Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 41
armestir á íslenskum verktaka-
markaði frá öndverðu í gegnum
fyrirtæki sín Phil&Sön og Ístak.
Þessum umsvifum hefur fylgt ný
verktækni og þekking og opnað ís-
lenskum verkfræðingum dyrnar
að alþjóðlegum verktakamarkaði.
Þýðing þessa í bráð og lengd fyrir
verkmenningu okkar Íslendinga
verður seint fullmetin og fullþökk-
uð.
Mér er ómögulegt að skrifa um
Sören án þess að Gunnvör komi
upp í hugann. Hún er mér svo
minnisstæð – rödd hennar, glamp-
inn í augunum og þessi smástríðni
og hlýja sem stafaði frá henni.
Hún bjó þeim fallegt og gott heim-
ili, þar sem hógvær gestrisni ríkti
og listaverk prýddu veggi, sem
minntu á íslenskan uppruna
þeirra. Engum duldist, hve náin
þau voru. Það hefur verið Sören
styrkur í erli athafnamannsins að
eiga traust í Gunnvöru.
Þau hjón voru systrabörn og
var Þórður Guðjohnsen afi þeirra.
Þórður var aðsópsmikill athafna-
maður, vinsæll í héraði og fara af
honum margar sögur. Hann átti í
harðri samkeppni við KÞ, en var
þó góður vinur Jakobs Hálfdán-
arsonar og treysti hvor öðrum.
Þórður var menningarmaður og
forystumaður í tónlist, sérstak-
lega þó Stefán sonur hans, og þótti
eftirsóknarvert fyrir ungar stúlk-
ur að vera í vist á Guðjohnsens-
heimilinu til að læra saumaskap
og forframast. Guðjohnsenshúsið
var andlit Húsavíkur, þangað var
gestum boðið sem heimsóttu bæ-
inn, og hafði sömu ímynd og Húsið
á Eyrarbakka. Sören lagði rækt
við uppruna sinn á Húsavík og
reisti þar bautastein til minningar
um Þórð.
Sören var mikill íþróttamaður á
sínum háskólaárum. Það er til
marks um það að hann kenndi og
þjálfaði handbolta hjá Ármanni og
varð Íslandsmeistari árið 1945. Og
honum þótti líka skemmtilegt að
minnast þess að hann greip inn í
og þjálfaði stúlkur í Völsungi í
handbolta. Þegar hann var stadd-
ur hjá frændfólki sínu á Húsavík.
Hann gat ekki fylgt þeim til
keppninnar, en þær sendu honum
skeyti um að þær hefðu orðið
Norðurlandsmeistarar.
Við Sören kynntumst fyrir
tveim ártugum. Mér hafði sem
samgönguráðherra verið boðið til
Kína og slóst hann með í förina,
þar sem Kínverjar sóttust eftir
samvinnu við íslensk verktakafyr-
irtæki um stórframkvæmdir í
samgöngumálum austur þar. Lítið
varð úr því þótt til nokkurra við-
skipta kæmi á öðrum sviðum.
Þarna hittumst við Sören fyrst og
urðum strax vinir. Og síðan áttum
við Kristrún margar góðar stundir
á heimili þeirra hjóna og í sum-
arhúsinu í Borgundarhólmi og við
árbakkann hér heima. Um þetta
erum við að hugsa. Við eigum þess
ekki kost að vera við jarðarför Sö-
rens. En hugurinn verður þar og
við biðjum Guð að blessa minn-
ingu hans.
Halldór Blöndal.
Fyrrverandi formaður Dansk-
Islandsk Samfund (Dansk-ís-
lenska félagsins), verkfræðingur-
inn Søren Langvad, lést óvænt 15.
desember. Fréttin um lát hans
vakti harm hjá öllum dönskum Ís-
landsvinum.
Søren Langvad átti danskan
föður og íslenska móður og mátti
með réttu heita sonur beggja
landanna. Ást hans á Íslandi var
ríkjandi þáttur í ævi hans og starfi
og hann leit ávallt á Ísland sem
sitt annað föðurland.
Á hverju ári kom hann oft til Ís-
lands og á hverju sumri renndi
hann fyrir lax í íslenskum veiðiám.
Segði einhver eitthvað misjafnt
um Ísland bjóst hann ávallt til
varnar fyrir sitt ástkæra land og
íbúa þess.
Árið 1971 var hann kjörinn í
stjórn Dansk-Islandsk Samfund
og þremur árum síðar, 1974, varð
hann formaður. Næstu 28 ár stóð
hann í fararbroddi samtakanna og
fyrir hans atbeina var varanlegur
grunnur lagður undir það góða
samband sem nú er milli Íslands
og Danmerkur, ekki síst með
auknum tengslum á sviði lista og
menningar. Fyrir hans atbeina
voru haldnir fræðandi fyrirlestrar
um íslensk málefni, hann styrkti
útgáfu á þýðingum íslenskra bók-
menntaverka og kynningu á ís-
lenskri myndlist. Framlag hans til
eflingar Dansk-Islandsk Samfund
og tengsla Íslands og Danmerkur
er ómetanlegt, og án þess að hafa
það í hávegum styrkti hann fjár-
hagslega hverja þá starfsemi sem
treysti vináttutengsl landanna.
