Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Nú er húsið risið og ekki þarf að fjöl- yrða um hversu gífurlegur að- stöðumunur verður fyrir knatt- spyrnufólkið að stunda æfingar og keppni allt árið og sömuleiðis fyrir alla sem vilja stunda holla hreyfingu í skjóli fyrir roki og rigningu. Í byggingarlýsingu kemur fram að húsið er 4.200 fermetrar, rúmtak 28.000 rúmmetrar og lofthæð um 12 metrar. Meginburðarvirki hússins eru límtrésbogar frá Límtré, sem setjast á steypta spyrnuveggi og und- irstöður til hliðanna, sem hvíla á steyptum rekstaurum. Á milli burð- arboganna koma langásar í skó. Ysta klæðning þaks er sínusbárað alúsink, klæðning á göflum er grófari stál- klæðning sem ber sig yfir lengra haf. Á langhliðum og göflum eru glugga- fletir til að hleypa inn birtu og til að sjá inn í húsið og út úr því. Hurðir eru í þessu kerfi eftir þörfum. Fyrir miðjum göflum hússins eru vélgengar vinduhurðir. Hæst á þaki er svæði með báruðu glæru plasti til lýsingar og reyklos- unar í hugsanlegum eldsvoða. Loftun er sjálfdrifin. Loftrás er bak við rennu eftir öllum langhliðum og upp í gegnum mæni. Öflug raflýsing er í húsinu, stýrt eftir útibirtu og kveik- ingar í samræmi við starfsemi hverju sinni. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Gunnar Ásgeirsson, stjórn- arformaður Skinneyjar-Þinganess, og verkefnis- og hönnunarstjóri Birk- ir Birgisson, starfsmaður hjá fyr- irtækinu. Ýmsir aðrir starfsmenn fyr- irtækisins komu að verkefninu og vinnu við bygginguna en heimaverk- takar unnu sértæka verkþætti, þ.á m. Gunnar Gunnlaugsson bygging- arverktaki. Byggingarstjóri er Gísli Guðmundsson tæknifræðingur og Arkitektastofan GlámaKím sá um að- alhönnun og útlit en Verkís og Límtré um burðarvirki. Í viðtali við blaðamann kom fram hjá Gunnari Ásgeirssyni, Árna Kjart- anssyni arkitekt og Birki Birgissyni að mikil áhersla hefði verið lögð á að húsið yrði opið og gegnsætt þannig að athafnir í því yrðu hluti af bæjarlífinu og þeir sem í húsinu dveldu upplifðu umhverfið fyrir utan, mannlífið, um- ferðina, árstíðirnar, veðráttuna og birtuna. Þetta töldu þeir að hefði tek- ist vel og myndi gleðja jafnt vegfar- endur í nágrenni hússins og þá sem í því væru við leik eða áhorf. Alltof oft væru hús af þessu tagi risavaxnir svartir kassar, tengslalausir við um- hverfið og kaldir jafnt úti sem inni. Natni lögð í útfærsluna Umfram allt vildu þeir ítreka áherslu á að gera húsið og starfsem- ina í því að lifandi hluta af bæjarlífinu og umhverfinu. Jafnframt bentu þeir á að natni hefði verið lögð í alla út- færslu, jafnt í stóru sem smáu. Undanfarnar vikur og daga hefur mátt finna fyrir mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun í samfélaginu og margir farnir að bíða óþolinmóðir eftir að komast í húsið að æfa og leika sér. Húsið er staðsett á íþróttasvæðinu rétt við grunnskólann sem eykur enn frekar notagildi þess. Íþróttaaðstaða á Hornafirði er nú orðin einstaklega góð en ný sundlaug var tekin í notkun fyrir nokkrum árum og íþróttavöll- urinn endurbyggður með gerviefni á frjálsíþróttaaðstöðunni. Morgunblaðið/Albert Eymundsson Knatthúsið Hið nýja knatthús er staðsett á íþróttasvæðinu rétt við grunnskólann og setur mikinn svip á bæinn. Húsið er 4.200 fermetrar að stærð. Hornfirðingar fá veglega jólagjöf  Fjölnota knatthús vígt í dag  Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinga- nesi til sveitarfélagsins og íbúa þess  Mikil eftirvænting og tilhlökkun í bænum Úttekt á verkinu Birkir Birgisson, Gunnar Ásgeirsson, Gunnar Gunn- laugsson og Árni Kjartansson eru ánægðir með nýja knatthúsið. BAKSVIÐ Albert Eymundsson Höfn Nýtt fjölnota knatthús verður vígt á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn í dag, laugardag. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa þess. Það er orðinn nokkur aðdragandi að bygg- ingu hússins en í bréfi sem fyrirtækið sendi bæjarstjórn í desember 2006 segir m.a.: „Á þessu ári fagnar Skinney- Þinganes 60 ára afmæli. Um nokkurt skeið hefur stjórn félagsins rætt um að í tilefni afmælisins væri við hæfi að minnast þess með því að leggja fjár- muni til uppbyggingar mannvirkja sem efldu samfélagið enn frekar. Í þeim viðræðum sem í hönd fóru kom upp hugmynd um að Sveitarfélagið Hornafjörður og Skinney – Þinganes tækju höndum saman og byggðu upp knattspyrnuhús í líkingu við það sem reist var við Kaplakrika í Hafnarfirði. Hér með lýsa undirritaðir því yfir, fyrir hönd stjórnar Skinneyjar- Þinganess, að félagið er tilbúið að leggja til þessa verkefnis að minnsta kosti eina miljón króna fyrir hvert ár í sögu félagsins.