Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Nú er kominn tími til þess að hrista af sér þennan ótta. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert óvenju orkumikil/l í dag. Þú hef- ur ekki hugmynd um hvað það er að sitja auðum höndum. Þú ættir kannski að prófa það einhvern tímann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú byrjar ein/n en það stendur ekki lengi. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið vel í þér. Kannaðu fjár- haginn og sjáðu hvað þú getur gert til að hjálpa öðrum. Leitaðu ráða hjá þeim sem eru reyndari en þú og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að læra að gera þér mat úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Sumir líta hlutina alvarlegri augum en þú gerir. Vilji til breytinga er fyrsta skrefið í rétta átt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlustaðu og settu þig í stellingar. Sálin þarfnast þess að vera í ró og næði. Félagslífið er fjörugt, kannski einum of. Gefðu sjálfum þér tækifæri og og víkkaðu út sjóndeild- arhring þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sá sem stöðugt leitar opnum huga er á réttri leið. Þér finnst þú hafa verið hlunn- farin/n á einhvern hátt. Segðu frá því, ekki þegja það í hel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Alvarlegar og nærgætnislegar samræður við vin kunna að verða þýðing- armiklar. Slakaðu á og reyndu að komast í samband við þinn innsta kjarna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Afþreying og daður einkenna daginn. Betur sjá augu en auga og aðrir geta bent á hliðar sem huldar voru. Megir þú njóta tónleikanna sem þér verður boðið á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til samskipta við aðra og þá sérstaklega systkini þín. Reyndu að grípa gæsina á meðan hún gefst. Þér fer ekki að hafa áhyggjur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Barnauppeldi hefur tekið allan þinn tíma síðustu vikur, nú er komið að smá dekri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu vakandi fyrir möguleikum í dag, því að þér gætu áskotnast peningar. Sá sem ekki getur stjórnað skapi sínu hefur staðnað í þroska. Karlinn á Laugaveginum var einsog á báðum áttum, þegar ég sá hann, og strauk á sér rautt skeggið. Ég vissi að eitthvað hafði komið upp á milli hans og kerlingarinnar svo að ég beindi talinu að henni, gætilega þó. Við höfum ekki ennþá sæst út af bölvans stoltinu sagði karlinn þá og horfði upp Frakkastíginn, þegar hann bætti við: Skyldi vera skata kæst í skúrnum uppi á holtinu? Það var eins og hann hresstist all- ur við þessa hugsun og kvað með sínu lagi þegar hann stikaði upp stíg- inn: Ég er að koma, kerling mín, í kotið lága heim til þín; í skammdeginu er skemmtan fín skata kæst og brennivín! Í Fréttatímanum í gær kemst Sig- urður Helgi Guðjónsson hrl. svo að orði: „Þessi villimennska á Þorláks- messu er víst ekki gamall og gróinn siður, nema þá á Vestfjörðum þar sem vondur matur þykir góður. Það skyldi þó ekki vera að skötustækjan hefði stuðlað að fólksflótta að vest- an?