Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Börn eru snillingar og á undraverðan hátt tekst þeim flestum aðlæra að tala á ótrúlega skömmum tíma. Þetta vita allir stoltirforeldrar, ömmur, afar, frænkur og frændur og auðvitað alliraðrir sem fá að umgangast börn. Þetta vita málfræðingar líka, sérstaklega þeir sem fást við máltöku barna og þess vegna er það sem börnin segja uppspretta margra skemmtilegra og merkilegra rannsókna. Börnin læra auðvitað það sem fyrir þeim er haft en þau læra ekki bara tungumálið af okkur fullorðna fólkinu. Þau læra líka hvert af öðru og taka þannig þátt í því að móta málið okkar. Þess vegna er alveg tilvalið að bregða sér í leikskólann og hlusta á tungutak litlu snillinganna. Það er nefnilega svo margt sniðugt og skemmtilegt í máli þeirra sem við finnum hvergi annars staðar. Flestir þekkja eitt- hvað sem einkennir leikmál barna sem fullorðnir nota ekki almennt í máli sínu. Eitt af því er t.d. að nota minns, þinns, okkars og ykkars í stað þess að nota minn karl, mín dúkka, okkar karlar, ykkar dúkkur o.s.frv. Þetta nota börnin framan af, sérstaklega á leikskólastiginu, en svo hætta þau því smám saman án þess að nokkur segi þeim það (þótt sumir fullorðnir noti það kannski til gamans sem einhvers konar stíleinkenni). Það er hins vegar annað í máli leikskólabarna sem ég held að færri hafi tekið eftir. Í leikjum barna verða oft árekstrar þeirra á milli og kannski oftast í leikskólanum þar sem mest er um samskipti barnanna við jafn- aldra. Börnin ýmist meiða hvert annað óvart eða viljandi, taka hluti hvert af öðru eða bara angra hvert annað á einhvern hátt, á milli þess sem þau njóta þess að leika saman og læra hvert af öðru. Einmitt þess vegna vilja börnin nokkuð oft segja frá því sem einhver gerði á þeirra hlut eða „klaga“ eins og það hefur líka verið kallað. Þannig hefur það örugglega alltaf verið þar sem mörg börn koma saman. En ég held að orðfærið sé hins vegar töluvert breytt. Nú held ég að það sé minna um að börnin „klagi“ en meira um að þau „segi út af“. Þess vegna heyrist mjög oft í leik- skólanum: „ég segi út af þér“ eða hreinlega „ég segi út af“ án þess að það sé nánar skilgreint. Sennilega dregur úr þessu eftir því sem börnin eldast en kannski fækkar líka bara tilefnunum til að „segja út af“. Það sem mér finnst merkilegast af öllu er hversu rökrétt og eðlilegt það er að „segja út af“ en það á reyndar við um flest annað í máli barna. Enginn getur sagt að það merki alveg það sama og að „segja frá“ af því að með því að „segja út af“ felst greinilega meiri ásökun. Það er því alveg eðlilegt að segja frá einhverju skemmtilegu og segja svo út af Jóa sem tók skófluna. Kannski hættir þetta fljótlega að hljóma undarlega í eyrum okkar fullorðnu sem erum vön því að sagt sé frá og klagað. Kannski heyr- um við sagt út af á þingi eftir nokkra áratugi. El ín Es th er LEIKSKÓLINN VALLARBORG Mér er svangt! Það var strítt mér! Ég segi út af! „Ég segi út af“ Aðalheiður Þorsteinsdóttir adalheidurt@gmail.com Tungutak Spurningin um aðild Íslands að Evrópusamband-inu er eitt þeirra grundvallarmála, sem við ogvið koma upp í þjóðfélagsumræðum og knýrfólk til að taka afstöðu. Þetta á við hér á Íslandi og þetta á við annars staðar, þar sem aðild að ESB er á dagskrá eða ríki jafnvel orðin aðilar eins og í Bretlandi. Fyrir andstæðinga aðildar Íslands að ESB er t.d. ómögulegt að kjósa frambjóðanda í prófkjöri eða forvali, sem styður aðild, þótt kjósandinn af öðrum ástæðum vildi gjarnan styðja þann frambjóðanda. Spurningin um aðild er slíkt grundvallarmál að önnur sjónarmið hljóta að víkja. Andstæðingur aðildar getur ekki kosið stuðn- ingsmann aðildar á þing, þótt skoðanir þeirra fari t.d. saman í kvótamálum svo dæmi sé nefnt. Í Bretlandi fara nú fram áhugaverðar umræður innan Íhaldsflokksins um afstöðu flokksins til þátttöku Breta