Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Björn Valur Gíslason hefur veriðhandgenginn Steingrími J. Sigfússyni. Reyndar er þá varlega talað. Þingmenn halda því sumir fram að reki Steingrímur sig á fái Björn Valur marblettinn.    Nú getur enginnneitað því að Vinstri grænir eru dálítið hart leiknir og fylgið kemur fram við flokkinn eins og ónefnd dýrategund er sögð gera við sökkvandi skip.    Þess vegna þorði Björn Valurekki í framboð í sínu gamla kjördæmi og sóttist eftir sæti á möl- inni. En mölin vildi hann ekki.    Björn Valur telur ekki að afhroðflokksins og hans sjálfs hafi neitt að gera með svik í ESB- málinu, framgöngu í Icesave, gjöf á tveimur bönkum til háskalegustu hákarlasjóða heimsins, svo fátt eitt sé nefnt og öðru sleppt, eins og meðferðinni á sparisjóðakerfinu.    Þetta er allt öðrum að kenna,þessum:    Þú getur flett Morgunblaðinulangt aftur í tímann og þú finn- ur enga gagnrýna forsíðufrétt um neitt annað en núverandi stjórn- völd. Þú stendur aldrei öðruvísi upp frá Morgunblaðinu en dæsandi og tautandi um að þetta sé nú meira ástandið! Ég er sjálfur löngu hætt- ur að tala við Morgunblaðið, ég hef allt annað og betra með tímann að gera en ræða við þá og vil helst ekki sjá nafn mitt á síðum blaðs- ins.“    Hvernig fara menn að þegarBjörn Valur talar ekki við þá? Björn Valur Gíslason Björn Valur svalur STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 súld Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 rigning Vestmannaeyjar 6 rigning Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -3 snjókoma Helsinki -10 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 7 súld Dublin 6 skýjað Glasgow 5 skýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg -1 skýjað Berlín -3 þoka Vín 0 snjókoma Moskva -17 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal 1 snjókoma New York 8 alskýjað Chicago -1 skýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn, allan árs- ins hring, og á það einnig við um há- tíðisdagana. Þar eru veittar upplýs- ingar um samfélagsleg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíð- armálsverði og hvenær ýmis athvörf eru opin. Auk þess er hlutverk Hjálparsím- ans að veita fólki stuðning til að mynda vegna þunglyndis, kvíða, fjármálaáhyggja, vanlíðunar eða ein- semdar. Í fyrra bárust samtals um 250 hringingar frá Þorláksmessu fram á annan í jólum, og tæplega 100 símtöl bárust á gamlárs- og nýárs- dag. „Þeir sem hringja eru afar þakk- látir fyrir að geta rætt við einhvern um sín mál, því þessi tími árs reynist mörgum erfiður,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Konukot, athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur á höf- uðborgarsvæðinu, er opið allan sól- arhringinn frá Þorláksmessu til fimmtudagsins 27. desember. Dag- ana 27.-30. desember er opið á venjulegum tíma (lokað frá kl. 12.00- 17.00), en svo opið allan sólarhring- inn á gamlársdag og nýársdag. Á að- fangadag er hátíðarkvöldverður, og gestir fá gjafir frá velunnurum Konukots þar sem gamlar hefðir eru hafðar í hávegum, því flíkur, bækur og konfekt leynast í pökkunum. Þar leggjast því allir í hreina hvílu með góða bók að lesa. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Konukot Þar verður opið hús yfir hátíðarnar og kvöldverður í boði. Hjálparsím- inn og Konu- kot opin yfir hátíðarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.