Eftir að Søren Langvad lét af
formennsku í Dansk-Islandsk
Samfund árið 2002 fylgdist hann
af alúð og áhuga með starfsemi fé-
lagsins og tók þátt í því sem þar
fór fram. Og hann lét sitt eigið
danska fyrirtæki aðstoða félagið
við margvísleg skrifstofustörf. Við
munum sakna hans, viturlegra
ráða hans og fyndinna athuga-
semda, og lengi mun hans góða
framlag munað bæði á Íslandi og í
Danmörku.
F.h. Dansk-Islandsk Samfund
í Danmörku,
Steen Lindholm, formaður.
Fleiri minningargreinar
um Søren Langvad bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is Dýrahald
Yorkshire Terrier-hvolpar
11 vikna Yorkastrákar tilbúnir á
framtíðarheimili. Fara ekki úr hárum
Fæddir 28. 9. 2012, sprautaðir og
örmerktir. Ættbók frá HRFÍ.
Sunna - sími 866 6112.
Bílar
LEXUS RX 400 H/2008
Til sölu toppeintak Lexus RX 400
H. Ekinn 65 þ. km. Einn eigandi,
fordekraður frúarbíll. Verð: Tilboð.
Upplýsingar í síma 863 7656 /898
7656.
Nýr Jeep Grand Cherokee Over-
land Diesel. Eigum von á 3 bílum
fyrir tollahækkun um áramót.
Bílarnir eru svo vel útbúnir að það er
ekki hægt að koma því fyrir í svona
lítilli auglýsingu.
Verð aðeins 12.900 þús.
. www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Bílar óskast
Smáauglýsingar
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar
jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Opið alla helgina.
!
"#
Snyrting
Babaria-snyrtivörur loksins á
Íslandi.
Babaria er fjölbreytt vörulína sem er
unnin úr náttúrulegum hráefnum og
hentar þörfum allrar fjölskyldunnar
fyrir alla daglega umhirðu húðar.
Vörurnar fást í netversluninni
www.babaria.is
www.kolaportid.is • kolaportid@kolaportid.is
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 - 691 0919
athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Kæru vinir, ættingjar, vinnufélagar, læknar og
hjúkrunarfólk, okkar innilegustu þakkir til
ykkar allra er sýnt hafið okkur samúð og
vináttu í veikindum og við andlát og minningu
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa,
langafa, tengdasonar og bróður,
STEFÁNS BJÖRGVINSSONAR,
Engjavöllum 5A,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir sendum við séra Sigríði Kristínu Helgadóttur
fríkirkjupresti í Hafnarfirði, Verkstjórafélagi Hafnarfjarðar fyrir
stuðninginn og öllum þeim er styrktu samtökin Regnbogabörn,
að ósk Stefáns.
Megi nýja árið færa ykkur öllum gæfu og góða heilsu.
Hulda Karen Ólafsdóttir,
Ólafur Stefánsson, Lilja Björg Eysteinsdóttir,
Björgvin S. Stefánsson, Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir,
Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn,
Ólafur Karlsson, Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir,
Sigríður Björgvinsdóttir,
Guðný Björgvinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, vináttu
og hlýhug vegna fráfalls og útfarar eigin-
konu minnar, móður, ömmu og langömmu,
AUÐAR JÓNU ÁRNADÓTTUR,
Framnesvegi 20,
Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á krabba-
meinslækningadeild 11 E á Landspítala fyrir
frábæra umönnun Auðar og hlýhug í okkar garð.
Sæmundur Hinriksson,
Eðalrein M. Sæmundsdóttir, Hafliði R. Jónsson,
Kristín A. Sæmundsdóttir, Gunnar V. Ómarsson,
Lilja D. Sæmundsdóttir, Davíð Heimisson,
Íris D. Sæmundsdóttir, Vignir Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
sem lést þriðjudaginn 18. desember,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 27. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Guðmundur Sigurðsson,
Aldís Unnur Guðmundsdóttir, Jörgen L. Pind,
Jóhann Þ. Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Ólafur Ó. Guðmundsson, Sigríður Eyjólfsdóttir.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
NJÁLL SKARPHÉÐINSSON,
Hverfisgötu 16,
Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn
8. desember.
Útför hans hefur farið fram.
Þökkum samúð, vináttu og hlýhug.
Skarphéðinn Njálsson, Erla Gestsdóttir,
Gestur Skarphéðinsson, Fanney Ásgeirsdóttir,
Guðrún Signý Gestsdóttir,
Erla Gestsdóttir,
Helga Magnea Gestsdóttir,
Guðjón Máni Ívarsson.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra
ÞÓRS HAGALÍN.
Með ósk um gleðilega jólahátíð,
Sigríður Óskarsdóttir,
Unnur Huld Hagalín, Elías Ívarsson,
Þórhildur Ósk Hagalín, Tobias Fuchs,
Guðmundur Gísli Hagalín,
Ívar Þór, Rúnar Orri, Ari Hrafn og Karítas,
Óskar Magnússon, Þórunn Vilbergsdóttir.