Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talið er að 25-30 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði á fimmtudag í síðustu viku og er súrefnisskortur talinn helsta ástæð- an. Lætur nærri að það séu um 5% af öllum stofni íslenskrar sum- argotssíldar. Erfitt er að meta áhrif þessa á vöxt og viðgang síldarinnar og spila aðrir umhverfisþættir þar inn í eins og rénun sýkingar í stofn- inum. Í tilkynningu Hafrannsóknastofn- unar kemur fram að þær niður- stöður sem fengust úr stuttri rann- sókn stofnunarinnar síðastliðinn þriðjudag sýna að meginþorri þeirr- ar síldar sem var í innanverðum Kolgrafafirði í síðustu viku sé nú kominn í utanverðan fjörðinn. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að nálægt 10% þeirrar síldar sem var í innanverðum firðinum hafi drepist. Ekki er langt síðan mæld voru 250-270 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði og hefur ekki áður verið mælt svo mikið af síld innan við brú í firðinum. Mjög lítil súrefnismettun Súrefnismettun í firðinum mæld- ist mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið, segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er að þessi lækkun á styrk súrefnis stafi meðal annars af öndun síldar sem var í miklu magni innan brúar dagana áður en mælingarnar voru gerðar. Enda þótt vitað sé að síld að vetrarlagi þoli lágan styrk súr- Svæðið innan brúar var kannað með neðansjáv- armyndavél og alls var safnað tæpum 4 klukku- stundum af myndefni sem unnið verður nánar úr á næstu vikum, segir í frétt frá Hafrannsókna- stofnun. Tekið var snið frá botni fjarðarins og út þar sem dýptarsviðið var á bilinu 10-42 metrar. Dauð síld sást á öllu svæðinu sem kannað var. Enda þótt úrvinnslu þessa myndefnis sem safnað var sé ekki lokið, er ljóst að umtalsvert magn af dauðri síld er um allan fjörðinn. Mest magn var þó þar sem dýpið var mest. Gróft mat bendir til þess að fjöldinn gæti verið á bilinu 7-10 fiskar á fermetra. Dauð síld um allan fjörð FJÓRAR KLUKKUSTUNDIR AF MYNDEFNI Í fjöru Síldinni safnað. efnis benda þessar niðurstöður til þess að helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum hafi verið súrefnisskortur. Þó er ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif. Rotnun á dauðum fiski Enda þótt síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súrefnis var mjög lágur er mögulegt að það ástand vari áfram vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotnunin getur við- haldið lágu súrefnismagni í firð- inum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mán- uðum og misserum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni. Bergmálsmælingar á lifandi síld sýna að umtalsvert magn var af síld utan við brúna í Kolgrafafirði og virðist sem síldin hafi að mestu fært sig af svæðinu innan við brú. Alls mældust um 10 þúsund tonn innan brúar en utan við brú í firð- inum mældust rúmlega 250 þúsund tonn. Farið var með bátnum Bolla SH til mælinga í vikunni, en stærri rannsóknaskip komast ekki undir brú í Kolgrafafirði. Ástand sjávar var kannað, mælingar gerðar á magni síldar í firðinum auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með myndavélum. Þá voru fjörur gengnar og mat lagt á magn dauðr- ar síldar þar. Áfram verður náið fylgst með síldinni á svæðinu og umhverfisaðstæðum í firðinum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Á botninum Dauð síld á botni Kolgrafafjarðar síðastliðinn þriðjudag. Myndin er tekin á um 40 metra dýpi þar sem mest var um dauða síld á botninum. Súrefnismettun í firðinum mældist lægri en áður hefur mælst í sjó við landið. Hátt í 30 þúsund tonn af síld drápust  Súrefnisskortur er talinn helsta orsök síldardauðans MS-félagið fékk veglega gjöf nýverið þegar byggingafyrirtækið Svein- björn Sigurðsson hf. færði því göngulyftubúnað til gönguþjálfunar. Tilefnið er 70 ára afmæli Svein- björns Sigurðssonar hf. en í stað af- mælisveislu ákváðu eigendur þess að færa líknarfélagi veglega gjöf. Bræðurnir Árni, Sigurður og Sveinbjörn, synir Sveinbjarnar Sig- urðssonar stofanda fyrirtækisins, af- hentu gjöfina 19. desember sl. við há- tíðlega athöfn í sjúkraþjálfunarsal MS-Setursins. Göngulyftubúnaðurinn sem MS- félagið fékk að gjöf er afar mikilvægt þjálfunartæki þeim sem bundnir eru hjólastól, eiga erfitt með gang og/eða stríða við jafnvægisleysi segir í fréttatilkynningu frá MS-félaginu. Búnaðurinn samanstendur af braut sem fest er í loft og hreyfanlegu tæki með áföstu vesti sem fer utan um og styður vel við einstaklinginn sem í því er. Tækið er hæðarstillt fyrir hvern og einn, miðað við að einstak- lingurinn geti hreyft fæturna eins og um göngu sé að ræða. Í göngulyftu- búnaðinum getur einstaklingurinn gengið sjálfur og nær uppréttur án þess að eiga það á hættu að detta. Þjálfun sem þessi styrkir allt stoð- kerfi líkamans en ekki síst vöðva í fótum og á mjaðmasvæði. Gáfu göngulyftubúnað Gjöfin Frá vígslu búnaðarins.  MS-félagið fékk veglega gjöf frá byggingafyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.