í ESB. Að hluta til eru þær umræður sprottnar af vaxandi efasemdum þar í landi um að skynsamlegt sé og hag- kvæmt fyrir Breta að vera aðilar að Evrópusambandinu til fram- búðar en að öðru leyti er það upp- gangur UKIP( UK Independence Party), sem veldur óróa innan þingflokks Íhaldsflokksins en UKIP mælist nú með 14% fylgi í skoðanakönnunum. Fyrr í þessari viku ávarpaði David Cameron, forsætis- ráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, fund í svonefndri „1922 Committee“ eða 1922 nefnd, sem varð til árið 1923 og var lengst af eins konar þrengri þingflokkur Íhalds- flokksins, sem ráðherrar flokksins í ríkisstjórnum áttu ekki beina aðild að en gátu hins vegar sótt fundi hjá þessum hópi þingmanna. Nú hefur því fyrirkomulagi verið breytt á þann veg, að ráðherrar eiga aðild að hópn- um, en hafa ekki atkvæðisrétt þegar framkvæmdastjórn hans er kjörin. Í þessari ræðu lagði Cameron áherzlu á að í þingkosningunum 2015 mundi Íhaldsflokkurinn hafa uppi efasemdastefnu gagnvart Evrópusambandinu. Hins vegar hefur Cameron ekki tekið afstöðu til þeirrar kröfu, sem heyrist úr öllum áttum í Bretlandi að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um hvort Bretar eigi að vera úti eða inni. UKIP, stjórnmálaflokkurinn sem veldur nú miklum áhyggjum í Íhaldsflokknum hefur hreina og skýra stefnu varðandi aðild Bretlands að ESB. Flokkurinn vill Breta út. Hann á hins vegar ekki fulltrúa í Neðri deild brezka þingsins. Hins vegar hafa þrír fulltrúar í lávarðadeild þingsins, skipað sér í raðir hans. Staða UKIP er sterkari á Evrópuþinginu. Þar á flokkurinn nú 12 þingmenn af 73 þingmönnum, sem Bretar hafa rétt til að kjósa á það þing. Einn þeirra er Nigel Farage, leiðtogi flokksins, sem komið hefur hingað til Íslands. Þessir Evr- ópuþingmenn UKIP náðu kjöri í kosningum til þess þings 2009. UKIP á rætur að rekja til ársins 1993 en í þingkosn- ingum í Bretlandi 2005 fékk flokkurinn 0,9% atkvæða. Í þingkosningunum 2010 fékk flokkurinn 3,1% atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningum sem síðan hafa verið haldnar hefur flokkurinn verið að sækja á. Ýmsir fyrrverandi áhrifamenn í Íhaldsflokknum hafa gengið til liðs við UKIP. Á síðustu árum hefur flokkurinn lagt áherzlu á að breikka málefnagrundvöll sinn og í þeim efnum undir- strikað grundvallarsjónarmið konservatisma. Augljóst er UKIP heldur Íhaldsflokknum við efnið gagnvart Evrópusambandinu. Vaxandi fylgi UKIP kem- ur fyrst og fremst frá Íhaldsflokknum og getur ráðið úr- slitum um hvort Íhaldsflokkurinn nær meirihluta á brezka þinginu. Þessi staða í Bretlandi er bæði áhugaverð og líka umhugsunar- efni í okkar pólitíska samhengi og þá ekki sízt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Innan hans eru og hafa lengi verið skiptar skoðanir um afstöð- una til Evrópusambandsins, þótt augljóst sé að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna er andvígur aðild. Það verður hins vegar sífellt áleitnari spurning, hvort það hafi verið ætlun forystumanna Sjálf- stæðisflokksins í ársbyrjun 2009 að ná fram breytingu á afstöðu flokksins á landsfundi. Um það skal ekkert full- yrt enda liggur ekkert fyrir um það. Hitt er ljóst að sú sterka andstaða, sem reis innan flokksins snemma árs 2009 gegn aðild að Evrópusambandinu kom forystusveit flokksins á óvart. Hún var hins vegar afgerandi. Hafi verið uppi áform um að breyta stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í þessu grundvallarmáli, runnu þau áform út í sand- inn þann vetur. Reynslan af UKIP í Bretlandi er hins vegar vísbend- ing um hvað gæti gerzt hér ef veikleikar kæmu fram í af- stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu grundvallarmáli við stjórnarmyndun eftir þingkosningar. Þá mundi Sjálf- stæðisflokkurinn lenda í sömu stöðu og Vinstri grænir eru nú í en þeir hafa augljóslega misst traust og trúnað