Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 38
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Þann 5. desember sl. skrifar Leifur Magn- ússon, ákafur talsmaður gamla herflugvallarins í Vatnsmýri, enn eina greinina í Morgunblaðið til að sannfæra lesendur um að flugvöllur í mið- borg Reykjavíkur sé lífsnauðsynlegur fyrir öryggi sjúklinga á landsbyggðinni, sem þurfa að komast á LSH við Hringbraut. Leifur á að vita að óverjandi er að nota vængjað flug nema sjúklingur sé í „stöðugu“ ástandi svo flutningstími skerði ekki batahorfur. Stórslasaða og bráðveika á að flytja með þyrlu beint á sjúkrastofnun. Flutningur sjúklinga í vængjuðu flugi er amk. þríþættur: Bílferð að flug- velli, flugferð, bílferð að sjúkrastofnun. Flutningur tekur a.m.k. 2 klst. og leng- ing bílferðar um 8 mínútur eða 10-20 mín. að sjúkrastofnun skiptir því ekki máli þar sem sjúklingurinn er í stöðugu ástandi. Miklir fjármunir sem nýta mætti m.a. til eflingar sjúkraflutninga eru nú bundnir í dýrmætum bygging- arlóðum undir flugbrautunum, sem Leifur vill fyrir alla muni varðveita með þeim afleiðingum að þeir verða áfram óaðgengilegir og engum til gagns. Gamli herflugvöllurinn splundraði miðborgarstarfseminni, sem koma átti í Vatnsmýrina í stríðslok. Á nærri sjö áratugum dreifðist hún um allt höf- uðborgarsvæðið og íbúðarhverfin með. Nú búa um 210.000 borgarbúar á 15.000 ha. lands eða á ámóta stóru svæði og 2.200.000 Parísarbúa og 1.800.000 íbúa á Manhattan samanlagt. Uppsafnað tjón samfélagsins er gríð- arlegt og nemur án nokkurs vafa þús- undum milljarða króna. Lífskjör á Ís- landi eru lakari fyrir vikið. Bifreiðaakstur á höfuðborgarsvæð- inu hefur því verið margfalt meiri ára- tugum saman en ella hefði orðið hefði höfuðborgin þróast með eðlilegum hætti án flugvallar í Vatnsmýri. Á sama hátt er ljóst að með þéttri og blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri minnkar akstur á höfuðborgarsvæðinu um allt að 40% á ári eftir 20 ár miðað það sem ella yrði með áframhaldandi útþenslu byggðarinnar. Það jafngildir því miðað við bílafjölda á höfuðborgarsvæðinu í dag að bílum fækkar á 20 árum úr 150.000 í 90.000 og eknum kílómetrum fækkar úr 2,7 millj- örðum km á ári í um 1,6 milljarða. Þannig fækkar slösuðum og látnum í umferðinni einnig um 40% eða úr 538 árið 2011 í u.þ.b. 323 á ári eftir 20 ár. Hvað segir Leifur Magnússon um ávinning upp á u.þ.b. 323 óslasaða höf- uðborgarbúa á hverju ári? Leifur er ekki með heildarmyndina varðandi líf og heilsu Íslendinga á hreinu og etv. hentar það honum ekki að greina samhengi hlutanna í þeim leiðangri, sem hann er í. Sé honum hins vegar annt um það ætti hann að slást í þann hóp, sem vill hætta við óarðbær og ónauðsynleg göng undir Vaðlaheiði og byggja frekar flugvöll á Hólmsheiði fyrir sama pening. Flugtíminn frá Ak- ureyri styttist þá t.d. um u.þ.b. 2 mín- útur en ökutíminn í forgangsakstri á LSH lengist um u.þ.b. 10 mínútur. Mis- munurinn er um 8 mínútur, sem skað- ar að sjálfsögðu engan. Leif Magnússon virðist hvorki varða um þjóðarhag né hagsmuni borgarbúa enda mótast nálgun hans greinilega af þráhyggju og etv. ein- hverjum einkahagsmunum tengdum gamla herflugvellinum, sem hefur leitt yfir borgarsamfélagið ómældar búsifj- ar sl. 67 ár. Í áratugi hafa Íslendingar haft einna hæstar þjóðartekjur á mann í heiminum en á sama tíma kvartar fólk undan lágum tekjum. Stór hluti af skýringu þessa munar felst í óskilvirk- um rekstri borgarsamfélagsins ára- tugum saman. Leifur Magnússon og aðrir flugvallarsinnar fyrr og síðar bera verulega ábyrgð á þessari öm- urlegu stöðu mála. Við brotthvarf