Morgunblaðið - 22.12.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 22.12.2012, Síða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Bugarach. AFP. | Þúsundir manna söfnuðust saman í gær við mikil- vægar menningarminjar maya- indíána í Mexíkó og Mið-Ameríku og nokkrum öðrum stöðum í heiminum – sumir þeirra til að bíða eftir heims- endi. Aðrir gerðu grín að dóms- dagsspámönnum. „Ef þú ert í neðan- jarðarbyrgi með lífstíðarbirgðir af bökuðum baunum hlýtur þér að líða eins og fífli núna,“ tísti einn af not- endum samskiptavefjarins Twitter. Á hverri mínútu voru birtir tugir tísta á Twitter þar sem gert var grín að dómsdagsspám sem ekki rættust. Margar dómsdagsspánna tengd- ust fornu tímatali maya-indíána, svo- nefndri löngu talningu, sem lauk í gær. Sérfræðingar í tímatalinu sögðu ekkert benda til þess að may- ar hefðu talið að heimurinn myndi farast. Tímatal maya væri endalaust og nýtt tímabil hæfist þegar löngu talningu lyki. Margir vonsviknir fréttamenn Dómsdagsspámenn höfðu meðal annars spáð að því franska þorpið Bugarach myndi lifa af heimsendi og geimverur myndu koma á geim- skipum út úr tindi nálægs fjalls til að bjarga fólki. Lögreglan lokaði veg- um að bænum og gönguleiðum að fjallinu þar sem óttast var að fólk myndi flykkjast þangað. Svo fór að fáir reyndu að komast til bæjarins. Tugir fréttamanna voru á svæðinu og urðu fyrir miklum von- brigðum því þeir höfðu fáa til að ræða við. Dómsdagsspámenn höfðu einnig sagt að tyrkneska þorpið Sir- ince myndi ekki farast vegna „já- kvæðrar orku“ í þorpinu. Sam- kvæmt kristnum helgisögum steig María mey upp til himna á staðnum. Fólk sem trúði á dómsdagsspána flykktist til Sirince og einnig að fjalli nokkru í Serbíu. Sagt var að fjallið sendi frá sér óvenjulegar rafsegul- bylgjur sem myndu verja fólk. Þúsundir manna höfðu samband við Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, til að spyrja hvað hægt væri að gera ef dómsdagsspáin rætt- ist. Stofnunin setti upp sérstaka vef- síðu þar sem dómsdagsspáin var hrakin og fólk fullvissað um að heimurinn myndi ekki farast. Margir þeirra sem gerðu grín að dómsdagsspánni notuðu tækifærið til að sletta úr klaufunum með dóms- dagsveislum víða um heim. Milljónir erlendra ferðamanna voru einnig í Mexíkó og Mið- Ameríkulöndum þar sem maya- indíánar réðu ríkjum á blómaskeiði þeirra á árunum 250-900 eftir Krist. Tímamótanna var minnst með flug- eldasýningum, tónleikum og fleiri viðburðum. Margir litu á tímamótin sem tækifæri til að vekja athygli á fornri siðmenningu maya en samtök frumbyggja í Mexíkó og Mið- Ameríku sökuðu fyrirtæki og stjórn- völd um að hafa hagnast á rangri túlkun á tímatali maya, m.a. í banda- rískum kvikmyndum. Tímamótum maya fagnað en heimurinn fórst ekki  Fjölmenn hátíðarhöld við menningarminjar maya AFP Nýtt tímabil Mayar í Tikal fagna því að tímatali þeirra, löngu talningu, er lokið og nýtt tímabil hafið. Þúsundir manna tóku þátt í hátíðinni. Hátíð Frá hátíðarhöldum við fornar minjar maya í Tikal í Gvatemala. Bandaríkjamenn minntust í gær 26 fórn- arlamba fjöldamorðingja í barnaskóla í bænum Newtown í Connecticut með kyrrðarstund meðan kirkjuklukkum var hringt 26 sinnum. Fjöldamorðinginn skaut 20 börn og sex fullorðna starfsmenn skól- ans til bana fyrir rúmri viku áður en hann fyrirfór sér. Áður hafði hann myrt móður sína. Ríkisstjóri Connecticut, Dannel Malloy, hvatti alla íbúa ríkisins til að taka þátt í kyrrðarstundinni. Kirkjuklukkum var hringt í mörgum öðrum ríkjum. Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, samtaka bandarískra byssueigenda, rauf vikulanga þögn samtakanna um skotárásina. Hann sakaði stjórn- málamenn um að hafa notfært sér þennan hörmulega atburð „í pólitískum til- gangi“ og gagnrýndi lög sem banna byssur í barnaskólum. „Með lögunum er öllum brjáluðum morðingjum í Bandaríkjunum sagt að skólar séu öruggasti staðurinn til að valda sem mestu manntjóni með lágmarksáhættu,“ sagði La- Pierre. Hann gagnrýndi einnig fjölmiðla fyrir að koma óorði á byssueigendur og hafnaði tillögu demókrata um að herða löggjöfina um byssueign, m.a. með banni við hríðskotarifflum. „Það eina sem stöðvar illmenni með byssu er góð- ur maður með byssu,“ sagði hann. Fórnarlambanna í Newtown minnst Evrópska lög- reglan, Europol, telur hættu á að átök blossi upp á milli vélhjóla- gengja í Evrópu með komu vél- hjólagengja frá Ástralíu, Banda- ríkjunum og Kan- ada til álfunnar. Óttast er að í uppsiglingu sé svipað stríð og geisaði á milli glæpa- hópa í Skandinavíu á tíunda áratug aldarinnar sem leið. Europol varar við aukinni spennu milli glæpahópa sem tengjast vél- hjólahópum í Evrópu. Til að mynda hefur félögum í Outlaw Motorcycle Gang (OMCG) fjölgað mikið og eru hóparnir nú orðnir yfir 700 talsins víðsvegar í Evrópu. Fjölgunin er mest í Norðaustur- og Suðaustur- Evrópu. Einnig hefur fjölgað í öðrum stórum vélhjólasamtökum, svo sem í Bandidos MC, Outlaws MC og Gremium MC. Jafnframt er farið að bera meira á hópum eins og Satud- arah Maluku MC og Blue Angels MC í Norðvestur-Evrópu. Europol segir að almenningi stafi mikil hætta af glæpagengjunum vegna þess að þau hneigist til að beita hættulegum vopnum, m.a. sjálfhlaðandi rifflum og hand- sprengjum. Europol telur hættu á gengjastríði í Evrópu Félagi í þýsku vél- hjólagengi hand- tekinn. Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 Hugljúfar gjafir Stærðir frá 6 cm – 40 cm Verð frá 2200,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.