Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012
Umræðan um aðild-
arumsókn stjórnvalda
að Evrópusambandinu
hefur tekið á sig ýmsar
myndir. Frumlegasta
innleggið er án efa ný-
legar yfirlýsingar utan-
ríkisráðherra um að
byggðastyrkir ESB séu
gjafir guðs til Íslands.
Er þetta í samræmi við
það sem löngu er vitað,
að fyrir krötum snýst
Evrópuumræðan um trúarbrögð en
ekki stjórnmál. Mátti skilja á ráð-
herranum að þessar gjafir guðs yrðu
nýttar til þess að koma upp vernd-
arsvæðum fyrir Íslendinga á strjál-
býlum landshlutum. Nefndi hann
Vestfirði og austurhluta landsins í því
sambandi. Þar eftir gætu þá íbúarnir
lifað í vellystingum á byggða-
styrkjum ESB.
Fyrirmynd að þessum guðsgjöfum
er vafalítið sótt til BNA þar sem indí-
ánar búa á verndarsvæðum við ámóta
gjafir. Á umræðu um kosti og galla
aðildar að ESB er mikill halli. Evr-
ópusambandið hefur haldið innreið
sína og lagt gífurlega fjármuni í svo-
kallaða Evrópustofu. Það er gert
undir yfirskini upplýstrar umræðu
um aðildarumsóknina, en þess furðu-
stofnum stendur nú fyrir tónleika-
haldi og útbýtir pennum, bolum og
blöðrum sem bera merki ESB. Þá
dregur utanríkisráðuneytið ekki af
sér í einræðunni um ágæti þess að að-
ildarumsóknin verði samþykkt. And-
spænis þessu ofurefli standur Heims-
sýn, sem er frjáls samtök Íslendinga
sem vilja verja fullveldi Íslands í sam-
skiptum við umheiminn. Þeirri sann-
færingu, að okkur sé
best borgið með sam-
skiptum við öll ríki eða
ríkjabandalög, er ekki
beint gegn Evrópusam-
bandinu. Samskiptin við
ESB eru og verða mik-
ilvæg. Umsókn um aðild
að ESB, sem ekki er
borin uppi af þjóðinni,
er tilræði við farsæla ut-
anríkisstefnu á lýðveld-
istímanum.
Sérstaða okkar innan
Evrópu er mikil. Við
byggjum útflutning
okkar á mikilvægum auðlindum lands
og sjávar meðan aðrar þjóðir Evrópu
byggja á iðnaðarframleiðslu og þjón-
ustu. Framsal fullveldis yfir sjáv-
arauðlindinni er því nokkuð sem ekki
á að umgangast af þeirri léttúð sem
talsmenn hinna sterku áróðursafla
láta sig hafa. 25 milljarða útflutnings-
tekjur af makríl eru rækileg áminn-
ing um þetta. Þessi viðbót við annan
útflutning hefur átt drjúgan þátt í að
skapa viðspyrnu í efnahagsþreng-
ingum landsins. Samskiptin við Evr-
ópusambandið í makríldeilunni segja
allt um hvernig þeim veiðum væri nú
háttað ef fullveldisréttur yfir sjáv-
arauðlindinni væri í höndum Evrópu-
sambandsins. Þá hefði ESB öll ráð í
hendi varðandi nýtingu á þessari
guðs gjöf. Þá væri engin makríldeila.
Þá væri aðeins bókun frá ESB um
rétt annarra þjóða til veiða úr makríl-
stofninum á grundvelli veiðireynslu.
Og eina svar Íslands væri vænt-
anlega að biðla til ESB um meiri
byggðastyrki. Nei, guðsgjafir koma
ekki utanfrá frekar en upphefðin.
Guðs gjafir, færðar Íslendingum, eru
fólgnar í vaxandi auðlindum landsins,
og fullveldisréttinum til að ráða nýt-
ingu þeirra. Ef við ættum að biðja
guð um eitthvað meira þá væri það
helst að allir stjórnmálamenn átti sig
á þessu áður en það er um seinan á
gönuhlaupinu til Brussel.