“ Bakslag eftir bankahrun Eins og með margt annað kom bakslag í verkefnið vegna banka- hrunsins en alltaf var áhugi fyrir hendi að efna loforðið um að koma húsinu upp. Þótt óvissa væri um hve- nær húsið risi ákvað sveitarfélagið að leggja gervigrasið en gera ráð fyrir að hægt væri að byggja yfir það og var völlurinn tekið í notkun árið 2010. Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað þjófagengi og lagt hald á mikið magn þýfis. Tveir karlmenn, annar á fertugsaldri og hinn á fimm- tugsaldri, voru handteknir og úr- skurðaðir í gæsluvarðhald en eru nú lausir úr haldi. Grunur leikur á að annar mannanna hafi verið umfangs- mikill þýfissali og meðal annars sent þýfi úr landi. Við leit í tveimur bílum, sendibíl og jeppa, sem mennirnir höfðu til umráða, fannst þýfi úr tveimur inn- brotum í Reykjanesbæ skömmu áð- ur. Um var að ræða fjórhjól og verk- færi. Lögreglan á Suðurnesjum gerði umfangsmiklar húsleitir í íbúðarhús- næði, verkstæðis- og geymsluhús- næði og bifreiðum sem mennirnir höfðu til umráða á Suðurnesjum og einnig var lögreglan á Sauðárkróki fengin til aðstoðar við leitir á tveim- ur stöðum í Skagafirði en þýfi hafði verið flutt þangað til geymslu. Hald hefur verið lagt á ýmiss kon- ar tæki og muni vegna rannsóknar málsins svo sem tvö fjórhjól, bíla- lyftu, fjórar kerrur, hjólbarða, felg- ur, verkfæri, skráningarnúmer af ökutækjum, nokkurn fjölda bíla- geislaspilara og fleira. Lögregla vinnur að skoðun fjölda annarra muna sem lagt var hald á. Telur lög- regla að málið varði að minnsta kosti átta mál á Suðurnesjum og á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða inn- brot og þjófnaði, fjárdrátt, skjalafals og nytjastuld. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna tengsla við málið, auk þeirra tveggja sem handteknir voru í upp- hafi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Hald lagt á mikið magn af þýfi á Suðurnesjum Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Stöðvaði þjófagengi. Kona á miðjum aldri hefur við- urkennt að hafa í tvígang kveikt í sameign fjölbýlishúss við Maríu- bakka í Breiðholti í vikunni. Fyrri íkveikjan átti sér stað aðfaranótt þriðjudags og sú seinni á öðrum tím- anum í fyrrinótt. Allnokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þessa. Í fyrra skiptið kom upp eldur í sorpgeymslu stigagangsins og var þá einn fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Í fyrrinótt kom upp minniháttar eldur í geymslu á jarðhæð hússins. Engan sakaði. Reykkafarar voru í nótt sendir inn í geymsluna sem reyndist vera mannlaus og gekk fljótt og vel að slökkva eldinn. Reyk- ræsta þurfti stigaganginn og íbúð- irnar og yfirgáfu íbúar þær um hríð, en fengu síðan að fara aftur inn á heimili sín að því loknu. Nokkrar skemmdir urðu á geymslunni þar sem eldurinn kom upp og nærliggj- andi geymslum, en lítið tjón mun hafa orðið á stigaganginum. Viðurkenndi íkveikju í fjölbýlishúsi Ferðafélag Íslands efnir til Sólstöðugöngu laugardaginn 22. desember. Til stóð að gangan yrðu á sunnudag en hún hefur verið færð fram um einn dag. Lagt er af stað kl. 10 á laug- ardagsmorgun frá Esjustofu og er gengið áleiðis á Kistufellið í Esj- unni, eftir því sem aðstæður leyfa. Meðal annars verður gengið í gegn- um skóginn ofan við aðstöðu Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Þátttakendur taka með sér sýn- ishorn af jólabakkelsinu og gefa hver öðrum að smakka að lokinni göngu sem tekur um þrjár klukku- stundir. Einnig er boðið upp á heitt kakó í fjallaskála Esjustofu. Þátt- taka er ókeypis og allir velkomnir. Sólstöðu- ganga á Esju í dag Morgunblaðið/Kristinn Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verðaopnarumjólogáramót semhér segir: Aðfangadagur 24. des. - LOKAÐ Fimmtudagur 27. des. - 930 - 1530 Föstudagur 28. des. - 930 - 1530 Gamlársdagur 31. des. - LOKAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.