Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Framundan er sá tími þar sem fólk er á ferð og flugi og verður að heiman í skemmri eða lengri tíma. Þá er mikil- vægt að huga að forvörnum er varða innbrot og þjófnaði. „Öflugasta forvörnin gegn inn- brotum er að ganga frá heimilinu þannig að gluggar séu vel lokaðir og dyr læstar. Reynsla Sjóvár er sú að það skiptir máli hvernig við skiljum við heimilið sem og virk nágranna- varsla. Þetta á alltaf við og ekki síst þegar við förum í burtu í lengri tíma, til dæmis yfir jól og áramót,“ segir Vilborg Magnúsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Sjóvá. Eins eru dæmi um að brotist sé inn í bíla fyrir jólin, t.d. fyrir utan versl- anir, og því nauðsynlegt að vera með- vitaður um slíkt. Vilborg segir gott að hafa eftirfar- andi ráð í huga yfir hátíðarnar:  Aldrei geyma lykla undir dyra- mottu eða blómapotti  Ekki skilja eftir opna glugga þegar farið er að heiman  Láttu nágrannann vita þegar farið er að heiman  Slepptu því að auglýsa ferðina eða fríið á fésbókinni  Hafðu útiljósið kveikt og biddu ná- grannann um að leggja bíl í stæðið þitt af og til og jafnvel henda rusli í ruslatunnuna þína  Ef þú kemur heim og sérð að brot- ist hefur verið inn skaltu hringja í 112. Ekki fara inn í húsið og ekki snerta á neinu fyrr en lögreglan hefur tekið húsnæðið út eða þú hefur ráðfært þig við lögregluna  Ef það er eitthvað óvenjulegt í hverfinu hikaðu þá ekki við að taka niður upplýsingar um t.d. bílnúmer eða taka myndir. Vörn gegn jólaþjófum Morgunblaðið/Þorkell Innbrot Eftirspurn eftir heimaöryggiskerfum fer sífellt vaxandi. Áríðandi að loka gluggum og læsa útihurðum Þá eru jólin rétt handan við hornið og heimili landsins hafa fengið á sig fal- legan jólasvip. Ljósaseríur og kerti lýsa upp skammdegið og jólaskrautið ratar upp úr kössum á borð og veggi. Allt verður svo kósí og fallegt á þess- um tíma og við viljum hafa lífið rólegt og sem notalegast á þessum árstíma. Eitt sem gaman er að leggja dálítið upp úr eru borðskreytingar yfir jóla- hátíðina og í jólaboðunum. Ef þig vantar góðar hugmyndir á þitt jóla- borð skaltu kíkja á vefsíðuna pinter- est.com/styleestate/christmas- table-decorations/. Þar er að finna heilan helling af hugmyndum sem eru alls ekki allar svo flóknar en margar fallegar og að sjálfsögðu mjög jólalegar. Sjón er sögu ríkari á þessari Pinterestsíðu en þær eru margar fjársjóður góðra hugmynda af ýmsu tagi. Vefsíðan www.pinter- est.com/styleestate/ christmas-table-decora- tions/ Morgunblaðið/Kristinn Jólaborð Litlir smáhlutir gera mikið. Jólalegt veisluborð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það glaðnaði sannarlega til íneðribænum í Borgarnesiá miðvikudagskvöld þegarhaldið var aðventukvöld. Söfn og verslanir höfðu opið lengur þetta miðvikudagskvöld og í kirkj- unni var gestum boðið á jólatónleika með Theodóru Þorsteinsdóttur söngkonu og fjölskyldu hennar. En Theodóra er skólastjóri Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. Fékk eiginmanninn í tíma „Það var mikil tónlistarhefð á mínu heimili í æsku og við systkinin sungum mikið með mömmu. Þegar ég varð eldri frétti ég af Söngskól- anum í Reykjavík og fór því að læra söng og síðar lá leiðin til Vínar. Við hjónin kynntumst síðan þannig að maðurinn minn, Olgeir Helgi Ragn- arsson, ákvað að láta gamlan draum rætast og læra að syngja. Hann kom í sinn fyrsta söngtíma til mín og mér leist svona líka vel á hann,“ segir Theodóra í léttum dúr. Dætur þeirra hjóna, Sigríður Ásta 18 ára og Hanna Ágústa 16 ára, eru líka efni- legar söngkonur. Þær sungu meðal annars lagið Það á að gefa börnum brauð saman á tónleikunum svo og lag úr söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar. Fjölskyldan byrj- aði á blöndu af íslenskum lögum. Síðan lá söngleiðin um Austurríki, England og Bandaríkin. „Tónleikarnir voru vel sóttir og ekki annað hægt en að vera ánægður með mætinguna. Við fjölskyldan hlustum mikið á tónlist á aðventunni og sækjum tónleika. Það er hluti af því að fá í okkur jólaandann og hann kom svo sannarlega yfir okkur á þessum tónleikum,“ segir Theodóra. Hún segir fjölskyldumeðlimi vera mikil jólabörn og aðallega haldi þau fast í tvær hefðir. „Alveg síðan stelpurnar voru litlar höfum við haft seremóníu í kringum það að kveikja á aðventu- kertunum. Þá syngjum við „Við kveikjum einu kerti á“ um leið og við kveikjum og búum til hátíðlega stund. Síðan eigum við sumarbústað uppi í Lundarreykjardal þaðan sem maðurinn minn er ættaður. For- eldrar hans voru mikið skógræktar- áhugafólk og þangað förum við og höggvum okkur jólatré. Einnig sker- um við saman laufabrauðið og steikj- um,“ segir Theodóra og bætir við að gaman sé að segja frá því að þær Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem spil- aði undir á tónleikunum, hafi nú starfað saman í 30 ár. Tónleikarnir hafi því um leið markað ákveðin tímamót. Í Safnahúsi Borgarfjarðar tóku listakonurnar og mæðgurnar Björk Jóhannsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir á móti gestum. En þær hafa sýnt þar saman verk sín á aðventunni. „Frumkvæðið að hátíðinni kom frá Maríu Lovísu sem rekur TK hár- greiðslustofu en stofan flutti nýverið niður í bæ. Sigursteinn Sigurðsson sá síðan um alla framkvæmd en hann hefur gefið kost á sér til að leiða Neðribæjarsamtökin á næsta ári. Samtökin voru eins konar bak- land að hátíðinni en þau eru gras- rótarsamtök og með þeim viljum við hvetja fólk til að muna eftir þessum gamla kjarna og hjarta Borg- arness,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, formaður Neðri- bæjarsamtakanna og fram- kvæmdastjóri Landnámsseturs. Hún segir hátíðina hafa verið vel sótta og verði hún endurtekin að ári. „Það kemur mörgum á óvart hve mörg lítil fyrirtæki er að finna í neðribænum og svo verður opið til klukkan 21 öll kvöld í Landnáms- setrinu í vetur,“ segir Sigríður Mar- grét. Söngur Theodóra og Olgeir Helgi, dæturnar fyrir framan og Ingibjörg. Jólakátína Mæðgurnar Björk Jóhannsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir. Knús Þessi hnáta var kát með voffa. Aðventuhátíð í Borgarnesi Ljósmyndir/ Theodór Þórðarson Aðventugleði var haldin í neðribænum í Borgar- nesi í vikunni. Þar iðaði allt af lífi á söfnum og í verslunum og í kirkjunni voru haldnir sannkall- aðir fjölskyldujóla- tónleikar. Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs Jólapak ki að ve rðmæt i 15.000 .- fylgi r hverj um keyptu m glera ugum. Glæsileg gleraugu m.a. frá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.