stórra hópa kjósenda sinna og leita nú allra leiða til að rétta sig af. Það er gott og jákvætt fyrir stjórnmálin að við og við komi upp grundvallarmál af því tagi, sem ESB-málið er. Það knýr fólk til að taka afstöðu. Og alveg með sama hætti og andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu getur ekki kosið frambjóðanda í prófkjöri eða forvali, sem er yfirlýstur stuðningsmaður aðildar, geta andstæð- ingar aðildar ekki stutt flokk, sem beygir af leið og hverfur frá grundvallarstefnu sinni í máli, sem varðar fullveldi íslenzku þjóðarinnar. Nú horfast nokkrir lyk- ilmenn VG svo og fjölmargir kjósendur flokksins í augu við sjálfa sig í þeim efnum. Vonandi lenda sjálfstæðismenn aldrei í þeirri stöðu því að fyrirsjáanlegt er hver viðbrögð þeirra yrðu. UKIP og staðan í íslenzkum stjórnmálum UKIP heldur brezka Íhalds- flokknum við efnið gagnvart Evrópusambandinu. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Styrmir Gunnarsson, fyrrverandiritstjóri Morgunblaðsins, gaf út fróðlega bók fyrir jólin um valdabar- áttuna, sem hófst í Sjálfstæðis- flokknum við skyndilegt fráfall Bjarna Benediktssonar sumarið 1970 og lauk í rauninni ekki, fyrr en Davíð Oddsson varð formaður vorið 1991. Styrmir var mjög við þá sögu riðinn, enda vinur og samverkamaður Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins 1973-1983. Við lesturinn rifjaðist margt upp fyrir mér, sumt skemmtilegt. Sjálfstæðisflokkurinn beið mikla ósigra í tvennum kosningum 1978. Eftir það settust ungir sjálfstæð- ismenn á rökstóla og komust að þeirri niðurstöðu, að endurnýja þyrfti for- ystu flokksins. Ekki áræddu þeir þó að biðja formanninn, Geir Hall- grímsson, að víkja, heldur sendu nefnd á fund varaformannsins, Gunn- ars Thoroddsens. Hann tók þeim vel og kvaðst reiðubúinn til að víkja, en þó aðeins eftir að eftirfarandi grein hefði verið tekin upp í skipulags- reglum flokksins: „Nú verða for- manni á mistök, og skal þá varafor- maður víkja.“ Ekki heyrðist eftir það meira af endurnýjuninni. Gunnar Thoroddsen var vígfimur, en með afbrigðum mjúkmáll, og í hvert skipti sem hann lagði til Geirs Hallgrímssonar, talaði hann um, að nú vildi hann rétta fram sáttarhönd. Þá sagði Davíð Oddsson eitt sinn við mig: „Í Sjálfstæðisflokknum er hver sáttarhöndin upp á móti annarri.“ Hinn gamli knattspyrnukappi Al- bert Guðmundsson tók mikinn þátt í þessum átökum, oftast við hlið Gunn- ars. Eitt sinn deildu þeir Davíð á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna. Þá var Davíð ungur maður. „Ég hlusta nú ekki á svona tal í stutt- buxnadeildinni,“ sagði Albert hinn reiðasti. Davíð svaraði: „Mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar mað- ur talar af lítilsvirðingu um stutt- buxur eftir að hafa haft atvinnu af því að hlaupa um á þeim í áratugi.“ Þorsteinn Pálsson var kjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins haustið 1983. Undir forystu hans klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn, og Albert Guð- mundsson stofnaði Borgaraflokkinn vorið 1987. Mörgum vinum Alberts fannst Þorsteini hafa farist illa við Al- bert. „Borgaraflokkurinn verður ekki langlífur. Menn senda aðeins sam- úðarskeyti einu sinni,“ sagði þá Frið- rik Sophusson, og reyndist hann sannspár. Eftir ósigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1987 urðu þær raddir háværari, að Davíð Oddsson yrði að taka að sér formennsku. Vildi Davíð sjálfur sem minnst um það tala. Í veg- legu jólaboði Vífilfells í desember 1987 vatt Lýður Friðjónsson, þáver- andi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, sér að Davíð og sagði: „Jæja, Davíð, hvenær ætlarðu að taka við þessu?“ Davíð svaraði að bragði: „Hvað seg- irðu, ertu að hætta?“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Valdabaráttan í Sjálfstæðisflokknum Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.