gamla hern- aðarmannvirkisins úr Vatnsmýri skapast ótrúleg tækifæri fyrir Íslend- inga til að byggja upp skilvirka, mann- væna og menningarlega höfuðborg á 21. öld. með a.m.k. 20.000 störfum og 25.000 íbúum. Stjórnlaus útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu stöðv- ast t.d. og möguleiki skapast fyrir mik- il samlegðaráhrif og nýsköpun með náinni samvinnu Háskóla Íslands, Há- skólans í Reykjavík og Landspítala háskólasjúkrahúss. Vatnsmýrarflugvöllur, umferðarslys og sjúkraflugið Eftir Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson » Þegar flug hverfur úr Vatnsmýri skap- ast möguleiki á miklum samlegðaráhrifum og nýsköpun með náinni samvinnu beggja há- skólanna og háskóla- sjúkrahússins. Gunnar H. Gunnarsson Gunnar er verkfræðingur, Örn er arkitekt. Báðir sitja í fram- kvæmdastjórn Samtaka um betri byggð Örn Sigurðsson Aldrei hef ég efast um ágæti og heið- arleika Jóns Kristjáns- sonar, fyrrv. alþm. og ráðherra, og kom það mér ekki á óvart að hann ætli að kjósa Framsóknarflokkinn í vor. Jón var og er vel læs á pólitík og er það enn og frábær penni í Austra forðum og Tím- anum síðar. Jón er maður sátta og málamiðlunar og naut sín við að setja niður deilur svona eins og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði. Nú hefur Jón sennilega tekið til sín þau skrif mín að Framsókn- arflokkurinn væri búinn að ýta til hliðar sínu stærsta átakamáli, aðild að ESB, og margt af því eldheita fólki væri ráðið í annað skiprúm. Svo sem á skútu Guðmundar Stein- grímssonar Bjarta framtíð og Dög- un. Ég hef aldrei efast eina stund um það að enn séu í flokknum margir sem hafi þá skoðun Jóns að það beri að klára aðildarsamning og kjósa um hann. Það er út af fyrir sig heið- arleg hugsun en nær samt ekki áttum að því leyti að samninga- viðræður urðu að að- lögunarviðræðum eins og menn þekkja. Svo er náttúrlega bullið í honum Össuri vini mínum dæmalaust að aðildinni muni fylgja það að hingað flæði peningar til byggða- mála sem jafnist á við guðsgjafir. „Vitrari í dag en í gær“ Framsóknarflokkurinn komst að þeirri niðurstöðu á flokksþingi 2011 að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins, sem er stefnubreyting frá flokks- þinginu 2009 sem samþykkti að farið yrði í aðildarviðræður og nú segja kannanir að 80% fylgismanna flokksins séu á móti aðild að ESB. Þetta er staða dagsins og í vor verða allir flokkar að tala skýrt í þessu efni. Eitt verð ég samt að biðja minn góða vin, Jón Krist- jánsson, að gera ekki. Að snúa út úr mínum ummælum með niðurlægj- andi hætti. Ég var ekki að ræða um „hreinsanir“. Ég sagði hins vegar að Framsóknarflokkurinn væri búinn að hreinsa sig af ESB- „draumnum“. Það hef ég rakið hér með ályktunum flokksins, stefnan er breytt. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður flokksins, hefur fyrir nokkrum misserum sett fram þá skoðun að það bæri við núver- andi aðstæður að að leggja aðild- arviðræðurnar til hliðar. Þeirri skoðun vex nú fylgi í þjóðfélaginu. Auðvitað ert þú og þínir skoð- anabræður mikilvægir áfram í Framsóknarflokknum. Jón Kristjánsson kýs Framsókn eins og ég Eftir Guðna Ágústsson »Ég hef aldrei efast eina stund um það að enn séu í flokknum margir sem hafi þá skoðun Jóns að það beri að klára aðildarsamning og kjósa um hann. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Munið að slökkva á kertunum Ekki setja kerti ofan í hvað sem er - falleg glös geta hitnað og sprungið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef kerti eru sett ofan í þau. Slökkvilið höfuborgasvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.