Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Umræðan um aðild- arumsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Frumlegasta innleggið er án efa ný- legar yfirlýsingar utan- ríkisráðherra um að byggðastyrkir ESB séu gjafir guðs til Íslands. Er þetta í samræmi við það sem löngu er vitað, að fyrir krötum snýst Evrópuumræðan um trúarbrögð en ekki stjórnmál. Mátti skilja á ráð- herranum að þessar gjafir guðs yrðu nýttar til þess að koma upp vernd- arsvæðum fyrir Íslendinga á strjál- býlum landshlutum. Nefndi hann Vestfirði og austurhluta landsins í því sambandi. Þar eftir gætu þá íbúarnir lifað í vellystingum á byggða- styrkjum ESB. Fyrirmynd að þessum guðsgjöfum er vafalítið sótt til BNA þar sem indí- ánar búa á verndarsvæðum við ámóta gjafir. Á umræðu um kosti og galla aðildar að ESB er mikill halli. Evr- ópusambandið hefur haldið innreið sína og lagt gífurlega fjármuni í svo- kallaða Evrópustofu. Það er gert undir yfirskini upplýstrar umræðu um aðildarumsóknina, en þess furðu- stofnum stendur nú fyrir tónleika- haldi og útbýtir pennum, bolum og blöðrum sem bera merki ESB. Þá dregur utanríkisráðuneytið ekki af sér í einræðunni um ágæti þess að að- ildarumsóknin verði samþykkt. And- spænis þessu ofurefli standur Heims- sýn, sem er frjáls samtök Íslendinga sem vilja verja fullveldi Íslands í sam- skiptum við umheiminn. Þeirri sann- færingu, að okkur sé best borgið með sam- skiptum við öll ríki eða ríkjabandalög, er ekki beint gegn Evrópusam- bandinu. Samskiptin við ESB eru og verða mik- ilvæg. Umsókn um aðild að ESB, sem ekki er borin uppi af þjóðinni, er tilræði við farsæla ut- anríkisstefnu á lýðveld- istímanum. Sérstaða okkar innan Evrópu er mikil. Við byggjum útflutning okkar á mikilvægum auðlindum lands og sjávar meðan aðrar þjóðir Evrópu byggja á iðnaðarframleiðslu og þjón- ustu. Framsal fullveldis yfir sjáv- arauðlindinni er því nokkuð sem ekki á að umgangast af þeirri léttúð sem talsmenn hinna sterku áróðursafla láta sig hafa. 25 milljarða útflutnings- tekjur af makríl eru rækileg áminn- ing um þetta. Þessi viðbót við annan útflutning hefur átt drjúgan þátt í að skapa viðspyrnu í efnahagsþreng- ingum landsins. Samskiptin við Evr- ópusambandið í makríldeilunni segja allt um hvernig þeim veiðum væri nú háttað ef fullveldisréttur yfir sjáv- arauðlindinni væri í höndum Evrópu- sambandsins. Þá hefði ESB öll ráð í hendi varðandi nýtingu á þessari guðs gjöf. Þá væri engin makríldeila. Þá væri aðeins bókun frá ESB um rétt annarra þjóða til veiða úr makríl- stofninum á grundvelli veiðireynslu. Og eina svar Íslands væri vænt- anlega að biðla til ESB um meiri byggðastyrki. Nei, guðsgjafir koma ekki utanfrá frekar en upphefðin. Guðs gjafir, færðar Íslendingum, eru fólgnar í vaxandi auðlindum landsins, og fullveldisréttinum til að ráða nýt- ingu þeirra. Ef við ættum að biðja guð um eitthvað meira þá væri það helst að allir stjórnmálamenn átti sig á þessu áður en það er um seinan á gönuhlaupinu til Brussel. Gjafir guðs Eftir Óðin Sigþórsson »Ef við ættum að biðja guð um eitt- hvað meira þá væri það helst að allir stjórn- málamenn átti sig á þessu áður en það er um seinan Óðinn Sigþórsson Höf. er stjórnarmaður í Heimssýn. Gísli og Leifur sungu best og hæst Fimmtudaginn 20. desember var síðasta spilakvöld ársins hjá Brids- félagi Kópavogs. Sveinarnir Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson voru með mestu lætin að þessu sinni og fengu andstæðingar þeirra frem- ur þunnt í skóinn frá þeim félögum því þeir enduðu með 62,4% skor. Lokastaða efstu para varð annars þessi. Gísli Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 384,4 Björgvin Víglundss. – Ómar Jónss. 357,1 Birna Stefnisd. – Aðalst. Steinþórss. 357,1 Heimir Tryggvas. – Sigurjón Tryggvas. 344 Starfsemi félagsins hefst aftur hinn 3. janúar með þriggja kvölda BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 18. desember var vel mætt í Hraunseli. Þá fór fram verðlaunaafhending og matur í boði spilanefndarinnar. Spilað var á 21 borði og er það það flesta í ár. Úrslit í spilamennskunni urðu þessi í N/S: Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 413 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 384 Auðunn Guðmss. – Friðrik Hermannss. 368 A/V Björn Péturss. – Valdimar Árnason 380 Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmanns. 365 Ólafur Ólafss. – Anton Jónsson 364 Stigameistari FEBH 2012 varð Jóhann Benediktsson. Eftir áramót- in hefst spilamennska hinn 9. janúar. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is AFGREIÐSLUTÍMAR: 22. DES. KL. 10–20 | 23. DES. KL. 10–20 | 24. DES. KL. 9–12 JÓLAGJÖFIN ER FUNDIN! Garmin Forerunner 10 - GPS æfingaúr Minnsta og einfaldasta GPS hlaupaúrið frá Garmin. Fylgstu með tíma, vegalengd, hraða og kalóríubrennslu. Tvær stærðir og þrír litir, eitthvað fyrir alla. Verð: 23.900 kr. Garmin eTrex 20 útivistartæki Nett og notandavænt útivistartæki. Ferlaðu leiðina þína til að komast sömu leið til baka. Settu inn fyrirhugaða göngu- eða reiðhjólaleið svo þú komist örugglega á áfangastað. Sýnir hæð yfir sjávarmáli, farna vegalengd, hámarkshraða og meðalhraða ásamt öðrum upplýsingum. Vatnshelt tæki sem kemur þér til byggða. Verð: 35.900 kr.Tilboðsverð: 29.900 kr. Fenix - GPS útivistarúr Garmin fenix er GPS útivistarúr með hæðar- og loftvogs- nema ásamt 3-ása rafeindaáttavita. Úrið var hannað með atvinnumönnum í fjallgöngum sem gera miklar kröfur fyrir áreiðanleika. Þægilegt en öflugt GPS úr fyrir daglega notkun, fjallgöngu, hlaup eða aðra útivist. Verð: 69.900 kr. Garmin Nüvi 40LM leiðsögutæki Finndu heimilisföng eða milljónir áhugaverða staða um alla Vestur-Evrópu (einnig á Íslandi). Frí lífstíðar uppfærsla á kortinu fylgir, getur uppfært 3x á hverju ári. Nüvi 40LM vísar þér á réttan veg með akgreinavísi og raddleiðsögn. PI PA R\ TB W A • SÍ A • Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 101 Reykjavik www.gam.is S: 562 5222 Smíðuð úr 925 sterling silfri með 24kt gyllingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.