“ Þessi ummæli ollu því, að ég fletti upp í Sögu daganna eftir Árna Björnsson. Hann segir ósennilegt að skötustappa hafi í upphafi verið hugsuð sem hátíðarmatur, enda hafi ríkismönnum þótt lítilfjörlegt að hafa skötuna stappaða í mörfloti og vildu hafa hana í smjöri. Gamlar stökur um heimilisbrag á stórbýli í Strandasýslu bendi í átt til sömu mismununar þar sem húsbændunum er ekki skömmtuð skötustappa: Skötustappa skömmtuð var á Eyjum allir fengu innan ranns utan Bjarni og kona hans. Bóndinn sjálfur borðaði smér og köku en hans kona ystan graut iðra síðan kenndi þraut. Þorláksmessa er síðasti dagur jólaföstu, svo að ekki mátti hafa kjöt á borðum og kannski rýr kostur af því að jólahátíðin var að ganga í garð. Árni segir að allar tiltækar heimildir um skötuát og megringa (aðallega notað um horaðan þorsk) séu úr Skálholtsbiskupsumdæmi. Þessi vísa úr Vopnafirði lýsi Þor- láksmessumat langt utan skötu- svæðisins: Á Þorláksdag í matinn minn morkinn fékk ég hákarlinn harðan fiskinn hálfbarinn og hákarlsgrútarbræðinginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skötustækja og fólksflótti að vestan Í klípu BJARKI DÓ VIÐ SKRIFBORÐIÐ SITT OG FÓR BEINT TIL HELVÍTIS. ENGIN BIÐRÖÐ, ENGIN PAPPRÍSVINNA, EKKERT VESEN. Í HEILDINA EINN AF HANS BETRI DÖGUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKTU EINA PILLU Á SEX MÁNAÐA FRESTI OG KOMDU SVO AFTUR NÆSTA MIÐVIKUDAG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skipuleggja brúðkaupsferðina. STUNDUM VILDI ÉG ÓSKA AÐ ÉG VÆRI EITTHVAÐ ANNAÐ EN RIDDARI. EINS OG HVAÐ? Æ, ÉG VEIT EKKI. KANNSKI ÆTTIRÐU AÐ VERA HRÓKUR Í STAÐINN? HAHA! ÞESSI VAR GÓÐUR! HÍ HÍ HÍ! ÞETTA KOM HANDA ÞÉR, KETKRÓKUR. GPS-TÆKI! EN GAMAN! OG ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ FORSTILLA ÞAÐ ... SÆKJAST SÉR UM LÍKIR. Jæja, þá er komið að síðasta Vík-verja fyrir jól. Víkverji getur hreinlega ekki ákveðið sig, hvort hann eigi að halda ótrauður áfram í að minnast ekki á jólin í riti (óhjá- kvæmilega nær hann því ekki í ræðu) eða skrifa falleg orð um há- tíðahöldin. Þar myndu orð líkt og bók, ofát, konfekt, sjónvarp, nátt- buxur, kúr, kósí, bók, meiri matur … jú, lesandi góður engar smákökur á þessum litla lista, því Víkverji nennti ekki baka fyrir jólin. Það verður að viðurkennast hér með að Víkverji hefur aðeins verið að leita að jóla- skapinu undanfarið, því það hefur varla látið á sér kræla og þó, að pakka inn gjöfunum með áhugasömu kríli sem límdi hvern glimm- erjólasvein á fætur öðrum á pakkana vakti einhverja taug til lífsins. x x x Jólin snúast að stórum hluta umhefðir, allt er í föstum skorðum, sami matur á borðum og þar fram eftir götunum. Víkverji stendur nefnilega á krossgötum því hann ætlar nú að skapa sér og sínum hefð- ir í kringum jólin. Hefðirnar skulu vera nýjar! Slíkt er algjör mótsögn í eðli sínu því hefðin verður ekki til fyrr en eftir einhvern árafjölda. Því þarf þetta að vera hæfileg blanda af gömlum hefðum í bland við nýjar at- hafnir sem kannski eru svo vel heppnaðar að þær kalla á að verða aftur teknar upp að ári. x x x Vandinn – ef vanda skyldi kalla –er valkvíði sem háir honum. Val- kvíðinn endurspeglast algjörlega í upphafsorðum þessa orðavaðals um vandann við val á umfjöllunarefninu. Maturinn skipar vegamikinn sess í hjarta Víkverja. En hvað skal borð- að? Ætli uppáhaldsmaturinn verði ekki reiddur fram. x x x En stundum getur orðið misskiln-ingur á milli fólks með hefðir. Víkverji þurfti að skreppa frá hálf- skreyttu jólatrénu og bað sambýling um að klára. Þegar Víkverji birtist var það eins og spurði hví hann hefði ekki sett upp toppinn. „Ég hélt að það væri hefð hjá þér að setja hann upp á aðfangadag.“ víkverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóhannesarguðspjall 14:19) Gle æltfars g jó and ðile og kom l i ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.