Gjafir guðs
Eftir Óðin
Sigþórsson »Ef við ættum að
biðja guð um eitt-
hvað meira þá væri það
helst að allir stjórn-
málamenn átti sig á
þessu áður en það er um
seinan
Óðinn
Sigþórsson
Höf. er stjórnarmaður í Heimssýn.
Gísli og Leifur
sungu best og hæst
Fimmtudaginn 20. desember var
síðasta spilakvöld ársins hjá Brids-
félagi Kópavogs. Sveinarnir Gísli
Tryggvason og Leifur Kristjánsson
voru með mestu lætin að þessu sinni
og fengu andstæðingar þeirra frem-
ur þunnt í skóinn frá þeim félögum
því þeir enduðu með 62,4% skor.
Lokastaða efstu para varð annars
þessi.
Gísli Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 384,4
Björgvin Víglundss. – Ómar Jónss. 357,1
Birna Stefnisd. – Aðalst. Steinþórss. 357,1
Heimir Tryggvas. – Sigurjón Tryggvas. 344
Starfsemi félagsins hefst aftur
hinn 3. janúar með þriggja kvölda
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is Eldri borgurum í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 18. desember var vel
mætt í Hraunseli.
Þá fór fram verðlaunaafhending
og matur í boði spilanefndarinnar.
Spilað var á 21 borði og er það það
flesta í ár. Úrslit í spilamennskunni
urðu þessi í N/S:
Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 413
Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 384
Auðunn Guðmss. – Friðrik Hermannss. 368
A/V
Björn Péturss. – Valdimar Árnason 380
Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmanns. 365
Ólafur Ólafss. – Anton Jónsson 364
Stigameistari FEBH 2012 varð
Jóhann Benediktsson. Eftir áramót-
in hefst spilamennska hinn 9. janúar.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi
S: 577 6000 | www.garmin.is
AFGREIÐSLUTÍMAR: 22. DES. KL. 10–20 | 23. DES. KL. 10–20 | 24. DES. KL. 9–12
JÓLAGJÖFIN ER FUNDIN!
Garmin Forerunner 10 - GPS æfingaúr
Minnsta og einfaldasta GPS
hlaupaúrið frá Garmin. Fylgstu
með tíma, vegalengd, hraða og
kalóríubrennslu. Tvær stærðir
og þrír litir, eitthvað fyrir alla.
Verð: 23.900 kr.
Garmin eTrex 20 útivistartæki
Nett og notandavænt útivistartæki. Ferlaðu leiðina þína
til að komast sömu leið til baka. Settu inn fyrirhugaða
göngu- eða reiðhjólaleið svo þú komist örugglega á
áfangastað. Sýnir hæð yfir sjávarmáli, farna vegalengd,
hámarkshraða og meðalhraða ásamt öðrum upplýsingum.
Vatnshelt tæki sem kemur þér til byggða.
Verð: 35.900 kr.Tilboðsverð: 29.900 kr.
Fenix - GPS útivistarúr
Garmin fenix er GPS útivistarúr með hæðar- og loftvogs-
nema ásamt 3-ása rafeindaáttavita. Úrið var hannað
með atvinnumönnum í fjallgöngum sem gera miklar kröfur
fyrir áreiðanleika. Þægilegt en öflugt GPS úr fyrir daglega
notkun, fjallgöngu, hlaup eða aðra útivist.
Verð: 69.900 kr.
Garmin Nüvi 40LM leiðsögutæki
Finndu heimilisföng eða milljónir áhugaverða
staða um alla Vestur-Evrópu (einnig á Íslandi).
Frí lífstíðar uppfærsla á kortinu fylgir, getur
uppfært 3x á hverju ári. Nüvi 40LM vísar þér á
réttan veg með akgreinavísi og raddleiðsögn.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavik
www.gam.is
S: 562 5222
Smíðuð úr 925 sterling
silfri með 24kt gyllingu