflutningshagsmuni Ís- lands á þeim mikilvæga og ört vax- andi markaði sem Kína er. Samn- ingsdrögin sem fyrir liggja að lokinni fimmtu lotunni eru áþekk þeim sem gengur og gerist í frí- verslunarsamningum þeim sem Ís- land gerir í samfloti við önnur EFTA-ríki. Á hinn bóginn eru þess fá dæmi að Ísland semji tvíhliða um fríverslun og er Höyvíkursamning- urinn við Færeyjar síðasta dæmið þar um. Með EFTA hefur Ísland gert 24 fríverslunarsamninga við 33 ríki. Vel þokist í viðræð- um Íslands og Kína  Fimmta lota viðræðna um fríverslun Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. FRIÐARLJÓSIN verða seld við eftirtalda kirkjugarða um jól og áramót. Þau fást einnig víða í verslunum. GUFUNESS- OG FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR 23. des. kl. 13–17 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU 23. des. kl. 13–16 24. des. kl. 1O–16 KIRKJUGARÐUR AKUREYRAR 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 P IP A R \T B W A - 10 29 75 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Hannað af Ríkarði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Verð108.000.- Njáluarmbandið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.